Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 16
Föstudagur 4. maí 200716 Helgarblað DV Auðunn Bjarni Ólafsson hefur síðan haustið 1993 unnið hjálpar- og þróun-arstörf í löndum fyrrum Júgóslavíu á Balkanskaga. Hann á og rekur í dag stofnun sem heitir PEP International og stendur fyrir People Empowerment Project. Auðunn hefur, ásamt eiginkonu sinni Sigurjónu Högnadóttur og starfsfólki þeirra, staðið fyrir endur- byggingu á nærri sex þúsund hús- um, skólum og heimilum, í Króa- tíu, Bosníu, Albaníu, Makedóníu og Kosovo. Á átakatímum á Balkanskaga vann Auðunn einnig að því að koma fræjum og útsæði til fólks sem hafði einangrast, til þess að aðstoða við fæðuöflun. Á síðustu árum hefur stofnun hans einbeitt sér sérstak- lega að aðstoð við að styrkja stjórn- sýslu í smærri sveitum og bæjarfé- lögum. Árangurinn af þessu starfi er meðal annars sá að fólkið á þessum stöðum sýnir meiri áhuga á þátt- töku í lýðræðislegum ákvörðunum og samstarfi, nokkuð sem ekki var rík hef fyrir í ríkjum sem höfðu ver- ið undir kommúnísku skipulagi um langt árabil. Starfsemi PEP International hef- ur frá því árið 2001 verið fjármögn- uð af Sænsku þróunarsamvinnu- stofnuninni, SIDA. Auðunn Bjarni og stofnun hans hafa þegar velt yfir tíu milljörðum íslenskra króna í þessu þróunarstarfi. Árið 2004 voru um fjörutíu starfsmenn hjá PEP Int- ernational, í þremur löndum. Í dag vinna 26 manns hjá Auðuni, flestir í Makedóníu. Í viðtali við DV lýsir Auðunn reynslu sinni af því að flytja með fjölskyldu sína úr öryggi heima- haganna, inn á stríðshrjáð svæði og vinna að því að bæta lífsskilyrði fórnarlamba tilgangslausra stríðs- átaka sem enn hefur ekki fengist botn í hvers vegna urðu svo blóð- ug. Styrkjum lýðræðið Í dag fer megnið af starfsemi PEP International fram í Makedóníu og Albaníu. Hún felst fyrst og fremst í því að aðstoða sveitarstjórnir í hé- röðum Balkanskagans við að takast á við venjuleg verkefni eins og þau að afla fersks neysluvatns og því að sinna venjulegum skyldum sveitar- félaga. Áherslan er á því að sveitarfélög- in sinni þessum hlutum á eigin for- sendum og að eigin frumkvæði. Með þessu móti hefur reynst unnt að draga stórlega úr beinum fjárfram- lögum til sveitarfélaganna. Mark- miðið er að umbætur verði til fram- tíðar og fólkið í landinu verði sjálft fært um að leysa úr þeim vanda sem steðjar að á hverjum tíma. Í þessu starfi hefur Auðunn þróað nýjar vinnuaðferðir og stofnun hans hef- ur unnið frumkvöðlastarf á vett- vangi þróunaraðstoðar. Nú sér fyrir endann á starfi Auð- uns og stofnunar hans fyrir Sænsku þróunarsamvinnustofnunina. Nú þegar hafa borist fyrirspurnir frá öðrum löndum á svæðinu um sams konar aðstoð. „Við þurfum að selja þessa hugmynd einhverjum sem eru tilbúnir að fjármagna þetta starf. Það þarf ekkert endilega að vera SIDA, það gætu orðið hvaða sam- tök eða stofnun sem er,“ segir Auð- unn. Framtíðin er því að mörgu leyti óskrifað blað fyrir Auðun og eigin- konu hans, Sigurjónu Högnadóttur, sem nú búa í borginni Bitola í Make- dóníu. Kynding í kuldanum „Ég kom fyrst hingað út í byrj- un október 1993. Þá fór ég í þriggja mánaða verkefni, að framleiða og dreifa ofnum sem voru ætlað- ir til þess að fólk gæti kynt heim- ilin og eldað mat. Þetta var í gegn um Hjálparstarf kirkjunnar, en var á vegum Lútherska heimssambands- ins,“ segir Auðunn. Þetta verkefni var fjármagnað af UNHCR, Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Auðunn hafði þá verið sveitar- stjóri, fyrst á Súðavík árið 1980 og seinna á Hellissandi í nokkur ár. Það var ævintýraþrá sem hafði dregið athygli hans að Hjálparstarfi kirkj- unnar. Upphaflega sótti hann um að komast til Súdan, en aldrei varð neitt úr því. „Við fluttum út til Zagreb í Króa- tíu. Þar fóru yngri börnin okkar tvö, sem þá voru á táningsaldri, í banda- rískan skóla og undu hag sínum vel.“ Bæði Auðunn og Sigurjóna segja tímann í Zagreb hafa verið jákvæða upplifun. „Borgin var talsvert ólík því sem hún er í dag. Það voru fáir á ferðinni og nánast engir bílar á göt- unum,“ segir Auðunn. Í dag er fátt í Zagreb sem minnir á styrjöld. Borg- in er lífleg borg með litríku mannlífi og ferðaþjónusta sækir í sig veðrið. Tengslin byggð „Þegar við vorum að framleiða VITUNDARVAKNING ER VERÐMÆTARI EN PENINGAR Hjónin Auðunn Bjarni Ólafsson og Sigurjóna Högnadóttir eiga og reka stonunina PEP Inter- national. Í fjórtán ár hafa þau unnið að þróunarstörfum í fyrr- verandi lýðveldum Jógóslavíu, meðal annars á miklum átaka- og umbrotatímum. Auðunn hefur á þessum tíma beitt sér fyrir nýjungum í þróunarsam- vinnu sem felast í því að styrkja lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu í stað þess að einbeita sér að peningagjöfum og húsbygging- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.