Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 56
föstudagur 4. maí 200756 Helgarblað DV
TónlisT
Stórsveitin Hjaltalín heldur tón-
leika í 12 tónum við Skólavörðu-
stíg í dag (föstudag). Hjaltalín hef-
ur vakið mikla athygli undanfarið
og hefur lagið þeirra Goodbye July/
Margt að ugga, fengið væna spilun í
útvarpsstöðvum landsins. „Við höf-
um verið að spila saman í þessari
mynd sem svona fjölmennt band
í rúmt ár en hljómsveitin Hjaltalín
hefur hins vegar verið til síðan árið
2005,“ segir Guðmundur bassaleik-
ari hljómsveitarinnar. Sveitin hefur
haft nóg fyrir stafni upp á síðkastið
en síðastliðið föstudagskvöld spil-
aði Hjaltalín á tvennum tónleik-
um, fyrst sem gestasveit á Plokkað
hringinn tónleikunum á NASA og
seinna um kvöldið á Grand Rokk
ásamt hljómsveitinni Dikta. „Það er
ekkert mál að spila svona á tvenn-
um tónleikum enda var þetta bara
hálftími á hvorum stað svo þetta var
langt frá því að vera óbærilegt, bara
gaman,“ segir Guðmundur. Jafn-
framt segir hann að ekkert sé neglt
niður í sambandi við tónleikahald í
sumar. „Við ætlum allavega að setja
stefnuna á að klára plötuna okkar
í sumar,“ segir hinn hressi söngvari
gleðistórsveitarinnar Hjaltalín að
lokum. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 17 og er frítt inn. krista@dv.is
Besta
indí-lagið
Noel gallagher, söngvari bresku
sveitarinnar Oasis, hefur nú viðurkennt
að hafa samið lagið Live forever sem
mótsvar við þunglyndislegu lagi með
Nirvana. „Þetta var um miðjan tíunda
áratuginn og grunge-rokkið var að
tröllríða öllu. í lagi með Nirvana söng
Kurt Cobain: I hate myself and I want to
die, þá hugsaði ég með mér að ég vildi
ekki senda svona neikvæða tónlist frá
mér og í kjölfarið varð lagið okkar Live
forever til,“ segir söngvarinn en
umtalað Oasis-lag var nýlega kosið
besta indí-lag allra tíma af tónlistar-
tímaritinu Nme.
Tónlistarakademía DV segir:
Hlustaðu á þessa!
favourite Worst Nightmare með arctic monkeys
Yours truly, angry mob með Kaiser Chiefs
robbers & Cowards með the Cold War Kids
Collie Buddz með Collie Buddz
Person Pitch með Panda Bear
Enginn söngur
mike d. meðlimur hljómsveitarinnar
Beastie Boys ræðir um nýjustu plötu
sveitarinnar the mix up í nýlegu viðtali
við Pitchforkmedia. Þar kemur fram að
platan sem kemur út þann tuttugasta
og sjötta júni sé seinni tíma pönkplata
með engum söng og engum
tölvutöktum heldur leiki þeir sjálfir á
hljóðfæri allt efnið á plötunni. mike
segir þó að þrátt fyrir að ekkert sé
sungið á plötunni sé það ekki ætlunin í
framtíðinni, þeir séu nú þegar byrjaðir
að skipuleggja aðra útgáfu af the mix
up þar sem þeir fái til liðs við sig ýmsa
söngvara sem lítið hafi heyrst til áður.
Rappkeppni
ungir og efnilegir rapparar geta átt von
á glæsilegum vinningum og þeim
heiðri að fá að rappa á einu af stóru
sviðunum á Hróarskelduhátíðinni í júlí.
Það eina sem þarf að gera er að mæta í
áheyrnarprufurnar sem fram fara við
hjólabrettasvæðið á Hróarskelduhátíð-
inni á hverju kvöldi í þá fjóra daga sem
upphitun er í gangi áður en aðaldag-
skráin hefst þann fimmta júlí. Á hverju
kvöldi stendur einn uppi sem
sigurvegari og að lokum verða fjórir
rapparar sem stíga á svið og skemmta
gestum hátíðarinnar. Á endanum er
einn krýndur aðalsigurvegari og hlýtur
sá að launum tvo miða á hátíðina á
næsta ári, dýrindis máltíð fyrir tvo og
annan varning.
Hjaltalín í 12 tónum í dag
Hæfileikakeppnin Krúnk fór fram á mánudagskvöldið í Iðnó. Ellefu sveitir kepptu um
plötusamning hjá Cod Music og var það blúsbandið Johnny and The Rest sem bar sigur
úr býtum.
Hæfileikakeppnin Krúnk sem fram fór mánu-
dagskvöldið 30. apríl í Iðnó gekk gríðarlega vel,
að sögn Carmenar Jóhannsdóttur tónleikahald-
ara. Áheyrnarprufurnar gengu vonum framar
og sökum þess hve erfitt var að velja einungis tíu
hljómsveitir sem kæmust alla leið á úrslitakvöld-
ið var einni aukahljómsveit bætt við. Á endanum
voru það því ellefu hljómsveitir sem hófu upp
raust sína í von um vegleg verðlaun. Það var svo
blúsbandið Johnny and The Rest sem bar sigur
úr býtum og hlaut þar af leiðandi plötusamning
hjá Cod Music. Í öðru sæti lenti tónlistarmaður-
inn Jón Tryggvi sem hlaut að launum Logic Pro-
tónlistarforrit frá Apple-umboðinu.
Tóku þátt með stuttum fyrirvara
„Við erum búnir að spila saman í tæp tvö ár,
við þekktumst ekkert í byrjun heldur vorum við
bara nokkrir strákar með sameiginlegan áhuga á
blús sem ákvöddum að stofna band,“ segir Bragi
Jóhannsson, söngvari sveitarinnar. Hann segir
það hafa komið mjög skyndilega upp á að fara í
áheyrnarprufurnar en hann og Hrafnkell Már
voru tveir að glamra eitthvað þegar þeir fengu
símhringingu. „Villi á Dillon hringdi í okkur og
sagði okkur frá áheyrnarprufunum. Trommarinn
okkar var þá með gubbupest og fjórði aðilinn vant
við látinn svo við mættum bara tveir og spiluð-
um smá blús,“ segir söngvarinn og bætir svo við:
„Við gerðum þetta með gamla klisjukennda hug-
arfarinu, að það sé gaman að taka þátt og áttum
alls ekki von á því að sigra.“ Allt efnið frá hljóm-
sveitinni er frumsamið og segir Bragi keppni sem
þessa vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitir að
koma sér á framfæri og verðlaunin í Krúnk hafi
verið mjög vegleg og góð.
Reknir úr skúrnum
Nú æfa strákarnir í Tónlistarþróunarmið-
stöðinni en eins og aðrar almennilegar íslenskar
hljómsveitir byrjuðu þeir sem bílskúrsband. „Það
var reyndar stutt stopp því í húsunum í kring
bjuggu: lögga, prestur og lesbíupar sem ráku okk-
ur fljótlega úr skúrnum,“ segir hann hlæjandi.
Þegar talið berst að plötusamningnum hjá Cod
Music segir Bragi að þeir séu frekar jarðbundnir
og rólegir yfir þessu öllu saman og ekkert sé kom-
ið almennilega á hreint um hvenær platan komi
út. „Það kemur bara allt í ljós, erum að semja
efni núna og sjáum svo til hvenær við ráðumst í
upptökur,“ segir hressi blúsarinn Bragi að lokum.
Áhugasömum er bent á síðuna myspace.com/
johnnyandtherest en þar má heyra nokkur lög frá
þessari stórskemmtilegu hljómsveit.
krista@dv.is
Hjaltalín stórsveit sem kynntist í mH.
Stórsveitin Hjaltalín heldur gleðitónleika klukkan 17 í dag:
„Lögga, prestur
og lesbíupar
ráku okkur úr
skúrnum“Johnny and The Rest Hæfileikaríkt blúsband
af bestu gerð.