Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 2
Óánægja ríkir meðal hluta tilvon- andi íbúa nýrra dvalaríbúða Eirar í Mosfellsbæ. Óánægjan snýr að háu þjónustugjaldi sem krafist er af íbú- unum og vilja þeir meina að gjaldið sé margfalt hærra en gjöld sem inn- heimt eru fyrir þjónustuíbúðir ann- ars staðar. Gjöldin samanstanda af þjónustugjaldi og viðhaldssjóði. Sveitarfélagið Mosfellsbær gerði þjónustusamning við Eir um að byggja 38 nýjar íbúðir fyrir aldraða og fyrirtækið selur íbúðirnar áfram til þeirra sem sækja um vist. Áhersla sveitarfélagsins er sú að íbúðirnar séu seldar á kostnaðarverði og verð fyrir þjónustu öllum viðráðanlegt. Heimildarmenn greina frá því að þjónustugjaldið sem innheimt verð- ur geti farið upp í 90 þúsund krónur í samanburði við 26 þúsund krónur á mánuði í Sunnuhlíð. Upphæðin er því ríflega þreföld. Tveir íbúar Eirar hafa hætt við eftir að gjöldin komu í ljós. Kvartanir hafa borist Unnur V. Ingólfsdóttir, félags- málastjóri Mosfellsbæjar, kannast við óánægju meðal íbúa og aðstand- enda sem leitað hafa til félagsmála- svið sveitarfélagsins undanfarið. Hún vísar ábyrgðinni alfarið yfir á Eir. „Ég hef heyrt af þessu. Íbúðirn- ar eru alfarið á vegum Eirar og þeir verða að svara fyrir þessi mál. Við höfum ekki fengið nákvæmar upp- lýsingar um þau gjöld sem innheimt eru og höfum hingað til ekki haft svigrúm til að skoða þetta nánar. Til okkar hafa borist kvartanir og fólk er óánægt með hversu óljósir hlutirnir virðast vera,“ segir Unnur. „Að sumra mati eru upplýsingar um gjöldin ekki nógu borðleggjandi. Hingað hafa komið íbúar og aðstandendur þeirra. Okkur er kunnugt um þessa óánægju og munum fara ofan í þetta. Við munum byrja á að óska eftir nán- ari upplýsingum.“ Bara misskilningur Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar, segir óánægju íbú- anna á misskilingi byggða. Hann bendir á að gjöldin hjá Eir séu ekki hærri en á öðrum sambærilegum þjónustuíbúðum. „Þetta er bara mis- skilningur. Viðhaldsprósentan okk- ar er með því lægsta sem þekkist og heilsdagsgjöldin eru ekki há. Ég veit ekki hvernig hægt er að fá út 90 þús- und, það reikningsdæmi stenst ekki. Ég kannast við þessa óánægju og til okkar hefur töluvert verið leitað vegna þessa,“ segir Sigurður Helgi. „Um leið og endanlegur kostn- aður lá fyrir kom þessi umræða upp og tveir hafa hætt við. Þetta er allt byggt á kostn- aðarverði,“ segir Sigurður Helgi. „Eðlilega spyr fólk út í þessa hluti og ég hef náð að sýna flestum fram á að þetta er bara mis- skilningur, líklega byggður á skorti á upplýsing- um um hvernig þetta er á mark- aðnum. Við höf- um gert allt til að halda verðinu niðri án þess að draga úr gæðun- um. Ég held hins vegar að þetta sé með því hagstæð- asta sem fólk hef- ur kost á og síður en svo hugsað sem íbúðir fyrir heldri borgara.“ Óþarflega hátt Ásgeir Jóhannes- son, fyrrverandi for- stöðumaður Sunnu- hlíðar, hefur heyrt af óánægju vegna hárra þjónustu- gjalda í nýju íbúðunum. Hann ítrek- ar að hann hafi sjálfur ekki kynnt sér allar tölur málsins eða hvað sé í þeim falið. „Það er ágreiningur kominn upp varðandi gjöldin sem sett hafa verið upp fyrir þjónustuna og mér finnst það slæmt mál. Óánægjuna hef ég heyrt mesta hjá þeim sem eru að flytja þarna inn. Þær tölur sem ég hef heyrt eru óþarflega háar og virðast vera hærri en upphaflega var gert ráð fyr- ir. Það þarf að skýra vel hvað er innifalið í þessu,“ segir Ás- geir. „Ég hef ekki séð samn- inga um þetta en ég heyri al- menna óánægju með þennan mismun. Óánægjan kraumar undir. Fólki finnst þetta mik- ið að borga og það skiptir miklu máli að skýra hvort þetta eigi bara að vera fyr- ir vel stætt fólk eða hvort meðalmaðurinn ráði við þetta. Því miður finnst mér sú vera þróunin eftir að einkaaðilar komu inn í þetta. Það er veikleiki og áhyggjuefni út af fyrir sig.“ föstudagur 4. maí 20072 Fréttir DV Keyrði á slá Átta minniháttar árekstrar áttu sér stað á höfuðborgarsvæð- inu fyrripartinn í gær. Klukk- an níu var bifreið ekið á aðra kyrrstæða í stæði og minnihátt- ar meiðsli urðu á bílstjóra. Þá var vörubifreið með háan farm ekið undir hæðarviðvörunarslá með þeim afleiðingum að hún féll á tvær bifreiðar. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðunum og einhverjar tafir urðu á umferð. Auk þess áttu sér stað minni- háttar árekstrar í Vatnagörðum, Klettshálsi, Sævarhöfða. Lögregl- an átti engar skýringar á þessum fjölda slysa, en víst er að ekki var veðrinu um að kenna. Óvenju mörg sjúkraflug Slökkviliðsmenn á Akur- eyri hafa haft í nægu að snú- ast að undanförnu. Slökkviliðsmenn þurftu þrisvar að sinna sjúkraflugi á sólarhringstíma, frá miðviku- degi fram á fimmtudag, hvort tveggja vegna veikinda og slysa. Ofan á það bættust þrettán sjúkraflutningar sem er tölu- vert yfir meðallagi hjá slökkvi- liðsmönnum á Akureyri. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ók á bíl og hús Ökumenn og farþegar sluppu heilir á húfi úr tveim- ur árekstrum á Suðurnesjum í gær. Báðir áttu þeir sér stað um hádegisbilið. Tveir bílar lentu í árekstri þar sem annar ók í veg fyrir hinn á gatnamótum Græn- ásvegar og Reykjanesbrautar. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir voru nokkuð hnjask- aðir og var annar þeirra dreg- inn í burtu. Á nokkurn veginn sama tíma var fólksbíl fyrst ekið á kyrrstæðan bíl og það- an á hús í Grófinni, sem er í vesturhluta bæjarins. Engin meiðsl urðu á fólki en bíll- inn var töluvert hnaskaður að framan en var þó ekið af slystað að rannsókn lokinni. Stjórnvöld tryggi rekstrargrundvöll Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu, fagnar stefnu- breytingu í utanríkisráðuneyti og segir hana afar brýna. Hún vísar þar til þess að Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra segist vilja að hér starfi sjálfstæð mann- réttindastofnun sem stjórnvöld fjármagni. „Það eru frábærar fréttir að ráðuneytið sýni vilja til þess að koma á sjálfstæðri mann- réttindastofn- un með föstum fjárstuðningi frá ríkinu.“ Valgerður sagði á dögun- um að hún myndi sérstaklega beita sér fyrir því að á Íslandi starfaði sjálfstæð mannréttindastofn- un í samræmi við Parísarreglur Sameinuðu þjóðanna. Mann- réttindaskrifstofa Íslands starfaði sem landsstofnun, á fjárlögum og með fulltingi stjórnvalda, allt til ársins 2005, þegar stjórnvöld ákváðu að hætta að styrkja hana. Kvartanir hafa borist til félagsmálasviðs Mosfellsbæjar vegna hárra þjónustugjalda sem innheimt eru í nýjum þjónustuíbúðum Eirar fyrir aldraða. Forstjóri Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, segir óánægjuna á misskilningi byggða. VERÐIÐ FÆLIR FÓLK FRÁ TrauSTi HafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Óánægja með verð íbúar þjónustuíbúða Eirar í mosfellsbæ eru sumir svekktir vegna hárra gjalda sem krafist er fyrir þjónustu. „Skiptir miklu máli að skýra hvort þetta eigi bara að vera fyr- ir vel stætt fólk eða hvort meðal maður- inn ráði við þetta.“ „Ástandið er skelfilegt vegna þessa manns,“ segir Árni Logi Sigurbjörns- son, meindýraeyðir á Húsavík. Hon- um blöskrar að Hans Alfreð Krist- insson skuli ganga laus. Hans var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra á dögunum fyrir hryllilega árás þar sem hann stakk konu í bakið og einnig karlmann. Þá henti hann log- andi púða í konuna þannig að eld- ur braust út í húsinu þar sem fólk- ið dvaldi á Húsavík. Þegar lögreglan kom á svæðið réðist hann vopnaður hnífi á lögreglumann sem reyndi að bjarga konunni út úr húsinu. Maðurinn hlaut þriggja ára dóm fyrir árásina sem þótti sérlega ófyr- irleitin en hefur ekki hafið afplánun. Konan brenndist talsvert og þurfti að dvelja í nokkurn tíma á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri vegna þessa. Hans Alfreð er búsettur í Sandvík. Lögreglan á Húsavík hafði afskipti af konu sem var í slagtogi við Hans Steinar. Sjálfur hefur hann ekki komið við sögu lögreglu síðan hon- um var sleppt úr gæsluvarðhaldi. „Maðurinn er tifandi tíma- sprengja og það er deginum ljós- ara að dómsvaldið hefur brugðist,“ segir Árni Logi. Hann hefur mikl- ar áhyggjur af stöðu mála enda sveitungi mannsins. Hann segir nágranna Hans Alfreð vera ótta- slegna og að fólk kvíði því sem gæti gerst. Ástæðan fyrir að hann geng- ur laus er sú að hann bíður nið- urstöðu Hæstaréttar eftir að hafa áfrýjað dómnum. Þangað til nið- urstaða fæst í Hæstarétti gengur Hans Alfreð líklega laus. Á síðasta ári kom svipað mál upp þegar nauðgarinn Jón Péturs- son var handtekinn eftir að hafa verið dæmdur í fimm ára fang- elsi fyrir nauðgun og líkamsár- ás. Ástæðan var sú að kona lagði fram kæru um að Jón hefði nauðg- að henni þegar hann beið Hæsta- réttardóms. Eftir að það tilvik kom upp var hann látinn byrja að af- plána refsingu. Sigurður Brynjólfsson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á Húsavík, segir að ríkissaksóknari hafi farið fram á að að gæsluvarð- hald yfir Hans Alfreð yrði fram- lengt. Dómari hafnaði kröfu ríkis- saksóknara. Ekki er ljóst hvenær afplánun Hans Alfreðs hefst en það verð- ur ekki fyrr en niðurstaða fæst í Hæstarétti Íslands um málið. valur@dv.is Húsvíkingar uggandi vegna dæmds ofbeldismanns sem gengur laus: Óttaslegnir vegna hnífamanns frá Húsavík maður sem stakk tvennt og var dæmdur í þriggja ára fangelsi hefur ekki verið færður í fangelsi og vekur ugg meðal íbúa. Borga þrefaltn Eldri borgarar í mosfellsbæ kvarta undan háum gjöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.