Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 44
Beringer Napa Valley Fumé Blanc 2004 Vín frá Beringer hafa notið mikillar hylli hér á landi um langt árabil en vínhúsið var stofnað 1876 af bræðrunum Jacob og Frederick Beringer. Þeir fluttu frá Mainz í Þýskalandi og fundu í Napa Valley kjöraðstæður til víngerðar. Fumé Blanc er úr þrúgunni Sauvignon blanc. Mikil og góð blómalykt en ananas og suðrænir ávextir í munni, jafnvel hunang. 1490 krónur. FöStudagur 4. Maí 200744 Helgarblað DV Eðalkjúklinga- réttur 4 kjúklingabringur 100 g smjör 1 bolli hvítvín 1 krukka mangó-chutney (græna Sharwoods) 1 msk karrý ferskt kóríander kókosmjöl Skerið bringurnar í tvennt og setjið þær í eldfast mót. Bræðið smjörið í potti, setjið hvítvín og karrý saman við og láta malla í nokkrar mínútur. Hellið þessu svo yfir kjúklinginn og látið í mótið í 180 gráðu heitan ofn í fimmtán mínútur. takið úr ofninum og hrærið mangó-chutneyinu vel saman við sósuna. Setjið aftur í ofninn og bakið í 15 mínútur. takið úr ofninum og dreifið kókósmjöli og kóríander yfir eftir smekk. gott að bera fram með hrísgrjónum, naanbrauði og salati. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Brúðarskál eða fordrykkur Munið að fordrykkurinn gefur tóninn fyrir veisluna og því er mikilvægt að vanda valið þannig að gestir fái góða upplifun strax í byrjun veislunnar. Veljið millisætt eða þurrt freyðivín eða ósvikið kampavín. Fyrir þá sem vilja breyta til frá freyðivínum hefur Mateus rósavín notið nokkurra vinsælda sem fordrykkur og er það þá borið fram í háum freyðivínsglösum og er það þá ekki síst bleiki liturinn sem heillar. Gunnar Karl Gíslason, yfirmatreiðslumaður á Vox Frumskógardjús Frumskógardjús er tilvalið í partíið og er einfaldlega blanda af hverju sem er. Hver gestur kemur með vínflösku að eigin vali. gestgjafinn hefur tilbúna stóra skál með niðurskornum ávöxtum (til dæmis appelsínum, perum, vatnsmelónu og banönum) og ávaxtasafa. gestirnir búa til sitt eigið frumskógardjús. Það er um að gera að leyfa sköpunar- gáfunni að ráða og það er ekki hægt að gefa ákveðna uppskrift að frumskógar- djúsinu. Mörgum finnst gott að nota mikið af ávöxtum, ananas- og appelsínusafa og bæta vodka, rommi eða tequila út í. gætið þess bara að hafa blönduna ekki of sterka og munið að eftir einn ei aki neinn! Turning Leaf Chardonnay 2005 Bræðurnir Ernest og Julio gallo stofnuðu víngerðina E. & J. gallo 1933, tveimur mánuðum eftir að faðir þeirra myrti móður þeirra og framdi svo sjálfsmorð. Julio sá um víngerðina en Ernest um markaðssetninguna. Julio lést 1993 en Ernest fyrr á þessu ári. Fyrirtækið framleiðir milljarð flaskna á ári. Ég sat á dögunum hádegisverð með yfirvíngerðarmanni gallo, Cal dennison, og fyrirlestur og vínsmökkun um kvöldið. Hann segir að í munni og nefi megi helst greina peru og ferskju, en einnig sítrusávexti og smá krydd. Ekki ætla ég að rengja þann ágæta mann, þótt ég þykist að auki greina epli. Ágætis vín sem kostar ekki mikið. 1220 krónur. Montes Alpha Chardonnay 2005 Hinn þekkti víngerðarmaður aurelio Montes stofnaði Montes-víngerðarhúsið með nokkrum öðrum og það er nú eitt þekktasta vínfyrirtæki Chile. aurelio er enn aðalvíngerðarmaður Montes. Montes alpha Chardonnay er frá Casablanca Valley. Smjör og vanilla eru það sem manni dettur fyrst í hug, eins og svo oft með eikuð vín úr Chardonnay-þrúgunni. Einnig má greina epli og perur. traust vín á ágætu verði. 1590 krónur. Ákvörðun Jean-Claude Boisset á dögunum að setja skrúftappa á Búrg-úndarvínið Chambertin 2005 hefur vakið mikla at- hygli. Hann ákvað að hafa aðra hverja flösku af ofurvíninu með skrúftappa, hinn helminginn með hefðbundnum korktappa. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem skrúftappi er settur á franskt grand Cru rauðvín en dæmigerð flaska kostar ekki undir 200 dollurum. Þetta vín er ekki selt á íslandi en 15 þúsund krónur eru rétt rúmlega 200 bandaríkjadalir. Boisset segir að virða eigi hefðir en jafnframt hvetja fólk til nýrrar nálgunar til að tryggja aukin gæði víns. Hann gefur ekkert uppi um hvort eða hve- nær alfarið verður skipt yfir í skrúftappa en á síðustu misserum hef- ur hann fjölgað þeim tegundum sem fá skrúftappa. Þetta er þó engin skyndiákvörðun því framleiðandinn hefur gert samanburðartil- raunir í fjóra áratugi. Ákvörðunin nú var tekin eftir að borin voru saman víntegundir með málmtappa annars vegar en korki hins vegar. Elstu vínin voru Nuits-St. georges Premier Cru frá 1964 og Mercurey frá 1966. í ljós kom að málmurinn hélt ferskleika betur en korkur. En það sem mestu skipti. gæðin reyndust alltaf þau sömu undir málmtappa, en vín með korktappa reyndust afar misjöfn að gæðum. Niðurstaðan var því sú að gæði og stöðug- leiki skiptu meira máli en gaml- ar hefðir. Skrúftappar verða sífellt algengari á gæðavín- um í Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Suður-afr- íku og jafnvel Kaliforníu, en Evr- ópubúar hafa lengst af haldið fast í hefð- ina. Þar til nú hefur til dæmis aðeins sést skrúftappi á grand Cru hvítvínsflöskum. Boisset og félagar segj- ast nú sannfærðir um ágæti skrúftappanna og fullyrða að í framtíðinni verði ofurvín almennt með skrúftappa. Vín- áhugamenn verða hins veg- ar seint sammála um þetta! Pálmi jónasson vínsérfræðingur DV Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Skrúftappi eða korkur? UPPskrift að forrétti fyrir 4 l 450 gr. smálúða, roðlaus og beinlaus l 50 gr. sykur l 50 gr. salt l 200 gr. túnsúra l 2 dl. ólífuolía l 1 stk. fennika l 2 stk. skarlottulaukur l 1 stk. sítrónusafi l ½ búnt ferskt dill l 4 stk. lítil egg l ½ óskorið maltbrauð eða rúgbrauð l Maldon eða annað gott grófmulið salt og nýmulinn pipar smálúðan Blandið saman salti og sykri til helminga. Hyljið smálúðuna alger- lega í böndunni og látið standa í 15 mín. Þá er saltið og sykurinn skol- að af og smálúðan þerruð. Takið túnsúrur og setjið í blandara ásamt kaldri ólífuolíu og blandið uns flau- elsáferð er komin á maukið, smakkið til með salti og pipar. Marínerið því næst smálúðuna í sólarhring og bak- ið svo í ofni við 100°C. Túnsúrugrafin smálúða með fenniku, þurrkuðu malt- brauði, hægsoðinni eggja- rauðu og dillismálúða Túnsúrugrafin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.