Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 41
Starfsferill Þórunn fæddist í Reykjavík 29.9. 1944. Hún lauk prófi frá Leiklistarskóla LR 1967 og var í framhaldsnámi í leik- list í Stokkhólmi 1970-1971. Þórunn var blaðamaður á Vísi 1967-74, á Þjóðviljanum 1974-86 og ritstjóri sunnudagsblaðs þar um tíma og fararstjóri á Spáni 1987-89. Þórunn var leikari hjá LR og Þjóð- leikhúsinu 1967-82, kenndi leiklist í Leiklistarskóla Íslands, Fósturskólan- um og KHÍ og hefur verið leikstjóri hjá LR, LA, Leiklistarskóla Íslands, RÚV, Þjóðleikhúsinu, áhugafélögum og er- lendis. Hún hefur samið átta leikrit sem sýnd hafa verið hjá LR, Þjóðleik- húsinu og víðar eða flutt í útvarp. Hún var verkefnisstjóri hjá Barnaheillum 1996, stjórnandi Reykjavíkur – menn- ingarborgar Evrópu 2000 á árunum 1998-2000, og hefur verið listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík frá 2000. Þórunn sat í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi 1979-82, í þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur 1978-83, í ritnefnd 19. júní 1979-80, var fulltrúi Íslands í Norræna leikstjóraráðinu 1991-94, sat í stjórn Listahátíðar í Reykjavík 1994–2000, ýmist sem formaður eða varaformað- ur, sat í ritnefnd Nordic Theatre Review 1990–95, var formaður Barnamenn- ingarnefndar menntamálaráðuneytis- ins, sat í stjórn Menningarborgarsjóðs og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi. Þá situr hún í stjórn UNICEF og í stjórn Velgerðarsjóðs Ólafs og Ingibjargar sem stofnaður var um síðustu áramót. Fjölskylda Þórunn giftist 11.8. 1972 Stefáni Baldurssyni, f. 18.6. 1944, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóra og núverandi óp- erustjóra Íslensku óperunnar. For- eldrar Stefáns: Baldur Stefánsson, f. 22.8. 1920, nú látinn, verkstjóri hjá ÁTVR, og kona hans, Margrét Sigur- lína Stefánsdóttir, f. 18.8. 1917, hús- móðir. Börn Þórunnar og Stefáns eru Baldur, f. 2.4. 1971, sérfræðingur hjá Landsbanka Íslands, kvæntur Þóru Björk Ólafsdóttur háskólanema og eru synir þeirra Stefán Logi og Kol- beinn Óli; Unnur Ösp, f. 6.4. 1976, leikkona og leikstjóri en sambýlis- maður hennar er Björn Thors leikari. Systkini Þórunnar eru Kolbeinn, f. 11.8. 1943, flugstjóri í Lúxemborg; Jón, f. 23.8. 1946, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins; Guðbjartur, f. 7.12. 1949, prentfræðingur í Reykjavík; Guðrún Sigríður, f. 23.9. 1956, fram- kvæmdastjóri Íslandtours í Lecco á Ít- alíu; Katrín, f. 28.2. 1967, myndlistar- maður í New York. Foreldrar Þórunnar: Sigurður Óla- son, f. 19.1. 1907, d. 18.1. 1988, hrl., og k.h., Unnur Kolbeinsdóttir, f. 27.7. 1922, kennari og bókasafnsfræðingur. Ætt Meðal föðursystkina Þórunnar: Ágúst, afi Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra; Tómas verslunar- maður, afi Sturlu Tómasar Gunnars- sonar, kvikmyndaleikstjóra í Kanada; Kristín kennari, amma Sjafnar Ing- ólfsdóttur, formanns Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar; Unnur frá Gröf, móðir Halldórs, Hauks og Hilmars sem hafa starfrækt Sérleyfis- og hópferðabíla Helga Péturssonar. Sigurður var sonur Óla, oddvita á Stakkhamri, bróður Jóns, bónda í Borgarholti, Jónssonar, bónda í Borgarholti, Jónssonar, bróður Krist- ínar, langömmu Ólafs Thors forsæt- isráðherra. Önnur systir Jóns var Kristín, langamma Ingunnar, móður Sturlaugs H. Böðvarssonar á Akra- nesi. Móðir Sigurðar var Þórunn Sigurðardóttir, bónda á Skeggstöð- um Sigurðssonar, og Margrétar Þor- steinsdóttur, bónda á Æsustöðum Ólafssonar, bróður Guðmundar, afa Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara og langafa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Unnur er dóttir Kolbeins, skálds í Kollafirði Högnasonar, trésmiðs í Reykjavík, bróður Ólafs, afa listmál- aranna Steingríms og Örlygs Sigurðs- sona. Högni var sonur Finns, bónda á Meðalfelli í Kjós Einarssonar, prests á Reynivöllum, bróður Björns, langafa Baldvins, föður Björns Th. Björns- sonar listfræðings. Einar var sonur Páls, prests á Þingvöllum Þorláks- sonar, bróður Jóns prests og skálds á Bægisá. Móðir Högna var Kristín, systir Hans, afa Þorsteins Ö., leiklist- arstjóra RÚV. Kristín var dóttir Stef- áns Stephensens, prests á Reynivöll- um Stefánssonar. Móðir Kristínar var Guðrún, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar, fyrrverandi forseta. Guðrún var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds í Holti Böðvarssonar. Móðir Kolbeins var Katrín, systir Guðmundar, afa Hans G. Andersens sendiherra. Katr- ín var dóttir Kolbeins, bónda í Kolla- firði Eyjólfssonar. Móðir Unnar var Guðrún, kenn- ari við Miðbæjarskólann Jóhanns- dóttir, b. í Krókshúsum og á Hnjóti Jónssonar, vinnumanns í Tungu í Ör- lygshöfn Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín Jónsdóttir, b. í Hænuvík Bjarnasonar. DV Ættfræði föstudagur 4. maí 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Þórunn Sigurðardóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík Magnús Torfi Ólafsson f. 5. maí 1923, d. 3. nóvember 1998 Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra fæddist á Lambavatni á Rauðasandi. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1944 og hugði á nám í læknis- fræði en ílengdist í blaðamennsku fyr- ir Þjóðviljann. Þar hóf hann störf 1945, var lengst af fréttastjóri erlendra frétta og ritstjóri blaðsins 1959-1962. Þá var hann deildarstjóri erlendrar deildar Máls og menningar 1963-71. Magnús Torfi var vinstrisinnaður en ósáttur við hvort tveggja, kommak- reddur í Alþýðubandalaginu og tólf ára viðreisnarsamstarf Alþýðuflokks- ins við Sjálfstæðisflokkinn. Hann gekk því til liðs við Hannibalsista og aðra frjálslynda jafnaðarmenn sem stofn- uðu Samtök frjálslyndra og vinstri- manna. Varð hann strax í upphafi einn af forystumönnum samtakanna og ekki dró úr áhrifum hans er Hanni- bal Valdimarsson hætti skyndilega við framboð í Reykjavík og fór þess í stað fram á Vestfjörðum. Magnús Torfi varð þá efstur á lista Samtakanna í Reykja- vík. Í kosningunum 1971 voru það fyrst og síðast Samtök frjálslyndra og vinstrimanna sem felldu Viðreisnar- stjórnina. Magnús Torfi var alþingismaður 1971-1978, menntamálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974, er grunnskólalögin tóku gildi, og samgönguráðherra 1974 er hringvegurinn var opnaður. Hann var alla tíð heill í stuðningi sínum við vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar og lenti því í andstöðu við Hannibal og Björn Jónsson sem studdu og mynd- uðu þá stjórn með hangandi hendi en vildu frekar mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokki. Er Magnús Torfi hætti á Alþingi varð hann blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar og gegndi því starfi til 1989. Magnús Torfi var vandvirkur blaðamaður, sjálfstæður í skoðun- um og fróður um margvísleg mál- efni, ekki síst á sviði bókmennta og alþjóðastjórnmála. Hann skrifaði dagblaðsgreinar um alþjóðastjórn- mál og erlend málefni í tæp fjöru- tíu ár, í Þjóðviljann, Helgarblaðið og loks DV um árabil. Þessar grein- ar báru af sambærilegum skrifum vegna yfirgripsmikillar þekkingar hans. Magnús Torfi var vel liðinn og naut almennrar virðingar. Hann gaf af sér góðan þokka enda grandvar maður, hægur og háttvís, þótt undir niðri væri hann skapheitur og fastur fyrir. MeRKIR ÍsleNdINgAR: Þórunn Sigurðardóttir, leik- stjóri og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, hef- ur haft í mörg horn að líta að undanförnu enda styttist óðum í Listahátíð í Reykjavík sem haldin verður dagana 10. til 26. maí. Sjónvarpsþáttur um alla viðburði hátíðarinnar, þrjátíu talsins, sem var á dagskrá Sjón- varpsins, sunnudagskvöldið 29. apríl verður endursýnd- ur að morgni sunnudagsins 6. maí kl. 10.45. Þátturinn er einnig aðgengilegur á vef Rík- isútvarpsins, ruv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.