Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 58
Spider-Man eða Kóngulóarmaðurinn er ein vinsælasta teiknimynda- og hasar- blaðahetja allra tíma. Spider-Man hefur um árabil verið flaggskip Marvel Comics og hafa vinsældir hans sjaldan verið meiri. En hver er sagan á bak- við Spider-Man og hvaðan kemur hann? Spider-Man eða Peter Benjamin Par- ker eins og hann heitir réttu nafni er skap- aður af þeim Stan Lee og Steve Ditko hjá Marvel Comics. Spider-Man birtist fyrst á prenti í tölublaði 15 af Amazing Fant- asy í ágúst 1962. Spider-Man náði strax gríðarlegum vinsældum og hefur hald- ið þeim við. Með tilkomu kvikmyndanna hafa vinsældirnar aukist verulega og hafa sennilega aldrei verið meiri. Fyrsta unglingshetjan Þegar Spider-Man kom fram á sjónar- sviðið voru unglingsofurhetjur aðeins að- stoðarmenn í teiknimyndasögublöðum og því braut Kóngulóarmaðurinn blað í sögunni. Um þetta leyti höfðu persónurn- ar The Fantastic Four náð miklum vin- sældum og var Marvel í leit að nýjum hetjum. Hugmyndin um að skapa ungl- ingsofurhetju kom upp vegna eftirspurnar á hasarblöðum sem höfðuðu til þess hóps. Á þeim tíma frá því Peter Par- ker varð til hefur hann þróast frá því að vera feiminn fram- haldsskólanemi yfir í að vera háskólanemi í vandræðagangi allt yfir í að vera giftur kennari og meðlimur ofurhetjugengisins The Avengers. Afhverju Spider-Man? Stan Lee höfundur Spider-Man hefur sagt í fjölda viðtala að það sem hafi veitt honum innblásturinn að Spider-Man hafi verið þegar hann sat hugsi og sá flugu skríða upp vegg. Lee sagði svo í ævisögu sinni að hann hefði sagt þá sögu svo oft að hann væri ekki viss lengur hvort hún væri raunveruleg eða ekki. Þá hefur Lee einnig sagt í viðtali að has- arblaðahetjan The Spider sem var vinsæl á árunum 1933 til 1943 hafi veitt innblástur. The Spider var þó ekkert líkur Spider-Man og var algjörlega vægðarlaus ofurhetja sem myrti glæpamenn og brennimerkti þá á enni með kóngulóarmerki. Hugmyndinni stolið? Hasarblaðahöfundurinn og teiknarinn Jack Kirby hélt því þó fram í viðtali árið 1981 að Stan Lee hefði haft minnst með þróun persónu Spider-Man að gera og að hún væri í raun byggð á ofurhetju sem Kirby skapaði ásamt Joe Simon í kringum 1950. Sú ofurhetja hét The Silver Spider og átti að koma út í Black Magic-hasarblað- inu en útgefandinn fór á hausinn. Joe Simon gerði þó lítið úr ummælum Kirby í ævisögu sinni 1990 og segir hann að hugmyndin af The Silver Spider hafi ekki verið kveikja Spider-Man. Heldur hafi Simon notað hugmynd þeirra seinna fyr- ir Archie Comics-ofurhetjun The Fly sem kom fram á sjónarsviðið árið 1959. Hvort sem það var Stan Lee eða Jack Kirby sem átti hugmyndina upprunalega þá unnu þeir í upphafi að gerð Spider- Man. Lee leitaði til Kirby um teikna ofur- hetjuna en líkaði illa við hvernig Kirby út- færði hugmyndir hans. Það var þá sem Lee talaði Steve Ditko sem seinna varð maður- inn sem hannaði hinn sígilda Spider-Man. Vinsældirnar aukast Eftir að Amazing Fantasy-blaðið með Spider-Man kom út náði það gríðarleg- um vinsældum og seldist mjög vel. Í kjöl- farið var búin til sér hasarblaðasería sem hét The Amazing Spider-Man og kom út ú mars árið 1963. Serían varð síðan sú mest selda í sögu Marvel Comics. Árið 1965 gerði Esquire-tímaritið skoð- anakönnun á heimavistum háskóla þar sem nemendur voru spurðir um fyrir- myndir og hetjur sínar. Þar fengu Spider- Man og The Hulk svipað mikið af atvæð- um og Bob Dylan og Che Guevara sem byltingarkenndar hetjur. Þróun hetjunnar Með árunum þróaðist Spider-Man og hafa komið út ótal hasarblöð um kapp- ann þar sem hann hefur þróast, breyst og tekist á við ólíka óvini. Það er engin ofur- hetja sem á jafn mikið af þekktum óvinum og Spider-Man. Þá hafa einnig verið gerðar ótal teiknimyndir um Kóngulóarmanninn sem og leiknar sjónvarpsþáttaraðir. Fyrsta kvimyndin um Kóngulóarmann- inn var gerð árið 1977 og hét The Amaz- ing Spider-Man. Það var sápuóperuhetjan Nicholas Hammond sem lék eftirminni- lega aðalhlutverkið. Árið 2002 mætti Spid- er-Man svo aftur á hvíta tjaldið og þá var það Tobey Maguire sem fór með hlutverk- ið. Nú verður þriðja myndin frumsýnd um helgina og líklegt að sú fjórða verði gerð. asgeir@dv.is Saga Spider-Man Stan Lee Höfundur Spider-Man og fleiri góðra. The Amazing Spider-Man Söluhæsta hasarblaðasería Marvel allra tíma. Fyrsta tölublaðið Spider-Man birtist first í Amazing Fantasy árið 1963. Nicholas Hammond Í hlutverki Spider-Man árið 1977. / kringlunni / keflavík/ álfabakka / akureyri DigiTal-3D DigiTal-3D ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! Fór beint á toppinn í U.S.A Sprenghlægileg mynd Frá Ben Stiller ! DigiTal-3D DigiTal-3D SjAldAn eðA Aldrei hAFA tveir kArlmenn dAnSAð jAFn vel SAmAn! hver þArF Upphæðin Að verA Svo þú Svíkir þjóð þínA... SAnnSögUleg mynd Um StærStA hneykSliSmál í SögU FBi THE GOOD SHEPERD kl.10:10 B.i.12 MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 - 6 Leyfð ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð WILD HOGS kl. 8 b.i 7 BECAUSE I SAID SO kl. 6 Leyfð SPIDER MAN 3 kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.i.10 SPIDER MAN 3 VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50-8-10:10 B.i.12 SHOOTER kl. 8 - 10:30 B.i.16 BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12 NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 BLADES OF GLORY kl. 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i.12 THE MESSENGERS kl. 8 B.i.16 ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð MEET THE R... M/- ENSKU Tali kl. 6:10 Leyfð 300. kl. 10 B.i.16 i i l BLADES OF GLORY kl 6 - 8 - 10 B.i.12 MR. BEAN´S HOLIDAY kl 6 Leyfð BREACH kl. 8 - 10 B.i.12 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 Leyfð www.SAMbio.is Stærsta orrustan er innri baráttan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.