Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 12
föstudagur 4. maí 200712 Fréttir DV Kostnaðarþátttaka almennra líf- eyrisþega vegna dvalarkostnaðar á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum er helmingi meiri en hjá þeim sem njóta fjármagnstekna í ellinni. Líf- eyrisþegar greiða 100 prósent hlut- fall af tekjum sínum á meðan fjár- magnseigendur greiða 50 prósent. Af þeim sökum þarf Tryggingastofn- un ríkisins að greiða meira með fjár- magnseigendum til að mæta dvalar- kostnaði að fullu. Því hærra hlutfall fjármagnstekna, því minni kostnað- arþátttaka í vistgjöldum. Ef tekið er dæmi um einstaklinga með 190 þúsund krónur í tekjur á mánuði, þar sem annar nýtur lífeyr- istekna og hinn eingöngu fjármagns- tekna, kemur í ljós að fjármagnseig- andinn greiðir 33 þúsundum króna minna á mánuði en lífeyrisþeginn. Það gera tæpar fjögur hundruð þús- und krónur á ári sem lífeyrisþeginn greiðir umfram fjármagnseigand- ann. Sívaxandi hópur Á síðustu fjórum árum hefur hóp- ur fjármagnseigenda stækkað sífellt og um nærri 10 prósent milli áranna 2005 og 2006. Samkvæmt upplýsing- um frá Ríkisskattstjóra greiða tæp- lega 85 þúsund einstaklingar fjár- magnsskatt af hluta tekna sinna. Það er tæpur þriðjungur af öllum skatt- greiðendum á skrá stofnunarinnar, 16 ára og eldri. Af þeim sem greiða fjármagnstekjuskattinn eru í kring- um 2.200 einstaklingar sem gefa ein- göngu upp fjármagnstekjur. Vilborg Hauksdóttir, skrifstofu- stjóri almannatryggingaskrifstofu heilbrigðisráðuneytis, segir mismun- inn í kostnaðarþátttöku aldraðra eft- ir tekjum hafa verið til staðar í mörg ár. Hún telur ef til vill orðið nauðsyn- legt að endurskoða löggjöfina í ljósi vaxandi hóps fjármagnseigenda í samfélaginu. „Ef ég man rétt er þetta búið að vera svona tiltölulega lengi. Hornsteinninn er hins vegar sá að ríkið greiðir 100 prósent fyrir þá sem engar tekjur hafa. Það sem hefur breyst er að hér áður fyrr var hópur fjármagnseigendanna ekki ýkja stór. Ríkið þarf í raun að greiða meira með hópi fjármagnseigenda fyrir dval- arkostnað. Miðað við ört stækkandi hóp þeirra sem lifa á fjármagnstekj- um mætti endurskoða fyrirkomulag- ið, hugsanlega hafa forsendur laga- setningarinnar breyst og mismunun orðið til,“ segir Vilborg. Borga meira með Tryggingastofnun ríkisins greiðir meira fyrir dvalarkostnað á sjúkra- stofnunum og dvalarheimilum með einstaklingum sem eingöngu njóta fjármagnstekna í ellinni en með al- mennum lífeyrisþegum. Því hærra hlutfall fjármagnstekna, því meira þarf stofnunin að leggja út og getur munurinn numið tugum þúsunda króna. Lífeyrisþegi greiðir 36,72 prósent af tekjum sínum í staðgreiðsluskatt hvern mánuð og fjármagnseigand- inn 10 prósent í skatt. Hluti þessara tekna ríkisins nýtist í framlag Trygg- ingastofnunar vegna dvalarkostn- aðar. Þannig má í raun segja að líf- eyrisþeginn leggi meira af mörkum til stofnunarinnar í gegnum skatt- greiðslurnar á meðan fjármagns- eigendurnir njóta ágóðans. Ef aft- ur er tekið dæmi um einstaklingana með 190 þúsund krónur í tekjur á mánuði, annar nýtur lífeyristekna og hinn fjármagnstekna, þá greiðir Tryggingastofnun rúmlega 116 þús- und með lífeyrisþeganum en tæp- lega 150 þúsund með fjármagnseig- andanum. Mismurinn er 34 þúsund eða nærri 400 þúsund krónur á ári. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, vísar málinu al- farið yfir til heilbrigðisráðuneytisins þar sem þar séu línurnar dregnar. Hann segir hlutverk stofnunarinnar snúa að því að greiða út samkvæmt lögum. „Við erum eingöngu greiðslu- aðili í þessu og aðferðin alfarið ákveðin hjá ráðuneytinu. Að sjálf- sögðu tel ég óeðlilegt að stofnunin greiði meira með einum en öðrum því ég er ekki talsmaður ójafnréttis. Þetta mál er beinlínis á borði ráðu- neytisins þar sem við komum aðeins að greiðslunum,“ segir Karl Steinar. Fá milljón meira Sökum þess að almennir lífeyris- þegar greiða 100 prósent hlutfall af tekjum sínum skerðast ráðstöfun- artekjur þeirra mun meira en fjár- magnseigendanna. Fyrir sama dæmi og áður hefur verið nefnt, 190 þúsund í mánaðartekjur, hefur fjármagnseig- andinn 129 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Ráðstöfunartekj- ur lífeyrisþegans og frítekjumarkið er hins vegar sama upphæð, 53.119 krónur á mánuði. Lífeyrisþeginn nær þannig að halda eftir 637.428 krónum yfir árið á móti einni og hálfri milljón hjá fjármagnseigandanum. Munur á Fjármagnseigendur aF annarri stétt Fjármagnseigendur greiða lægra hlutfall tekna sinn í dvalarkostnað á sjúkrastofn- unum og dvalarheimilum en eftirlauna- þegar. Þeir hafa líka meira eftir til ráðstöf- unar þegar búið er að gera upp skatta og þátttöku í dvalarkostnaði. Tryggingastofn- un greiðir meira fyrir einstakling sem hefur tekjur að mestu sem fjármagnstekj- ur en einstakling sem hefur mestar tekjur úr eftirlaunakerfinu. TrauSTi haFSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.