Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 34
Þorlákur Árnason er einn af hinum fræga ‘69 árgangi í KR. Þar lék hann í yngri flokkunum með mönnum eins og Heimi Guðjónssyni, Þormóði Eg- ilssyni, Rúnari Kristinssyni og Guð- jóni Kristinssyni núverandi formanni KR Sport svo einhverjir séu nefndir. Hann segir að leikmannaferillinn hafi verið alltof stuttur en hann lagði skóna á hilluna ekki orðinn þrítugur, þá bú- inn að leika með Leiftri, Þrótti Nes- kaupstað og síðan Val. Hann var allt- af þekktur sem mikill markaskorari og sé bókin Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðsson skoðuð aftur í tímann má sjá margar myndir af Þorláki fagna mörkum. „Leikmannaferillinn var allt of stuttur en ég gat alltaf potað inn mörk- um. Ég var einn af mörgum sem sá ekki framtíð mína í KR-liðinu og fór fyrst á Neskaupstað til að fá góða reynslu. Ég ílengdist síðan úti á landi og spilaði þrjú ár með Leiftri og sprakk gjörsam- lega út sem leikmaður. Ég meiddist hins vegar síðasta árið mitt þar og var að pína mig til þess að geta spilað enda var keppnisskapið mikið og þjálfarinn ólmur í að láta mig spila. Þessi álagsmeiðsli ágerðust svo svakalega að ég greindist með það sem kallast „álagsgigt“ í líkamanum. Næstu tímabil á eftir voru erfið því að enginn vissi hvað það var sem amaði að mér og þetta hafði áhrif á öll liða- mót og jafnvel öndun í leikjum! Er ég fótbrotnaði með Val í æfingaferð í Skotlandi þá var ég hálffeginn því að það var nokkuð ljóst hvað amaði að mér; ég fótbrotnaði illa og sleit lið- bönd í ökkla.“ Góð ráð frá Þorsteini, Willum, Boris og Óskari Bjarna Þorlákur byrjaði að þjálfa á Ólafs- firði 1990 samhliða því að leika knatt- spyrnu með Leiftri. Áhuginn hafði þó komið fyrr því Þorlákur aðstoðaði Willum Þór Þórsson núverandi þjálf- ara Vals við að þjálfa handbolta. „Þar fékk ég gríðarlegan stuðning frá Þorsteini Þorvaldssyni sem var for- maður knattspyrnudeildar sem virtist styðja mig ákaft þrátt fyrir að ég ætti það til að gera bölvaðar vitleysur inn á milli. Það var mjög mikilvægt. Áhuginn á þjálfun hafði þó vakn- að fyrr en ég aðstoðaði Willum við að þjálfa handboltalið Gróttu í 2. flokki. Í liðinu voru Kristján Finnbogason og fleiri góðir félagar mínir og við náðum mjög góðum árangri þetta árið. Síðan lá leiðin í Val þar sem ég þjálfaði yngri flokkana í 2 ár en fór til Þorlákshafnar og þjálfaði meistara- flokk karla og alla yngri flokka félags- ins í 1 ár. Umgjörðin var ekki nægilega góð en tíminn þar var mjög lærdóms- ríkur.“ Þorlákur segir að í Þorlákshöfn hafi verið frábært að vera en þar gat hann þjálfað og ekki gert neitt annað í fyrsta skipti. „Hugmyndin með Þorlákshöfn var einfaldlega að þjálfa í fullu starfi, auk þess voru synir mínir þeir Alexander Már og Indriði Áki ungir að árum og þetta var nú svona beggja blands að sameina vinnu og fjölskyldu. Mjög lær- dómsríkur tími en metnaður minn var kannski of mikill fyrir félagið og þrátt fyrir dugnað ákveðins fólks á staðnum þá voru sjálfboðaliðar allt of fáir til að umgjörðin virkaði.“ Eftir eitt ár á Þorlákshöfn snéri Þor- lákur aftur á Hlíðarenda þar sem ár- angurinn lét ekki á sér standa. „Taugarnar voru í Val og þar fór ég að þjálfa 2. flokk karla og varð íþrótta- fulltrúi félagsins. Í Val mótaðist þjálf- araferillinn. Valur var og er sérstakt félag með fallega sögu og hefð, en öll mín ár hjá Val endurspegluðust af peningaleysi félagsins. Hins vegar var þjálfarakúltúrinn hjá Val frábær, sam- skipti milli deilda og þá sérstaklega handbolta og fótbolta voru einstaklega góð. Ég og Óskar Bjarni þjálfari meist- araflokks karla í handbolta og þá yngri flokka þjálfari félagsins áttum marga góða fundi saman. Þá var Boris Akba- chev hinn frábæri handboltaþjálfari alltaf tilbúinn að gefa manni góð ráð. Skuldasöfnun Vals til margra ára hafði mikil áhrif á starfið sérstaklega í meistaraflokkunum og maður gat ekki annað en fundið til með Reyni Vigni fráfarandi formanni félagsins sem þurfti að halda mönnum við efnið í peningamálum, hann vann frábært starf. Yngri flokkum Vals gekk hins veg- ar gríðarlega vel í knattspyrnunni og unglingastarfið var gríðarlega öflugt undir stjórn Þórarins Gunnarssonar sem nú beitir kröftum sínum fyrir KSÍ í hinum ýmsu nefndum. Hjá Val var maður einfaldlega með puttana í öllu enda starfandi íþrótta- fulltrúi og þjálfari. Þetta var frábær tími, yngri flokkarnir blómstruðu og við urðum Íslands- og bikarmeistar- ar í 2. flokki karla 1997. Ég fékk mína eldskírn í meistaraflokki sama ár og stýrði liðinu seinni hluta móts, liðið var í fallbaráttu þegar ég tók við því en við björguðum okkur í 16. umferð enda var liðið of gott til að standa í fallslag. Árið eftir unnum við svo bik- arinn aftur í 2. flokki. Þetta voru fyrstu stóru titlarnir í karlaboltanum í mörg ár en stelpuflokkarnir voru og eru allt- af gríðarlega sterkir og sú hefð hefur haldist í Val enn þann dag í dag.“ Eins og menn vakni við fjárhagsörðugleika Eftir að hafa stýrt öðrum flokki Vals í tvö ár og unnið marga titla lá leið Þor- láks upp á Akranes þar sem sigurgang- an hélt áfram. „Enn á ný var fjölskyldan dregin af stað og leist fyrrverandi eiginkonu minni ekkert sérstaklega vel á í byrjun. Tíminn á Skaganum átti eftir að verða gríðarlega farsæll. Við náðum að hífa upp miðlungs yngri flokka í það að vera þá bestu á landinu tvö síðustu árin sem ég var þar. Skagamenn höfðu einfaldega sof- ið á verðinum í yngri flokka starfinu nokkur ár á undan og þrátt fyrir gríð- arlega mikla vinnu í mínu starfi sem yfirþjálfari þá gleymdi maður því í vel- gengninni. Við bjuggum það módel til í yngstu flokkunum að spila út frá markmanni, það er markmaðurinn varð að kasta boltanum út á næsta mann. Til að byrja með gekk þetta hræðilega og við töp- uðum mörgum leikjum á undirbún- ingstímabilinu á þessari leikaðferð en um sumarið og svo næstu tvö ár á eftir þá var leikaðferðin farin að ganga upp. Árið 2000 urðum við Íslandsmeistar í 4. flokki karla sem var fyrsti Íslands- meistaratitill Skagamanna í háa herr- ans tíð og árið eftir urðum við Íslands- og bikarmeistarar í 2. flokki sama ár og meistaraflokkur varð Íslandsmeistari. 2001 var því eftirminnlegt ár hjá Skagamönnum. Umgjörðin í yngri flokkunum á þessum árum 1999-2001 var gríðarlega góð, það voru miklir Föstudagur 4. maí 200734 Sport DV LEITAÐI AFTUR TIL UPPRUNANS Þorlákur Árnason yfirþjálfari Stjörnunnar hefur marga fjöruna sopið. Hann er einn fremsti yngri flokka þjálfari landsins og í einlægu viðtali við DV Sport rifjar hann upp merkilegan feril þar sem valdabarátta bak við tjöldin, sigurganga og sam- skipti við Chelsea koma meðal annars við sögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.