Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 30
Föstudagur 4. maí 200734 Sport DV
F
yrir um ári síðan stóð
Óskar Bjarni Óskarsson
á tímamótum. Samn-
ingur hans við Val var út-
runninn og hann hugðist
hætta sem þjálfari liðs-
ins. Valsmenn fólust eft-
ir því við Óskar að hann
myndi halda áfram með
liðið og hann féllst á það. Óskar sér
væntanlega ekki eftir því í dag því fyrir
skömmu fagnaði hann fyrsta Íslands-
meistaratitli félagsins í níu ár.
„Þetta var alveg virkilega ánægju-
legt. Það var mjög gaman að fá að
landa þessu, ekki bara vegna þess að
ég ætlaði að hætta í fyrra, heldur líka
vegna þess að strákarnir eru búnir að
leggja svo rosalega mikið á sig í vetur
og lenda í svo miklu. Það eru búið að
vera mikið flakk og eilífðarvesen með
íþróttahúsin. Í raun misstum við allar
helgar í Laugardalshöllinni í mars og
apríl. Strákarnir eru kannski ekki bún-
ir að eyða fleiri mínútum en við höf-
um verið að æfa á slæmum tímum og
það er búið að leggja mikið á þá. Bara
fyrir strákana, þá var svo ljúft að landa
titlinum. Þetta er búið að vera erfitt og
gaman,“ sagði Óskar.
Mikil uppbygging á sér stað á Hlíð-
arenda og unnið er hörðum höndum
að byggingu nýs íþróttahúss. Valur
hefur því þurft að leika heimaleiki sína
í Laugardalshöllinni í vetur, auk þess
sem þeir léku tvo síðustu heimaleiki
sína í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarn-
arnesi. Óskar sagði að það hafi verið
ákveðin áskorun fyrir Valsliðið.
„Það var slæmt þegar við vorum að
missa Laugardalshöllina. Það var eitt
að fara þangað en svo að missa hana
líka, það hafði áhrif. En við undir-
bjuggum okkur töluvert fyrir þetta. Við
tölum um þetta mál í haust og svo þeg-
ar við misstum höllina fyrir tvo síðustu
leikina og fórum á Seltjarnarnes, þá
vorum við búnir að ræða það áður.
Við ræddum aldrei um að við vær-
um að fara hingað [á Hlíðarenda] af
því að ég held að það hefði verið erf-
iðara ef við hefðum talað um að koma
hingað og svo hefði það ekki staðist.
Við töluðum um það fyrir tímabilið að
vera ekki með neinar afsakanir. Þegar
upp er staðið þarf maður að sýna það
inni á vellinum hverjir eru bestir. Það
er ekkert spurt eftir á hvort við höf-
um verið með lélega æfingatíma eða í
mörgum húsum. Það telur ekkert.“
Umgjörðin betri
Lið Vals er með valinn mann í
hverri stöðu og gæti eflaust stillt upp
tveimur góðum liðum í efstu deild
með þann mannskap sem liðið hefur.
En hverju þakkar Óskar þennan titil
persónulega?
„Ég vil nú meina það að við höfum
verið að byggja markvisst upp. Ég vil
kannski þakka það að í liðinu núna er
mikið af heilsteyptum og góðum kar-
akterum og ég held að fyrir þetta tíma-
bil höfum í fyrsta sinn náð að landa
þeim bitum sem við vildum, það er
að segja leikmönnum. Við héldum
ákveðnum hóp. Svo fengum við Mark-
ús, Óla, Erni, Gunna og Arnór og þetta
voru akkúrat þeir sem pössuðu inn
í þetta hjá okkur. Það vil ég meina að
hafi verið lykillinn hjá okkur.
Auk þess hefur allt starf í kringum
liðið hefur aldrei verið betra en í ár. Ég
held að fólk átti sig ekki alveg á því. Það
er í sjálfu sér ekki nóg að vera bara með
góðan leikmannahóp. Það voru allir að
vinna sína vinnu og það stóðst allt. All-
ir þessir sem voru í hinum og þessum
ráðum stóðu við sitt og gott betur. Ég
held að öll lið lendi í erfiðleikum ef öll
vinna á bakvið er bundin erfiðleikum.
Það kannski sást á sumum félögum
í vetur. Ég held líka að við séum með
mjög mikið af góðum leikmönnum
sem eru með hjartað á réttum stað,“
sagði Óskar.
„Valur hefur kannski þau forréttindi
að það er mikið af klárum krökkum
Framtíðin e björt hjá Val
DV4283030507
Bjart á Hlíðarenda
“Ég held að það verði jafn gott að vinna hjá Val eins og annars staðar,“ sagði Óskar Bjarni.
DV2636010407 05
Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Vals-
mönnum nýverið til sigurs í DHL-deild
karla í handbolta. Í samtali við DV talar
Óskar um nýafstaðið tímabil, þjálfara-
starfið og fer fögrum orðum um Val.
Myndarlegir feðgar Óskar er hér ásamt
sonum sínum, þeim arnóri snæ og Benedikt
gunnari, í nýjum húsakynum Vals.