Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 6
Nýr aðstoðaryfir- lögregluþjónn Gunnlaugur K. Jónsson hef- ur verið skipaður aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Gunn- laugur, sem hóf störf í lögregl- unni í Reykjavík 1977, útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins 1979 en eftir námið var hann í umferðar- deild og almennri deild. Gunnlaugur hefur sótt fjöl- mörg námskeið og ráðstefnur, heima og erlendis. Um tíma kenndi hann við Lögregluskóla ríkisins. Gunn- laugur hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir lögreglumenn og var nýverið sæmdur heiðurs- merki Landssambands lögreglu- manna. föstudagur 4. maí 20076 Fréttir DV Frambjóðandi VG skrifar með hjálp veraldarvefsins: Lærir íslensku með Google Paul Nikolov skrifar færslur á bloggsíðu sína og notar google.is til þess að hafa íslenskuna rétta. „Ég nota google.is til þess að hjálpa mér við skriftirnar á heima- síðunni minni,“ segir Paul Nikol- ov, frambjóðandi Vinstri-grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Blogg Pauls hefur vakið athygli fyrir góða íslensku en sjálfur er hann af banda- rísku bergi brotinn. Hann er þó bú- inn að búa hér í rúm sjö ár og talar íslensku. Hann segir talmálið mjög ólíkt því sem er skrifað. Hann tekur dæmi um að í töluðu máli segja Ís- lendingar „mar“ en að sjálfsögðu sé það skrifað maður. „Yfirleitt gúggla ég það orðasam- hengi sem ég held að sé rétt, ef ég fæ þrjár niðurstöðu þá veit ég að það er vitlaust, ef ég fæ þúsundir þá veðja ég frekar á það,“ segir Paul um stór- sniðuga leið til að skrifa málið rétt. Hann bætir við að fleiri Íslendingar mættu gera slíkt hið sama því hann sjái jafnvel villurnar hjá öðrum. Hann segir að algengasta villan sem hann les sé „mér langar“, en rétt er að segja, „mig langar“. „Ég er reyndar svakalega lengi að læra,“ segir Paul og hlær. Hann seg- ist gera sömu villurnar ítrekað. Paul segir að það sé talsvert langur tími þangað til hann skrifi rétta íslensku. Hann játar að stundum vandi hann sig ekki þegar hann skrifar færslur inn á bloggsíðuna sína og þá geta færslurnar orðið hrikalega vit- lausar að hans sögn. Þá reynir hann að leiðrétta þær síðar en þó er allur gangur á því. „Ég er mjög ánægður með hvern- ig kosningabaráttan hefur verið hér á landi,“ segir Paul aðspurður um muninn á baráttunni hér á landi og í heimalandi hans, Bandaríkjun- um. Hann segir að í Bandaríkj- unum sé varla rætt um málefni heldur frambjóðendur ataðir auri. Hann vill meina að Íslending- ar einbeiti sér mun meira að því sem máli skiptir í um- ræðunni heldur öðru. Hann segist vera stolt- ur af þeim kosti í fari Íslendinga. valur@dv.is Námsmaðurinn Egill Sigurðsson slasaðist alvarlega þegar ráðist var á hann í bænum Brig í Sviss. Helming- ur andlitsins lamaðist og hann hlaut opið beinbrot. Hann er að læra hótelrekstur og þarf að vera glerfínn í svörtum jakkafötum í skólanum. Árásarmannanna er leitað en Egils bíður aðgerð til þess að laga taugarnar í andlitinu. KJÁLKABROTINN OG LAMAÐUR Í ANDLITI EFTIR LÍKAMSÁRÁS „Vinstri hlutinn af andliti mínu er lamaður,“ segir Egill Sigurðsson nemi í Sviss. Hann varð fyrir fólsku- legri árás fyrir viku. Áverkarnir eru hrikalegir en hann er meðal annars kjálkabrotinn, taugar í andliti sködd- uðust og hann hlaut opið beinbrot í andliti. Það voru nokkur ungmenni sem réðust á hann en árásin var með öllu tilefnislaus. Egill er nemi í Cés- ar Ritz þjónustuskólanum í bænum Brig en þar þarf hann að vera gler- fínn í svörtum jakkafötum. „Ég var að trítla heim ásamt tveimur vinum mínum þegar við mættum þessum hópi af krökk- um,“ segir Egill. Hópurinn mun vera nokkuð alræmdur í bænum Brig þar sem Egill leggur stund á nám í hótelrekstri. Hann segir að ungmennin hafi gert hróp og köll að þeim félögum en Egill og fólk- ið sem var með honum virti ung- mennin ekki viðlits í von um að komast í burtu án teljandi vand- ræða. Það gekk ekki eftir því ung- menninn veittust að þeim. Egill segist skyndilega hafa fengið þungt högg í höfuðið. Hann taldi að vopn hefði verið notað við árásina. Fótboltaspörk í höfuðið „Þeir tóku nokkur fótboltaspörk í höfuðið á mér en létu allavega stelp- una í friði,“ segir Egill um hina til- gangslausa árás. Stúlkan sem var með honum slapp við árásarmennina en Egill var ekki jafn heppinn. Hann seg- ir að ungmennin hafi skyndilega hætt að slá hann þegar þau sáu hversu mik- ið honum blæddi. Að sögn Egils virtist sem ungmennunum hefði hreinlega brugðið þegar þau sáu blóðið sem kom úr honum. Þau hlupu þá á brott og vinum Egils tókst að hlúa að hon- um. Talaði íslensku Egill var mjög ringlaður eftir árás- ina enda fékk hann lífshættuleg högg í höfuðið. Vinir hans hlúðu að hon- um og komu honum aftur í skólann þar sem hann býr á meðan námsdvöl hans stendur. „Ég talaði bara íslensku og hafði enga hugmynd hvar ég væri,“ segir Eg- ill um atburðarrásina eftir að honum var komið til síns heima. Hann segist hafa farið að sofa en þakkar fyrir að ekki hafi farið verr enda getur það ver- ið hættulegt að sofna sé maður með heilahristing. Verkjapillur og námsmetnaður „Ég fór til læknis sem púslaði mér saman,“ segir Egill sem líður mun bet- ur í dag en fyrir viku. Hann stundar verulega kröfuhart nám við César Ritz skólann en hann er einn virtasti hótel- og veitingahúsaskóli veraldar. Að sögn Egils var aldrei í boði að slá slöku við í náminu og þess vegna fékk hann sér verkjapillur og skellti sér í jakkafötin áður en hann fór í skólann. Afar strangar reglur eru um klæðaburð í skólanum. Egill segir að menn séu sendir heim úr skólanum ef skórnir eru ekki nógu vel pússaðir. Því er ljóst að kröfur skólans eru virkilega harðar. Jakkaföt í ofsahita „Það getur verið alveg rosalegt að vera í svörtum jakkafötum í þrjátíu stiga hita,“ segir Egill um erfiðar stund- ir í náminu hans. Hann segir að það venjist þó óvenjufljótt að vera alltaf svona fínn. Honum fannst hann alltaf vera hálf kjánalegur til að byrja með en það er breytt í dag. „Núna fer maður út í búð í jakka- fötunum og kaupir mjólk,“ segir Eg- ill hlæjandi sem er búinn að venj- ast jakkafataklæddu lífi í Sviss. Hann kvartar þó yfir hitanum enda hefur það komið fyrir að blekið skolast til þegar svitinn lekur á pappírinn. Rannsókn í gangi „Næsta sem gerist er að ég fer í aðgerð til þess að fá tilfinningu aft- ur í andlitið og svo er lögreglan að leitað að árásarmönnunum,“ segir Egill. Rannsóknin hefur ekki leitt til handtöku enn sem komið er. Stúlk- an sem var með honum hefur skoð- að myndir af brotamönnum en það hefur ekki borið árangur. Egill segist vonast til þess að aðgerðin á andliti sínu heppnist vel en hann óttast að hann nái ekki fullum bata. Hann seg- ir það óhugnalegt að fara í sturtu og finna aðeins fyrir vatninu öðru meg- inn á andlitinu. „Svo getur maður verið svolít- ið perralegur þegar maður bros- ir svona skökku brosi,“ segir Egill hlæjandi en hann tekur árásinni til- hæfulausu með jákvæðu viðhorfi og hyggst klára námið sitt í hótelrekstr- inum. Hann segist vera búinn að ná upp því sem hann missti af en allir í skólanum hafa verið mjög hjálplegir í raunum Egils. ValuR gRETTiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Svo getur maður verið svolítið perralegur þeg- ar maður brosir svona skökku brosi.“ César Ritz glæsilegur skóli í alpabænum Brig í sviss en þar stundar Egill nám í hótelrekstri. Egill Sigurðsson segist hafa verið feginn að ekki sást meira á honum en hann ber sig furðu vel eftir stórhættu- lega líkamsárás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.