Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 14
föstudagur 4. maí 200714 Fréttir DV Mælingar Landbúnaðarstofnunar hafa sýnt sýklalyf í íslenskum landbúnaðar- afurðum síðustu ár. Sérfræðingar segja það ekki geta verið gott, sama í hversu litlum mæli, þar sem slíkt ógni einstakl- ingum með ofnæmi fyrir sýklalyfjum og geti jafnframt myndað óþol hjá öðrum. Sýklalyf í kjötinu mælingar hafa sýnt sýklalyf í afurðum íslensks landbúnaðar og slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar. SÝKLALYF Í KJÖTI OG MJÓLK Sýklalyf hafa ítrekað mælst í ís- lenskum landbúnaðarafurðum, kjöti og mjólk, á undanförnum árum. Landbúnaðarstofnun sér um mælingarnar og hefur ekki tekist með óyggjandi hætti að útiloka að sýklalyf finnist í afurðunum. Í kjölfarið hefur verið hert á mæl- ingum stofnunarinnar þar sem hvert sýni er tvöfalt til að geta sannreynt niðurstöður ef upp kemur grunur um að sýklalyf sé að finna. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður Landbúnaðar- stofnunar, staðfestir að sýklalyf hafi mælst en hann telur ástandið almennt gott. Hann segir tvöfalda mælingu hafa verið tekna upp í kjölfar þess að grunur um sýklalyf í lambakjöti kom upp. „Það hafa mælst tilvik þar sem sýklalyf hafa reynst yfir leyfilegum mörkum. Sá grunur hefur reglulega komið upp en það hefur ekki almenni- lega fengist staðfest. Það hefur því hvorki tekist að slá það af eða á með óyggjandi hætti hvort um sýklalyf sé að ræða í kjötinu og því ekki náðst að útiloka það,“ seg- ir Sigurður Örn. „Almennt tel ég ástandið hins vegar í lagi. Mæl- ingar okkar fara algjörlega eftir Evrópustöðlum.“ Sama hversu lítið er Brynhildur Briem, lyfjafræð- ingur og matvælafræðingur hjá Umhverfisstofnun, bendir á al- varlegar afleiðingar þess að sýklalyf leynist í landbúnaðaraf- urðum, sama í hversu litlu magni það er. Hún segir næringargildi þó ekki skerðast. „Þetta hefur væntanlega engin áhrif á nær- ingargildi afurðanna. Það er hins vegar ekki æskilegt að að sýklalyf leynist í matvælum og þar eiga þau ekki að vera. Þegar við erum að kaupa kjöt þá erum við ekki að kaupa okkur sýklalyf. Neyt- andinn á þann rétt að fá kjöt án sýklalyfs,“ segir Brynhildur. „Sama í hversu litlu magni sýklalyfin eru þá er þetta mjög óæskilegt fyrir þá sem hafa til dæmis ofnæmi fyrir slíkum lyfj- um. Einnig er vont fyrir líkamann að fá sýklalyf reglulega í smáum skömmtum því þá getur hann myndað óþol,“ segir Brynhildur. Við eigum einfaldlega rétt á því að fá landbúnaðarafurðir án sýklalyfja og í þeim á ekki að mælast neitt. Sýklalyfin viljum við taka þegar við verðum veik og taka þau þá markvisst.“ Ekki nógu öruggt Mímir Arnarsson, sérfræð- ingur hjá Lyfjastofnun, segir ákveðnar reglur gilda um hversu langur tími megi líða eftir að dýr- um hafa verið gefin lyf þar til af- urðir af þeim eru nýttar. Hann segir mikilvægt að farið sé eftir þessum reglum til að tryggja ör- yggi afurðanna. „Hvort sem verið er að nýta kjöt eða mjólk þarf að fara eftir settum reglum. Það er ekki gott ef sýklalyf finnast í kjötinu og þannig á það ekki að vera. Það er hlutverk yfirdýralæknis að fylgj- ast vel með þessu,“ segir Mím- ir. „Þetta á náttúrulega ekki að mælast hér því sá tími sem þarf að líða frá því að lyfið er gefið og þar til afurðin er nýtt er vel þekkt- ur. Miðað við að sýklalyf mælist er útlit fyrir að menn séu ekki að fara rétt með í notkun lyfja. Þeir eiga að vita allt um notkunina og eiga ekki að nýta afurð fyrr að leyfilegum tíma lokn- um. Samkvæmt þessu er ekki nógu vel farið eftir reglum og vinnslan ekki nógu örugg.“ Getur ekki verið gott Ragnar Wessman, matreiðslumeistari og kennari við matvælasvið Menntaskólans í Kópa- vogi, kannast við mælingar þar sem sýklalyf hefur mælst í kjöti hér á landi. Hann segir það ekki geta verið gott fyr- ir neytendur. „Ég hef heyrt af þessu. Í Danmörku hafa þeir lent í miklum vandræðum þar sem er ótæpilegt magn af sýklalyfjum hefur mælst í kjötinu og fyrir vikið hef- ur til dæmis salmonella orðið ónæm fyrir lyfjunum. Sýkla- lyf geta varla talist góð fyr- ir venjulegt og heilbrigt fólk,“ segir Ragnar. „Smám sam- an getur einstaklingurinn orð- ið ónæmur fyrir sýklalyfjunum í gegnum neyslu kjöts með lyfjum. Það getur varla verið heilbrigt og gott. Við þurfum að passa okk- ur á þessu og megum ekki missa tökin á þessu. Það segir sig sjálft að sýklalyfin geta ekki verið góð því líklegast er að þau berist í fólk með þessum hætti. Það getur bara ekki verið gott.“ „Við eigum einfaldlega rétt á því að fá landbún- aðarafurðir án sýklalyfja því þau viljum við taka þegar við verðum veik.“ TrauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Gætu myndað óþol sýklalyf sem rata inn í líkamann í smáum skömmtum geta orðið til þess að óþol myndast hjá neytandanum, segir Brynhildur Briem lyfjafræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.