Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 39
uður er miðbæjarbarn
og segist hafa meiri
unun af húsum og
marglitum þökum
þeirra en fallegri
fjallasýn.
„Þegar annað
fólk bendir á
fallega fjallasýn
bendi ég á húsin. Ég segi oft: „Sjáðu
fallegu blokkina þarna.“ Ég elska
stórar blokkarbyggingar, sérstaklega
ef þær eru grænar.“
Þetta sjónarhorn er líklega dæmi-
gert fyrir Auði sem er ekki þekkt fyr-
ir að sitja á skoðunum sínum og er
óhrædd við að tjá sig. Það hefur ekk-
ert breyst með árunum. Nú er hún
orðin sjötug, komin á aldurinn þeg-
ar fólk er skikkað til þess að setjast í
helgan stein.
„Mér finnst alveg prýðilegt að
vera orðin sjötug og mér finnst fá-
ránlegt að leggja fólk á mínum aldri
til hliðar. Sjálf hugsa ég svo sem ekk-
ert um það að eldast en auðvitað eld-
ist ég eins og allt annað fólk. En ég tel
skynsamlegt að við sem gegnum op-
inberum störfum hættum á þessum
aldri. Einhvern tímann þurfum við
öll að hætta að vinna og mér finnst
það bara gera efri árin meira þokka-
full. Okkur bíður nýtt líf, við fáum
tækifæri til þess að finna okkur aðr-
ar brautir og við getum haft það enn
skemmtilegra en fyrr. Sjálf ætla ég að
halda áfram að vinna við Kvenna-
kirkjuna sem sjálfboðaliði, eins og
við allar sem störfum við Kvenna-
kirkjuna. Við þurfum bara að endur-
skipuleggja starfið að einhverju leyti.
Þegar ég var stelpa gerði ég mér ekki
grein fyrir því hvort fólk væri sjötugt,
fimmtugt eða hundrað ára. Líklega
hefur mér fundist margt fólk á besta
aldri vera æði gamalt þegar ég lít til
baka. En aðallega fannst mér það
flott fólk.“
Auður er vinamörg kona og er
þekkt fyrir að rækta vináttuna. Hún
er til dæmis ennþá í saumaklúbbi
sem hún stofnaði ásamt skólasystr-
um sínum í Verzlunarskólanum fyr-
ir fimmtíu árum. Hún þvertekur fyrir
það að vináttan sé á undanhaldi.
„Ég held að fólk rækti vináttuna,
svona almennt séð. Fólk hittist og
borðar saman, heimsækir hvert ann-
að og ferðast til útlanda til þess að
hitta vini sína. Ég held að fólk sjái
að vináttan er eitt það dýrmætasta
sem við eigum. Ég held að vináttan
haldist þótt nú sé talað mikið um
firringu og tímaleysi. Ég held að við
tölum of mikið um þessa firringu og
þennan hraða. Sjálfsagt lifum við of
hratt. En ef við komum auga á það
þá er trúlegt að við gerum eitthvað
til þess að breyta því. Þetta er samt
eitthvað í sambandi við atvinnulífið.
Fólk segir að það verði bara að vinna
svona mikið því annars missi það af
lestinni. Atvinnulífið þarf að breyta
þessu því við getum það ekki sem
einstaklingar. Við verðum öll að sjá
fyrir okkur.“
Konur og kirkjan
Við höldum áfram að tala um
tíma, eða réttara sagt skort á honum
og ég spyr Auði hvort hún telji að trú-
in verði útundan í hraða nútímans?
Hvort hún telji að fólk trúi minna en
áður á Guð og meira á eignir og pen-
inga. Auður vill ekki meina að svo
sé.
„Ég held að það hafi ekkert með
tíma að gera hvort við ræktum trú
okkar eða ekki. Ég held að það sé
frekar að þetta sé í rauninni spurning
um það hvort að við komum auga á
það í kristnum löndum þar sem önn-
ur trúarbrögð flæða inn til okkar að
hin kristna trú er það aldýrmætasta
sem við eigum. Ég held að þau okkar
sem komi auga á það ræki trú sína.
Allir biðja til Guðs þegar þeir lenda
í hremmingum og það sýnir að trúin
býr í hjarta okkar.“
Auður lagði grunninn fyrir konur
í prestastétt og hún er fyrsta konan
sem vígðist til prestsstarfa eftir nám
í Háskóla Íslands. Hún segir að það
hafi aldrei komið til greina að hún
sneri sér að einhverju öðru og segist
aldrei hafa séð eftir því að hafa ekki
valið aðra leið. Nú eru breyttir tímar
og konur streyma í guðfræðina. Ég
spyr Auði hvort það breyti ekki þeirri
ímynd sem við höfum flest að kirkjan
sé mikið karlaveldi.
„Ég hugsa að konur velji guðfræð-
ina vegna þess að þær sjá þá heillandi
möguleika sem námið býður upp
á. Ég hef þá trú að það sé ekki leng-
ur erfitt að vera kona innan presta-
stéttarinnar. En staðreyndin er samt
sú að við konurnar höfum ekki sömu
möguleika og karlar þegar á reyn-
ir. Látum það vera að ég hafi mætt
tómlæti þegar ég bauð mig fram til
að vera biskup en þegar Dalla dóttir
mín bauð sig seinna fram til að vera
vígslubiskup þá gerði ég mér fulla
grein fyrir því hvað kirkjan er í raun-
inni mikið karlaveldi. Karlmenn inn-
an stéttarinnar spyrja oft af hverju
við höfum kvennakirkju og hvort
það væri þá ekki rétt að þeir karl-
arnir stofnuðu karlakirkju. Ég svara
þeirri spurningu á þennan hátt: Þú
þarft þess ekki vinur, þú ert nú þegar
í karlakirkju.“
Málefni samkynhneigðra
Auður Eir er nýkomin af presta-
stefnu á Húsavík þar sem hún var
ein þeirra rúmlega fjörutíu presta
og guðfræðinga sem báru fram til-
lögu um að prestum yrði heimilað að
annast hjónavígslu samkynhneigðra.
Tillagan var felld með 64 aktvæðum
gegn 22. Afstaðan er því mjög afger-
andi, sérstaklega þegar haft er í huga
að réttindi samkynhneigðra jukust
með lögum ríkisstjórnarinnar um að
kirkjan gengi skrefið til fulls.
„Við bárum fram þessa tillögu
vegna þess að við teljum að það sé
kirkjunni sem stofnun, og öllum
þeim sem starfa innan kirkjunnar,
fyrir bestu að stíga þetta skref. Það
verður stigið fyrr eða síðar. Við höf-
um haft góðan aðdraganda og rætt
þessi mál. Kirkjan hefur staðið vel að
umræðunni og við vildum leggja til-
löguna fram núna. Á prestastefnunni
fóru fram góðar umræður, heiðarleg-
ar, skarpar og skynsamlegar umræð-
ur sem við megum vera ánægð með.
Þetta var engin þvæla og klofningur
heldur bara umræður.“
Auður segist hafa trú á því að það
líði ekki langur tími þar til samkyn-
hneigðir búi við sömu réttindi og
gagnkynhneigðir.
„Ég gæti trúað því að það tæki
svona tvö til þrjú ár en ég gæti líka
trúað því að það taki hundrað ár,“
segir Auður og hlær. Svo verður hún
aftur alvarleg og segist halda að búið
verði að setja ný lög innan næstu tíu
ára.
Aðspurð hvort hún hafi það á til-
finningunni að einhvers konar múg-
æsing sé í gangi, að fólk flykkist til
þess að segja sig úr Þjóðkirkjunni og
nútímafólk afneiti kirkju sem leyfi
ekki öllum að hafa sama aðgang að
Guði segir Auður að reyndin sé sú að
við höfum öll sama aðgang að Guði.
Hún trúi því vissulega að þannig
horfi málið við Guði. Ég held að ungt
samkynhneigt fólk hafi það frekar á
tilfinningunni að prestarnir séu að
svíkja það. En viðhorfin hafa vissu-
lega breyst og það líka innan presta-
stéttarinnar. Það sýnir það að við
þurfum að ræða málin og það höfum
við svo sannarlega gert innan kirkj-
unnar, bæði í prestastéttinni og inni
í söfnuðunum, eins og kirkjustjórnin
lagði til að við gerðum.“
Besti vinur Laugavegarins
Auður er lífsglöð kona. Hún er
hláturmild og skrifstofan hennar lýs-
ir afslappaðri konu. Á fundarborðinu
úir öllu saman; litum og litabókum,
hnetum, póstkortum og pappírum.
„Ég þakka Guði fyrir lífsgleðina.
Það sem mér finnst skemmtilegast
að gera er eiginlega það að gera ekki
neitt sérstakt. Bara að vakna og vera
til og labba niður Laugaveginn. Það
er mér ævinlega mikið gleðiefni. Ég
hef líka afskaplega gaman af því að
vinna og hef alltaf unnið mikið. Mér
finnst yndislegt að vera með fólki
og starf mitt býður upp á það. Svo
hlakka ég alltaf til að borða kvöld-
matinn heima með Þórði manninum
mínum. Nú þegar ég er orðin sjötug
hef ég tíma til þess að lesa frönsku
kokkabækurnar mínar og ætla að
taka oftar fram sparistellið og spari-
dúkana sem maður gerir sjaldan því
það er svo tímafrekt að strauja þá. Nú
ætla ég að strauja og strauja. Þegar
ég strauja tek ég fram sálmaplöturn-
ar mínar til þess að efla trú mína. Því
meira sem ég strauja því meira eflist
trúin,“ segir Auður og skellihlær.
Talið berst aftur að Laugavegin-
um. „Tölum um Laugaveginn,“ segir
Auður og brosir breitt. „Það er mitt
eilífa áhugamál. Ég elska þennan
Laugaveg og tel að hann sé ein af hin-
um dýrmætu eigum okkar. Það hefur
góð áhrif á hjartað að ganga Lauga-
veginn. Þess vegna held ég að við
eigum að byggja hann upp í sínum
gamla stíl í stað kassanna sem stend-
ur til að byggja. Ég get horfst í augu
við þá staðreynd að þeir verði byggð-
ir vegna þess að ég er þess fullviss að
þeir verða rifnir aftur af þriðju kyn-
slóð og Laugavegurinn aftur byggður
upp í gamla, lágvaxna stílnum. Ég lít
svo á að það eigi að styðja við bakið
á miðbænum og Grjótaþorpinu. Ég
er viss um að sá tími komi áður en
langt um líður að litlu matvörubúð-
irnar spretti aftur upp á hornunum.
Það má segja að það sé bara hluti
af heilbrigðiskerfinu því okkur líður
betur þegar við erum í nánum sam-
skiptum við annað fólk. Annars er ég
á því að það eigi ekki að þétta byggð-
ina í borginni. Það á að lofa henni að
breiða úr sér og byggja hana í þorp-
um. Innan hvers þorps yrði allt það
sem krakkarnir þurfa á að halda;
skólinn, íþróttirnar, kirkjan og skát-
arnir. Það myndi auðvelda samskipti
krakkanna og pabbar og mömmur
þyrftu ekki að þeytast um allan bæ
til þess að keyra þá. Foreldrarnir geta
svo unnið í hvaða þorpum sem er.“
Unga fólkið og framtíðin
Auður hefur áhyggjur af auknum
afbrotum ungs fólks og segir að nú
verði að taka í taumana.
„Margt ungt fólk er yndislegt en
svo heyrum við þessar skelfilegu
sögur um ungt fólk sem ræðst á ann-
að ungt fólk. Þetta er skelfilegt og nú
verður að taka í taumana. Nú hef-
ur aldrei verið beinlínis vinsælt að
taka í taumana og til þess þarf mik-
inn kjark. En það verður að hjálpa
þessu unga fólki að átta sig á því
hvað í ósköpunum knýr það til að
fremja þessi hryllilegu verk. Líklega
tengist þetta líka því sem ég sagði
áðan, atvinnulífinu, afkomu okk-
ar og röngum áherslum. En hver er
þess tilkominn að segja mér og þér
að við höfum rangar áherslur? En
við verðum að breyta vinnumynstr-
inu og þeim sem stjórna vinnunni
okkar. Þetta er líka spurning um að
breyta hugsunarhættinum. Ég hef
trú á því að ef við gáum vel þá kom-
um við auga á að líf okkar flestra er á
einhvern hátt yndislegt og við ættum
að hvetja hvert annað til þess að sjá
það. Það er það sem kristin trú hvet-
ur okkur til að gera.
Regnið bylur á marglitu þökun-
um fyrir utan gluggann hennar Auð-
ar þegar við kveðjumst. Ég spyr hana
hvort hún vilji segja eitthvað að lok-
um og hún svarar að bragði:
„Lokaorðin eru þau sem við segj-
um alltaf í Kvennakirkjunni: Njóttu
lífsins og gleðstu í lífinu og notaðu
lífið því þú ert yndisleg manneskja
og vinkona Guðs. Er þetta ekki fal-
legt?!“
thorunn@dv.is
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 39
Auður Eir Vilhjálmsdóttir Kom aldrei annað til greina en að verða prestur.Elskar