Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 40
föstudagur 4. maí 200740 Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Reykjavík fyrr og nú: Klukka,bylting, Húsið sem nánast gjöreyðilagð- ist í eldsvoðanum á síðasta vetrar- dag, Austurstræti 22, er með elstu og sögufrægustu húsum Reykjavíkur. Það var reist 1801, og er því eitt ör- fárra húsa í Reykjavík sem eru eldri en tvö hundruð ára. Það er elsta hús- ið sem stendur við Austurstræti og raunar fyrsta húsið sem reist var við þá götu, en þegar húsið var reist voru aðeins tvær húsagötur í Reykjavík, Aðalstræti og Hafnarstræti. Einn æðsti embættismaður lands- ins lét reisa þetta hús, Ísleifur Einars- son, dómari við Landsyfirréttinn, og fékk fyrir vikið 250 ríkisdala verð- laun úr Konungssjóði. Hann þótti gegn embættismaður þótt hans sé ekki síður getið í seinni tíð af öðrum ástæðum: Hann keypti klukku. Klukkan Klukka þessi er vönduð stand- klukka, smíðuð af þekktum skosk- um klukkusmið, James Cowan Edin- burgh sem lést 1749. Hún hefur því verið að minnsta kosti um sextugt þegar hún kom hingað til lands. Ís- leifur fékk klukkuna á ensku kaup- fari á stríðsárum Napóleóns keisara, ef ekki í miðri stjórnarbyltingu Jör- undar hundadagakonungs. Á þeim árum hertóku Englendingar dönsk kaupskip en sigldu sjálfir hingað til lands og seldu hér ýmsan varning á hagstæðum kjörum fyrir landann. Ísleifur hefur því kært sig kollóttan um utanríkispólitík og valdarán þeg- ar hann festi kaup á klukkunni. Sagnfræðingur verður sýslumaður Ísleifur flutti að Brekku á Álfta- nesi 1805 þar sem klukkan var mik- ið stofustáss. Að Ísleifi gengnum fékk dóttir hans klukkuna, Jórunn, fyrri kona Páls Melsted sagnfræðings, þess er skrifaði Veraldarsöguna. Þau bjuggu að Brekku til 1844 er bærinn brann. Þá fluttu þau til Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar var sagnfræð- ingurinn gerður að sýslumanni úti á landi. Þótti þá einsýnt að svaðilfarir um þeirra tíma vegleysur voru fyrir neðan virðingu slíkrar klukku. Jór- unn gaf því frænku sinni klukkuna, Þórdísi Eyjólfsdóttur sem var dóttur- dóttir Guðnýjar Einarsdóttur, systur Ísleifs. Járnsmiður verður læknir Þórdís var gift Skafta Skaftasyni í Skaftabæ, en sá bær stóð við sunnan- vert Bankastræti, milli Ingólfsstrætis og Skólavörðustígs. Skafti var járn- smiður að mennt en læknir að starfa. Hann þótti einstaklega nærgætinn og laginn við sjúklinga, starfrækti spítala á heimili sínu og fékk fyrir vikið opinberan titil: „aðstoðarmað- ur landlæknis“. Þegar Þórdís lést, 1864, kom til skjalanna enn ein frænkan, Guðrún Klængsdóttir, frá Kirkjuferju í Ölfusi, sonardóttir Guðnýjar Einarsdóttur og þær Þórdís því systkinabörn. Útvegsbóndi verður félagsmálafulltrúi Guðrún var ráðskona og yfirhjúkr- unarkona í kotinu hjá Skafta þar til hann lést 1870. Þá flutti hún til unnusta síns, Magnúsar Einarssonar útvegs- og garðyrkjubónda í Melkoti, og hafði með sér nokkra eftirlegusjúklinga úr Skaftabæ og klukkuna góðu. Melkot stóð á bak við Ráðherrabústaðinn, efst uppi við Suðurgötu. Þar var rekin ein- hvers konar félagsmálamiðstöð þeirra tíma og kotið ætíð opið fyrir lítilmagna og aðra þurfalinga sem ekki áttu í önn- ur hús að venda. Systir Guðrúnar var Guðný Klængsdóttir sem bjó á Kirkjuferju. Maður hennar drukknaði 1884 en auk þess missti hún börn sín öll nema eina dóttur, Sigríði. Þær mæðgur brugðu því búi, fluttu til Reykjavíkur og fengu inni í Melkoti. Sigríður óx þar úr grasi en giftist síðan Guðjóni Helgasyni vegaverkstjóra. Þau keyptu bæ og lóð við Laugaveg, hófu þar búskap, höfðu Guðnýju hjá sér, og þar fæddist sonur þeirra, Halldór, árið 1902. Guðjón og Sigríður hófu síðan bú- skap á Laxnesi í Mosfellsdal 1905, og tíu árum síðar kom Magnús í Melkoti til þeirra og átti þar sín síðustu æviár. Hann hafði klukku meðferðis. Sigríður gaf svo syni sínum klukk- una, Halldóri Laxness, árið 1940, er hann flutti að Vesturgötu 28. Aftur fór klukkan í Mosfellsdalinn er Halldór flutti að Gljúfrasteini, og þar er klukk- an nú, líklega sögufrægasti gripurinn í Húsi skáldsins. Klukkuskáldið Við þetta er því einu að bæta að þessi ættarklukka hefur haft umtals- verð áhrif á skrif skáldsins. Fyrstu op- inberu skrif Halldórs í Morgunblað- ið eru einmitt um þessa klukku og birtust í blaðinu 1915 er Halldór var þrettán ára. Hann hefur sjálfur gert grein fyrir sögu klukkunnar á sinn óborganlega hátt í Sjömeistarasög- unni, og loks má geta þess að saga klukkunnar og ýmissa þeirra sem hana handléku, hefur klárlega verið helsti hvatinn að einhverri skemmti- legustu skáldsögu Halldórs, Brekku- kotsannál. Þar fær klukkan sinn sess og þó nafninu Melkoti sé að vísu breytt í Brekkukot, vísar það til Ísleifs og Brekku á Álftanesi. Byltingin... En aftur að Austurstræti 22. Ísleif- ur seldi húsið Trampe greifa, hinum eldri, árið 1805. Hann var þá æðsti embættismaður landsins, stiftamt- maður. Við það hækkaði húsið í tign, varð stiftamtmannsbústaður og var endurbætt á ýmsan hátt, að utan sem innan. Næst ber að geta þess að hús- ið spilaði stóra rullu í einu íslensku stjórnarbyltingunni og eina valdarán- inu sem framið hefur verið hér á landi. Þann 25 júní 1809, marseraði danski ævintýramaðurinn Jørgen Jørgensen að húsi stiftamtmanns, ásamt flokki enskra skipverja, handtók þar Trampe greifa og færði hann í varðhald um borð í enskt skip en settist sjálfur að í húsinu. Daginn eftir birti Jörundur 11 greina yfirlýsingu sem hefst á setning- unni: ,,Allur danskur myndugleiki er upphafinn á Íslandi.’’ Jörundur lofaði ýmsum róttækum stjórnarumbótum, svo sem stofnun fulltrúarþings sem færi með löggjaf- ar- og dómsmál, almennum kosn- ingarétti sem ekki yrði bundinn við eignir eða aðrar mannvirðingar (sem var ótrúleg róttækni á þeim tíma) sér- stökum þjóðfána, uppgjöf skulda við Danakonung og kaupmenn, versl- unarfrelsi, verðlækkun á innflutum nauðsynjavörum, skattlækkun og framförum í skóla- og heilbrigðismál- um. Hann bauð embættismönnum að halda stöðum sínum og reyndi að vingast við þá, kom sér upp lífvarða- sveit sem einkum var mönnuð flæk- ingjum og tugthúslimum og lét hlaða virki fyrir neðan Arnarhólinn, Batt- eríið, og flytja þangað fallstykki frá Skanskinum á Bessastöðum. ...brotin á bak aftur Íslenskir embættismenn trúðu því að hér væri um að ræða alvöru byltingu að undirlagi Englendinga sem voru allsráðandi um siglingar til landsins. En um miðjan ágúst kom til Reykjavíkur enskt herskip. Skip- herra þess Alexander Jones var ekki skemmt yfir framtaki Jörundar, taldi hann hafa rofið verslunarsamninga Breta og Dana og framið lögleysu (sem byltingar alltaf eru ef þær mis- takast). Með samningum við íslenska höfðingja, Magnús og Stefán Step- hensen, þann 22. ágúst, vék hann Jörundi frá völdum, ógilti stjórnará- kvarðanir hans og kom á fyrri skipan. Þeir bræður, Magnús og Stefán tóku við yfirstjórn landins eftir að Tramp greifi, sem var nóg boðið, hafði neit- að því. Hundadagastjórn Jörundar var lokið. Þessi alþýðuhetja hélt síðan til Englands þar sem hann var fang- elsaður en síðan dæmdur í útlegð til Ástralíu þar sem hann lést 1841. Dómhús, ráðhús og háskóli Næsti stiftamtmaður, Casten- skjold, bjó einnig í húsinu í Austur- stræti. Moltke greifi varð svo stift- amtmaður 1819 en hann flutti stiftamtmannsíbúðina í tukthús- ið sem nú er Stjórnarráðið. Ári síðar flutti Landsyfirréttur í húsið í Aust- urstrætinu. Var dómstofa réttarins í vesturenda hússsins en í austurend- anum var bæjarþingsstofa. Húsið var því um langt árabil dómhús og ráðhús Reykjavíkur, eða til 1871, er Hegning- arhúsið við Skólavörðustíg var tek- ið í notkun sem dómhús, ráðhús og hegningarhús. Frá 1871 var svo Prestaskólinn í húsinu með kennslustofur á neðri hæðinni en íbúð umsjónarmannsins á efri hæðinni. Prestaskólinn varð svo að deild í Háskóla Íslands þegar hann var stofnaður 1911 í Alþingishúsinu. Verslun Haraldar Árnasonar Árið 1915 keypti Haraldur Árna- son húsið Austurstræti 22. Hann breytti húsinu töluvert, setti stóra búðarglugga á framhliðina og lengdi neðri hæðina. Þarna starfrækti hann svo frægustu og glæsilegustu vefn- aðarvöruverslun landsins um langt árabil. Þá opnaði Guðlaugur Berg- mann eina af verslunum Karnabæjar í húsinu 1973. Á síðustu árum hefur Austurstræti 22 verið skemmtistaður og varð þá hætt við að ýmsum þætti nú Snorra- búð stekkur. Þess ber þó að geta að áður hefur verið stiginn dans í þessu veraldarvana húsi. Um miðja 19. öld- ina bjó í húsinu danskur maður, H. Hendrichsen, sem var lögregluþjónn bæjarins. Honum þótti daufleg vist- in í Reykjavík og tók því uppá því að halda svokölluð píuböll í dómsaln- um þar sem hann sjálfur spilaði fyrir dansi á flautu og yfirleitt vel við skál. Þetta athæfi hans var talin meginá- stæða þess að hann var látinn hætta störfum 1855. Svona hafa gömul hús frá ýmsu að segja ef við leggjum við hlustir. Ættfræði DV Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk� dv.is búð og hús Gamla Reykjavík Hér sést grindin af húsinu að austurstræti 22 en það var byggt árið 1801. Austurstræti 22 sennilega 17. júní 1954, 10 ára afmæli Lýðveldis íslands. Haraldarbúð, austurstræti 22 og inngangur að Nýja Bíó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.