Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 11
DV Fréttir föstudagur 4. maí 2007 11 28. ágúst 2002 Húsleit lögreglu starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra gera húsleit á skrifstofum Baugs í skútuvogi og Baugsmál hefjast. 1. júlí 2005 Ákærur birtar sakborningum eru birtar fyrstu kærur í málinu. Þær eru í 40 liðum og sakborning- ar sex talsins: Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, tryggvi Jónsson og endurskoðendurnir anna Þórðardóttir og stefán Hilmarsson. Ákært er fyrir auðgunarbrot, bókhaldsbrot, brot á lögum um ársreikninga, hlutafé- lagalögum og tollalögum. 12. ágúst 2005 kærurnar birtast fjallað er um ákærurnar í breska dagblaðinu the guardian þar sem þær birtast í fyrsta sinn opinberlega. Næsta dag birtast þær og athugasemdir sakborninga í fréttablaðinu. 17. ágúst 2005 Ákærurnar þingfestar sakborningar og verjendur þeirra mæta í dómssal þar sem ákærurnar eru þing- festar. Ákærðu lýsa sig saklausa af ákærunum. 6. september 2005 efasemdir vakna dómendur lýsa efasemdum um ákærurnar í bréfi til sak- sóknara og verjenda. Þeir telja verknaðarlýsingu ábóta- vant og óvíst að ákærurnar dugi í efnislega meðferð. 20. september 2005 öllu vísað frÁ dómi Héraðsdómur reykjavíkur vísar öllum 40 liðum ákærunnar frá dómi. Þeir þykja ekki ekki tækir til efnislegrar meðferðar. 10. október 2005 Átta kæruliðir endurreistir Hæstiréttur vísar 32 kæruliðum ákærunnar frá dómi, meðal annars þar sem verknaðarlýsingu þótti ábótavant eða óljóst hverjir hefðu brotið af sér. Átta kæruliðum sem héraðsdómur vildi vísa frá er hins vegar vísað í efnislega meðferð. 21. október 2005 nýr saksóknari sigurður tómas magnússon var settur saksóknari í Baugsmálinu eftir að ríkislögreglustjóri vísaði málinu til ríkissaksóknara sem sagði sig frá því vegna van- hæfis. Hans beið að taka ákvörðun um næstu skref. 15. mars 2006 sýknuð af öllum Ákæruliðum sýkna er niðurstaðan í dómi Héraðsdóms reykjavíkur í öllum átta ákæruliðunum sem eftir stóðu af upphaf- legu ákærunni. settur saksóknari áfrýjar sex ákæru- liðum en hlítir niðurstöðu tveggja, sýknu í ákærum á hendur Jóhannesi Jónssyni og tryggva Jónssyni. 4. apríl 2006 nýjar Ákærur settur saksóknari leggur fram nýja ákæru í nítján liðum. Jón Ásgeir Jóhannesson og tryggvi Jónsson eru ákærðir fyrir fjárdrátt, fjársvik og bókhaldsbrot. Jón gerald sullenberger er ákærður í fyrsta sinn í tengslum við málið. 30. júní 2006 enn einni Ákæru vísað frÁ Héraðsdómur reykjavíkur vísar frá ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um fjársvik, fyrir að hafa leynt því að hann ætti Vöruveltuna þegar Baugur keypti fyrirtækið sem rak 10/11 verslanirnar. dómarar höfðu áður vakið athygli á því að kæran væri óljós. 21. júlí 2006 stærsti Ákæruliðurinn fallinn Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðs- dóms um að ákæru um fjársvik vegna kaupa Baugs á Vöruveltunni skuli vísað frá dómi. gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs, segir kjarnanum í Baugsmálum hafa verið vísað frá dómi. settur saksóknari ákvað síðar að endurákæra ekki. 13. janúar 2007 réttað í Hæstarétti málflutningur fer fram í síðustu sex ákæruliðunum í upphaflega málinu. sigurður tómas magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, líkir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við svikulan fjósamann. 25. janúar 2007 sýknuð af öllum Ákæruliðum Hæstiréttur staðfestir sýknudóm héraðsdóms í þeim sex ákæruliðum sem eftir stóðu af upphaflega málinu. 12. febrúar 2007 fimm vikna réttarHöld aðalmeðferð í málinu gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni, tryggva Jónssyni og Jóni gerald sullenberger hefst. rúmlega hundr- að vitni eru boðuð í dóminn og yfirheyrslur og vitnaleiðslur standa yfir vikum saman. 3. maí 2007 fYrstu sakfellingarnar Héraðsdómur reykjavíkur kveður upp dóm. Jón Ásgeir Jóhannesson fær þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og tryggvi Jónsson níu mánuði skilorðsbundna. 10 af 18 liðum ákærunnar var vikið frá áður hafði helsta ákærulið ákærunnar verið vísað frá. Ákærum á hendur Jóni gerald sullenberger var vísað frá. Röð atbuRða Baugsmálið LANGT UMFRAM TILEFNI ákærður fyrir 36 liði og sakfelldur fyrir fjóra. Þeir hafa verið sýknaðir af alvarlegustu ákæruliðunum,“ segir Jakob Möller, verjandi Tryggva Jóns- sonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs. Jakob segir óþolandi fyrir Tryggva að hafa verið sakfelldur og aðspurður um hvort málinu verði áfrýjað segir Jakob að ekki hafi verið ákveðið formlega að áfrýja. Fyrir utan það hversu fáa ákæru- liði Tryggi er sakfelldur fyrir segir Jakob það segja ýmislegt um mál- ið að héraðsdómur skuli meta það svo að áttatíu prósent sakarkostn- aðar skuli falla á ríkið en aðeins einn fimmti á Tryggva. Tryggvi var sakfelldur fyrir fjóra liði ákærunnar, tveir þeirra, númer fjórtán og sautján, eru fyrir meiri- háttar bókhaldsbrot eins og þeim er lýst í ákæru. Í örðum þeirra þyk- ir sannað að færslur upp á 332 millj- ónir króna voru rangar og gerðar til þess að gefa ranga mynd af viðskipt- um og notkun fjármuna er varð- ar hlutabréfaviðskipti sem snúa að Kaupþing í Lúxemborg. Hitt bók- haldsbrotið sem Tryggvi er sak- felldur fyrir snýr að því að láta búa til gögn sem ekki áttu sér stoð í við- skiptum með því að láta færa nærri 47 milljónir króna til tekna. „ Það kemur skýrt fram í dómnum að það var ekkert í þessum liðum sem hafði þau áhrif að reikningsskil félagsins hafi verið rangfærð. Hann er sak- felldur fyrir tvö tæknileg bókhalds- brot sem urðu vegna nýjunga á þeim tíma sem vörðuðu vörslu reikninga hjá erlendum bankastofnunum,“ segir Jakob. Hinir tveir liðirnir, númer fimmt- án og sextán, sem Tryggvi er sak- felldur fyrir eru vegna tilhæfu- lausra kreditreikinga. „Þarna teljum við niðurstöðu dómsins ranga því þarna voru viðskiptalega forsend- ur að baki. Um leið og mistök voru ljós voru þau leiðrétt og höfðu þau því ekki áhrif á ársreikinginn,“ segir Jakob. vill ekki nota orð sem lýsa tilfinningum „Viðbrögðin við dóminum eru lítil. Jón Ásgeir er sakfelldur fyrir einn ákærulið og Tryggvi fyrir fjóra ákæruliði og þar eru stærstu fjár- hæðirnar í bókhaldsbrotakaflan- um,“ segir Sigurður Tómas Magn- ússon, settur saksóknari í málinu. Hann bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að dómurinn er áfrýj- anlegur og því ekki endanleg nið- urstaða. „Það eru vissir þættir í for- sendum héraðsdóms sem kalla á dóm Hæstaréttar.“ Sigurður segir það hafa komið mest á óvart að ákærulið númer nítján hafi verið vísað frá dómi. Þar var Tryggvi Jónsson sakaður um að hafa látið Baug greiða fyrir einka- neyslu sína í Bandaríkjunum. Sig- urður Tómas vill þó ekki nota orðið vonbrigði fyrir hönd ákæruvalds- ins né önnur orð er vísa til tilfinn- inga enda beri ákæruvaldinu að horfa á málið faglegum augum ekki hægt að sakfella eftir olíumálið Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, var ánægður með niður- stöðu dómsins hvað hans skjólstæð- ing varðar. „Ég bjóst við þessu enda var ég búin að halda fram þessari kröfu frá upphafi. Svo var það al- veg ljóst eftir dóm Hæstarréttar í olíumálinu að ekki kæmi annað en frávísun til greina,“ segir Brynjar en hann er nánast viss um að ákæru- valdið muni ekki áfrýja því sem snýr að Jóni Geraldi. Jón Gerald var sjálfur ekki við- staddur dómsuppkvaðninguna en athygli vakti að hann sat öll réttar- höldin. Hann var staddur í Flórída í gær. „Hér er glampandi sól og 25 stiga hiti,“ segir Jón Gerald. Hann segir það jafnframt hafa verið mik- inn létti að ákærunni á hendur hon- um hafi verið vísað frá dómi en það hafi ekki komið honum á óvart. „ Ég var yfirheyrður sem vitni í málinu og að nota það síðan til að sakfella mig væri mannréttindabrot. Það er ekki hægt að skrá niður vitnisburð og ákæra mann svo fyrir hann,“ segir Jón Gerald. Hvað aðra sakborninga varðar segir Jón Gerald það mikil vonbrigði að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hafi verið sýknaðir af átjánda ákæruliðn- um þar sem þeir voru sakaðir um fjárdrátt upp á rúmar 32 milljónir króna. „Þeir létu Baug greiða einka- neyslu og fyrir hlut sinn í bátnum The Viking en lögðu persónulega enga fjármuni til,“ segir Jón Gerald. Að sama skapi segir hann mikil von- brigði að ekki hafi verið endurákært vegna fyrsta liðar ákærunnar sem var vísað var frá dómi á síðasta ári. „Mér finnst ekki rétta að tala allt- af um hvað þessi málarekstur hafi kostað ríkið því í raun er það op- inbera í plús og rúmlega það eftir rannsókn málsins. Búið er að endur- áætla skatta á Jón Ásgeir og Tryggva og þannig hafa skilað sér fjármuni upp á nærri milljarð króna. Svo á eftir að ákæra þá vegna skattsvika,“ segir Jón Gerald. mestur málskostnaður á ríkið Málskostnaður fellur að mestu á ríkissjóð samkvæmt niðurstöðu dómsins. Málsvarnarlaun Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, voru ákveðin 15,3 milljónir króna. Sjálfum er Jóni Ásgeiri gert að greiða einn tíunda en níu tíundu kostn- aðirns falla á ríkissjóðs. Málsvarn- arlaun Jakobs Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, eru ákveðin 11,9 milljónir króna. Fjórir fimmtu kostnaðarins greiðast úr ríkissjóði en einn fimmta er Tryggva gert að greiða sjálfum. Ákveðin málsvarn- arlaun fyrir Brynjar Níelssonar, verj- anda Jóns Geralds, eru 7,9 milljónir króna og skulu þau öll greidd úr rík- issjóði. Sakarkostnaður ríkissaksóknara nemur nærri 56 milljónum króna og eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir til að greiða fimm milljón- ir króna af þeim kostnaði. Þá fellst dómurinn á ýmsan kostnað vegna varnar Jóns Ásgeirs eða nærri 26 milljónir króna. Sjálfum er honum gert að greiða einn tíunda hluta þess kostnaður en ríkissjóði er gert að greiða rest. hrs@dv.is Í yfirlýsingu frá stjórn Baugs Group segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur feli í sér alvarlegan áfellisdóm yfir vinnubrögðum lögreglunnar og ákæruvaldsins. „Í dag var for- stjóri félagsins sýknaður af eina brotinu sem var tilefni innrás- innar í Baug en sakfelldur vegna færslu reiknings, sem sérfræð- ingar efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra töldu fyrst að hefði verið grundvöllur fjár- dráttar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að í þau fimm ár sem rannsókn- in á Baugsmálinu hafi staðið yfir hafi félagið ítrekað þurft að leið- rétta efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra þar sem rann- sóknin hafi sífellt þvælst inn á ný svið, að því er virðist til þess að að réttlæta mistök á upp- hafsstigum málsins. „Ákæruvaldið er í dómin- um gagnrýnt fyrir að hafa blásið málið út umfram tilefni, máls- meðferð hafi verið of umfangs- mikil og vitni leidd fyrir dóminn af þarflausu.“ Stjórnin telur líklegt að Jón Ásgeir muni áfrýja málinu til hæstaréttar og telur líklegt að sú áfrýjun muni leiða til sýknu. Stjórnin lýsir yfir eindregnum stuðningi við Jón Ásgeir. Und- ir þetta ritar Hreinn Loftsson stjórnarformaður. Yfirlýsing frá stjórn Baugs Group: Málinu verður áfrýjað jakob möller eftir dómsupp- sögu „saksóknari hefur lýst þessu máli sem stærsta efnahagsbrota- máli íslandssögunnar og niðurstað- an sú að Jón Ásgeir sem hefur í heildina verið ákærðu í 58 ákæruliðum er sakfelldur fyrir einn þeirra. tryggvi Jónsson hefur verið ákærður fyrir 36 liði og sakfelldur fyrir fjóra,“ segir Jakob möller, verjandi tryggva.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.