Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 35
DV Sport Föstudagur 4. maí 2007 35 fjárhagsörðugleikar í meistaraflokki og það er eins og þá vakni menn upp við það að sinna yngri flokkunum bet- ur og fá öfluga leikmenn upp. Smári Guðjónsson sem var formaður fyrsta árið hafði verið yngri flokka þjálfari og það hafði góð áhrif á starfið. Síðan kom Gylfi Þórðarson inn í barna- og unglingaráð ári síðar, við náðum að vinna mjög vel saman enda Gylfa góð- ur stjórnandi.“ Í gegnum tíðina hefur ÍA framleitt svo marga góða leikmenn að það er efni í aðra grein. Aðspurður um hver sé lykillinn að þessu svarar Þorlákur að dugnaður fólksins þar sé ótrúlegur. „Ein stærsta ástæðan fyrir velgegni Skagamanna er dugnaður fólksins sem þar býr. Að öllu jöfnu er fólkið einstak- lega duglegt og fylgið sér. Það var hins vegar lengi að taka hugmyndir borg- arstráks góðar og gildar en það tókst á endanum. Krakkar leika sér mikið í fótbolta á Akranesi og á vallarsvæð- inu sjálfu má leika sér í fótbolta! Hver þekkir ekki brjálaða vallarstjórann sem rekur krakkana út af vellinum. Í tíð Péturs Óðinssonar vallarstjóra máttu krakkarnir leika sér á ákveðnum svæðum á æfingasvæðinu. Þarna var starfsmaður á ferðinni sem var dug- legur til vinnu en einnig meðvitað- ur um hvað væri best fyrir félagið. Ég held líka að fyrirmyndir hafi haft mikið að segja á Skaganum. Það er löng hefð fyrir því að Skagamenn hafi orðið at- vinnumenn í knattspyrnu og því hafa krakkarnir fyrirmyndir sem koma frá bæjarfélaginu. Þeir leikmenn hafa ein- mitt verið duglegir við að koma á æf- ingar hjá krökkunum í gegnum tíðina sem hefur mikla þýðingu.“ Beið í hálft ár eftir að fá útborgað Þorlákur hafði ekki gert ráð fyr- ir öðru en að vera þjálfari á Akranesi. Það breyttist hins vegar þegar Valur féll úr úrvalsdeildinni í annað sinn á þremur árum. Þorlákur var beðinn um að taka að sér þjálfun liðsins og hann segist einfaldlega ekki hafa getað sagt nei. „Ég hafði nú hugsað mér að vera lengur uppi á Skaga en þegar kallið kom um að þjálfa meistarflokk Vals þá gat ég ekki sagt nei. Félagið stóð mér næst, það var engin spurning. Aðkom- an að félaginu var hins vegar sorg- leg. Eftir fall í 1. deild þar sem félagið notaði hátt í 10 erlenda leikmenn þá var alveg ljóst að verkefnið yrði erfitt. Skuldir höfðu safnast upp og ég man að ég fékk útborgað fyrsta mánuðinn á réttum tíma en síðan beið ég í 5 eða 6 mánuði eftir næstu greiðslu. Hátt í 20 leikmenn yfirgáfu félagið og í staðinn var síminn tekinn upp og hringt í unga stráka sem höfðu spilað undir minni stjórn í 3. og 2. flokki. Útkoman var ótrúleg, við vorum komnir upp þegar 4 umferðir voru eftir og vegna peningaleysis ákváðum við að lána þá Ármann Smára Björns- son og Guðna Rúnar Helgason til Nor- egs. Við héldum flestum leikmönnum áfram en við bættum litlu við okkur; ég man að dýrasti leikmaðurinn sem við fengum fyrir tímabilið kostaði 600.000 krónur fyrir árið. Þetta var árið 2003, þetta hefur aldeilis breyst síðustu ár. Við spiluðum þokkalega í Lands- bankadeildinni en féllum í síðasta leik niður um deild. Það var þvílíkt svekk- elsi en fyrst og fremst var það vegna þess að liðsstyrkurinn var lítill sem enginn við liðið sem fór upp. Sigur- björn Hreiðarsson var elsti leikmað- urinn í liðinu 27 ára gamall. Maður nagar sig ennþá í handarbökin fyrir að hafa ekki farið fram á meiri pen- inga til að kaupa leikmenn. Hópurinn var nefnlega mjög efnilegur og með nokkra reyndari og betri spilara þá hefðum við náð langt. Á þessum árum var ekki eins mik- ill munur á bestu liðum deildarinnar og þeim veikari enda voru liðin ekki að eyða eins miklum peningum í leik- menn.“ Átti ekki skap saman við formanninn Eftir að Valur féll úr Landsbanka- deildinni lá leið Þorláks í Fylki, liðið sem hafði sent Val niður um deild í lokaleiknum. Hann var töluvert gagn- rýndur af stuðningsmönnum Vals sem vildu meina að hann væri að yfirgefa sökkvandi skip og fégræðgi hefði kom- ið við sögu. Þorlákur þvertekur fyrir það. „Ástæðan fyrir því að ég fór í Fylki var ósköp einföld. Það voru fyrirsjá- anlegar breytingar á stjórn Vals og ég hafði ekki áhuga á að vinna með þeim sem átti að vera formaður. Ég sagði mönnum mína skoðun eins og ég geri nú oftast með misjöfn- um árangri. Það getur vel verið að það hafi verið mistök, ég var einnig orðinn hrikalega þreyttur á peningaleysinu hjá félaginu. Hins vegar er alveg ljóst að núverandi formaður gerði hárrétt í að fjárfesta loksins í liðinu og umgjörð þeirra Valsmanna hefur verið til fyrir- myndar. Hins vegar er ég frekar gamal- dags og vill alltaf sjá sem flesta heima- menn í liðinu mínu en því miður eru tímarnir að breytast. Ég og formaður- inn áttum sem sagt ekki skap saman en margir héldu að ég hefði flutt mig um set til að hækka launin mín. Vals- menn borguðu hins vegar ágætlega og ég lækkaði töluvert í launum við að fara til Fylkis.“ Meiðslasagan ótrúlega og valdabarátta bak við tjöldin Þorlákur tók við Fylki sem hafði náð góðum árangri á skömmum tíma. Tveir bikartitlar og liðið búið að festa sig í deild þeirra bestu. En árangur kostar sitt, Fylkir var með elsta liðið í deildinni þegar Þorlákur tók við og hann fór því að vinna í því að yngja lið- ið upp. „Umhverfið hjá Fylki var ágætt þeg- ar ég kom þangað. Liðið var hins veg- ar að falla á tíma í bókstaflegri merk- ingu, það var langelsta liðið í deildinni árið á undan og það var alveg ljóst að auk þess að ná árangri þá yrðum við að yngja liðið upp. Það tókst ágætlega, við tókum inn fullt af efnilegum strákum, sumir spjöruðu sig en aðrir ekki. Ég var svona þokkalega sáttur við tímabilið 2004, við stefndum á 3. sæti þannig að við vorum aðeins undir væntingum. Það var hins vegar alveg ljóst að félagið varð að haga rekstrin- um betur ef að vel átti að fara. Þetta var gert, það segir sig svo sem sjálft að yngri leikmennirnir eru jafn- an ódýrari og síðan minnkuðum við hópinn til að hleypa 2. flokks strák- um að ef á þurfti að halda. Þannig að hugmyndafræðin var til staðar, hins vegar var alveg ljóst að margir stuðn- ingsmenn félagsins voru ekki sáttir við þetta, eða kannski fámennur hávær hópur stuðningsmanna. Það var deginum ljósara að þetta varð að gerast og þeir Ásgeir formað- ur meistarflokksráðs og Jón Þór gjald- keri unnu gríðarlega gott starf. Síðara árið mitt með Fylki var hins vegar ein hrakfallaferð! Þó svo að margir burðarásar hafi meiðst alvarlega árið 2004 þá átti það bara eftir að versna. Við fengum ein- ungis vondar fréttir þetta árið. Aðgerð á Hauk Inga Guðnasyni mistókst sem og á Hrafnkatli Helgasyni. Sævar Þór Gíslason meiðist í 3. umferð og spil- ar ekki meira og Finnur Kolbeinsson stuttu seinna og spilar einnig ekki meira. Þetta var sagan endalausa. Verst var þó mál Argentínumann- anna svokölluðu. Við héldum gjörsam- lega að okkur höndunum í leikmanna- málum vegna þess að við áttum von á tveimur afar sterkum leikmönnum frá Argentínu. Upplýsingarnar komu með frekar vafasömum hætti og við vorum teymdir á asnaeyrunum í marga mán- uði. Það fyndna er að við spiluðum ótrúlega vel þetta tímabil, það nennir hins vegar enginn að upphefja lið sem nær ekki að vinna leiki þrátt fyrir yfir- burði úti á vellinum.“ Sagt upp þegar tvær umferðir voru eftir Þorlákur upplýsir að fyrir tímabil- ið 2005 hafi óprúttnir menn reynt að komast inn í stjórn knattspyrnudeildar Fylkis, eitthvað sem honum leist illa á „Vinnuaðstaðan fyrir mig sem þjálfara var í einu orði sagt ömurleg og einnig fyrir meistaraflokksráð en fyrir tímabilið reyndu einhverjir óprúttn- ir menn að koma Ásgeiri meistara- flokksformanni frá. Ég skammast mín ennþá fyrir þessar aðgerðir því Ásgeir vann frábært starf fyrir Fylki á gríðar- lega erfiðum tímum. Ekkert lið á landinu hefði stað- ið þau meiðsli af sér þetta árið nema kannski FH. Endirinn var ekki að mínu frum- kvæði en var að mínu mati langbesta lausnin til að höggva á þann hnút sem var kominn upp hjá félaginu. Ég hefði aldrei sagt upp sjálfur enda voru ein- ungis tveir leikir eftir í mótinu. Þetta var gríðarlega erfiður tími hjá félaginu en einnig mjög ánægjulegur. Við spiluðum með svo mörgum ung- um leikmönnum á þessum tveim- ur árum að ég hef ekki tölu á þeim. Við hefðum kannski átt að láta suma þeirra bíða lengur fyrir utan því þetta kallaði á miklar væntingar frá bæði leikmönnunum og foreldrum þeirra. Tveir af þessum leikmönnum þeir Eyjólfur Héðinsson og Ragnar Sig- urðsson eru atvinnumenn í dag og ég er nú á því að Bjarni Þórður Halldórs- son væri það einnig ef ekki væri fyrir þau meiðsli sem hann hefur glímt við undanfarið ár.“ Missti áhugann á meistara- flokksþjálfun en er sáttur í dag Þorlákur dró sig úr meistaraflokks- þjálfun vegna þess að hann missti áhugann á því eins og hann segir sjálf- ur frá. Hann færði sig um set, leitaði aftur til upprunans og fór að þjálfa yngri flokka, nú í Stjörnunni. „Það voru nú margir sem fannst metnaður minn hafa minnkað alls- vakalega með því að fara í Stjörnuna. Mörgum fannst félagið frekar metn- aðarlaust. Stærsta ástæðan fyrir því að ég fór í yngri flokka þjálfunina var einfaldlega strákarnir mínir. Ég hafði kynnst Stjörnunni í gegnum strák- ana mína en þeir spiluðu með Stjörn- unni. Ég sá fram á að geta eytt meiri tíma með þeim á þennan hátt enda bjuggu þeir hjá mér allt síðasta sumar og verða einnig hjá mér í sumar. Ég missti einfaldlega allan áhuga á meistaraflokksþjálfun síðasta árið hjá Fylki. Ég er nú mjög jákvæður maður að eðlisfari og ég held að ég hafi bara fengið nóg af neikvæðninni í kringum starfið. Ég er á réttum stað í dag og það er gríðarlega mikilvægt að maður sé sátt- ur við að þjálfa þann flokk sem maður er með hverju sinni í stað þess að vera alltaf sækjast eftir einhverju öðru. Stjarnan er félag á uppleið og ég er ánægður í vinnunni, það hafa hins vegar verið miklar breytingar á yngri flokka starfinu undanfarið ár vegna mikillar fjölgunar iðkenda og því er starf mitt sem yfirþjálfara mjög breyti- legt frá degi til dags.“ Í dag mun Þorlákur skrifa und- ir nýjan samning við Stjörnuna sem gildir til 2009. Hann segist ánægður með starfið í Garðabæ enda sé margt gott starf í gangi þar á bæ. Á næsta ári munu til dæmis krakkar í tveimur efstu bekkjum grunnskólans geta æft knattspyrnu undir leiðsögn þjálfara inni í stundartöflu. „Það kom ekkert til annað til greina en að bæta við þá vinnu sem við höf- um lagt í starfið undanfarið eitt og hálft ár. Ástæðan fyrir því að við kláruðum samning þetta snemma er að barna- og unglingaráð er að taka yfir rekstur 2. flokks einnig frá og með haustinu. Þetta hefur í för með sér ýmsar skipulagsbreytingar sem við þurfum að byrja að undirbúa. Einnig munum við vera með valáfanga í samvinnu við Garðaskóla þar sem krakkar í 9. og 10. bekk geta stundað knattspyrnu inni í stundatöflu undir leiðsögn þjálfara Stjörnunnar. Starfið er alltaf að verða betra og betra hjá okkur enda höfum við hæfa þjálfara og svo höfum við Maríu Grétarsdóttur sem formann barna- og unglingaráðs en hún hefur unnið frábært starf á undanförnum árum hjá Stjörnunni. Einnig erum við að fá fleira gott fólk til starfa í ráðið enda er umfang þess að aukast. Við erum alltaf að reyna að gera betur og vonandi skilar það sér á næstu árum.“ Þorlákur segir að þegar samning- ur hans við Stjörnuna rennur út ætli hann að skoða sín mál, stefnan hjá honum hefur alltaf að komast að hjá liði erlendis. „Þegar samningnum við Stjörnuna lýkur þá er ég búinn að starfa hjá félag- inu í 4 ár, þá tekur maður bara stöð- una og skoðar framhaldið. Það hef- ur nú alltaf staðið til að fara erlendis að þjálfa en svo gæti ég allt eins verið lengur hjá Stjörnunni. Annars er lífið ekki einungis fót- bolti. Ég er að skrifa barnabók sem kemur út í haust og svo væri ég alveg til í að fjölga mannkyninu á næstu árum. Það er reyndar háð samþykki annarra,“ segir Þorlákur og brosir Stjórnaði æfingum hjá Chelsea Þorlákur dvaldi fyrir skemmstu hjá stórliði Chelsea þar sem hann stjórn- aði tveimur æfingum hjá unglinga- deild félagsins. „Arnór Guðjohnsen hefur haft milligöngu um að ég hafi kynnt mér þjálfun hjá liðinu. Í síðustu viku fór síðan einn leikmaður 3. flokks karla og æfði hjá Chelsea. Ég hef reynt að fara á ári hverju til að kynna mér þjálfun er- lendis og hef orðið góð tengsl við tvo þjálfara hjá Chelsea. Ég er nú að von- ast til að þeir komi til Íslands í sumar. Annars var ferðin til Chelsea frábær enda fékk ég allan aðgang að upplýs- ingum um yngri flokka starfið og þjálf- aði meira að segja á tveimur æfingum. Það er ótrúlegt hvað þarf að hyggja að mörgu hjá svona stóru félagi og það er ekki allt betra hjá atvinnumannalið- um erlendis. Eitt sem fólk áttar sig ekki á eru fjarlægðirnar, það tekur suma drengi marga klukkutíma að koma sér til og frá æfingum. En aðstaðan er að sjálfsögðu miklu betri og sama á við um veðrið,“ sagði Þorlákur að lokum. benni@dv.is LEITAÐI AFTUR TIL UPPRUNANS Sigursæll Þorlákur Árnason hefur notið mikillar velgengni sem þjálfari yngri flokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.