Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 58
Spider-Man eða Kóngulóarmaðurinn er ein vinsælasta teiknimynda- og hasar- blaðahetja allra tíma. Spider-Man hefur um árabil verið flaggskip Marvel Comics og hafa vinsældir hans sjaldan verið meiri. En hver er sagan á bak- við Spider-Man og hvaðan kemur hann? Spider-Man eða Peter Benjamin Par- ker eins og hann heitir réttu nafni er skap- aður af þeim Stan Lee og Steve Ditko hjá Marvel Comics. Spider-Man birtist fyrst á prenti í tölublaði 15 af Amazing Fant- asy í ágúst 1962. Spider-Man náði strax gríðarlegum vinsældum og hefur hald- ið þeim við. Með tilkomu kvikmyndanna hafa vinsældirnar aukist verulega og hafa sennilega aldrei verið meiri. Fyrsta unglingshetjan Þegar Spider-Man kom fram á sjónar- sviðið voru unglingsofurhetjur aðeins að- stoðarmenn í teiknimyndasögublöðum og því braut Kóngulóarmaðurinn blað í sögunni. Um þetta leyti höfðu persónurn- ar The Fantastic Four náð miklum vin- sældum og var Marvel í leit að nýjum hetjum. Hugmyndin um að skapa ungl- ingsofurhetju kom upp vegna eftirspurnar á hasarblöðum sem höfðuðu til þess hóps. Á þeim tíma frá því Peter Par- ker varð til hefur hann þróast frá því að vera feiminn fram- haldsskólanemi yfir í að vera háskólanemi í vandræðagangi allt yfir í að vera giftur kennari og meðlimur ofurhetjugengisins The Avengers. Afhverju Spider-Man? Stan Lee höfundur Spider-Man hefur sagt í fjölda viðtala að það sem hafi veitt honum innblásturinn að Spider-Man hafi verið þegar hann sat hugsi og sá flugu skríða upp vegg. Lee sagði svo í ævisögu sinni að hann hefði sagt þá sögu svo oft að hann væri ekki viss lengur hvort hún væri raunveruleg eða ekki. Þá hefur Lee einnig sagt í viðtali að has- arblaðahetjan The Spider sem var vinsæl á árunum 1933 til 1943 hafi veitt innblástur. The Spider var þó ekkert líkur Spider-Man og var algjörlega vægðarlaus ofurhetja sem myrti glæpamenn og brennimerkti þá á enni með kóngulóarmerki. Hugmyndinni stolið? Hasarblaðahöfundurinn og teiknarinn Jack Kirby hélt því þó fram í viðtali árið 1981 að Stan Lee hefði haft minnst með þróun persónu Spider-Man að gera og að hún væri í raun byggð á ofurhetju sem Kirby skapaði ásamt Joe Simon í kringum 1950. Sú ofurhetja hét The Silver Spider og átti að koma út í Black Magic-hasarblað- inu en útgefandinn fór á hausinn. Joe Simon gerði þó lítið úr ummælum Kirby í ævisögu sinni 1990 og segir hann að hugmyndin af The Silver Spider hafi ekki verið kveikja Spider-Man. Heldur hafi Simon notað hugmynd þeirra seinna fyr- ir Archie Comics-ofurhetjun The Fly sem kom fram á sjónarsviðið árið 1959. Hvort sem það var Stan Lee eða Jack Kirby sem átti hugmyndina upprunalega þá unnu þeir í upphafi að gerð Spider- Man. Lee leitaði til Kirby um teikna ofur- hetjuna en líkaði illa við hvernig Kirby út- færði hugmyndir hans. Það var þá sem Lee talaði Steve Ditko sem seinna varð maður- inn sem hannaði hinn sígilda Spider-Man. Vinsældirnar aukast Eftir að Amazing Fantasy-blaðið með Spider-Man kom út náði það gríðarleg- um vinsældum og seldist mjög vel. Í kjöl- farið var búin til sér hasarblaðasería sem hét The Amazing Spider-Man og kom út ú mars árið 1963. Serían varð síðan sú mest selda í sögu Marvel Comics. Árið 1965 gerði Esquire-tímaritið skoð- anakönnun á heimavistum háskóla þar sem nemendur voru spurðir um fyrir- myndir og hetjur sínar. Þar fengu Spider- Man og The Hulk svipað mikið af atvæð- um og Bob Dylan og Che Guevara sem byltingarkenndar hetjur. Þróun hetjunnar Með árunum þróaðist Spider-Man og hafa komið út ótal hasarblöð um kapp- ann þar sem hann hefur þróast, breyst og tekist á við ólíka óvini. Það er engin ofur- hetja sem á jafn mikið af þekktum óvinum og Spider-Man. Þá hafa einnig verið gerðar ótal teiknimyndir um Kóngulóarmanninn sem og leiknar sjónvarpsþáttaraðir. Fyrsta kvimyndin um Kóngulóarmann- inn var gerð árið 1977 og hét The Amaz- ing Spider-Man. Það var sápuóperuhetjan Nicholas Hammond sem lék eftirminni- lega aðalhlutverkið. Árið 2002 mætti Spid- er-Man svo aftur á hvíta tjaldið og þá var það Tobey Maguire sem fór með hlutverk- ið. Nú verður þriðja myndin frumsýnd um helgina og líklegt að sú fjórða verði gerð. asgeir@dv.is Saga Spider-Man Stan Lee Höfundur Spider-Man og fleiri góðra. The Amazing Spider-Man Söluhæsta hasarblaðasería Marvel allra tíma. Fyrsta tölublaðið Spider-Man birtist first í Amazing Fantasy árið 1963. Nicholas Hammond Í hlutverki Spider-Man árið 1977. / kringlunni / keflavík/ álfabakka / akureyri DigiTal-3D DigiTal-3D ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! Fór beint á toppinn í U.S.A Sprenghlægileg mynd Frá Ben Stiller ! DigiTal-3D DigiTal-3D SjAldAn eðA Aldrei hAFA tveir kArlmenn dAnSAð jAFn vel SAmAn! hver þArF Upphæðin Að verA Svo þú Svíkir þjóð þínA... SAnnSögUleg mynd Um StærStA hneykSliSmál í SögU FBi THE GOOD SHEPERD kl.10:10 B.i.12 MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 - 6 Leyfð ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð WILD HOGS kl. 8 b.i 7 BECAUSE I SAID SO kl. 6 Leyfð SPIDER MAN 3 kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.i.10 SPIDER MAN 3 VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50-8-10:10 B.i.12 SHOOTER kl. 8 - 10:30 B.i.16 BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12 NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 BLADES OF GLORY kl. 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i.12 THE MESSENGERS kl. 8 B.i.16 ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð MEET THE R... M/- ENSKU Tali kl. 6:10 Leyfð 300. kl. 10 B.i.16 i i l BLADES OF GLORY kl 6 - 8 - 10 B.i.12 MR. BEAN´S HOLIDAY kl 6 Leyfð BREACH kl. 8 - 10 B.i.12 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 Leyfð www.SAMbio.is Stærsta orrustan er innri baráttan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.