Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 62
föstudagur 4. maí 200762 Síðast en ekki síst DV
veðrið ritstjorn@dv.is
laugardagurföstudagur
svæsnar sögur
Sjónvarpsþulan og fyrrum ritstjór-
inn Ellý Ármannsdóttir er dugleg
við að blogga
og heldur úti
síðunni ellyar-
manns.blog.is.
Færslur Ellýar
einkennast af
samræðum
milli hennar
og vinkvenna
hennar og bein-
ar tilvitnanir í þessar samræður.
Til dæmis er ein vinkonan sem er
að hitta einkaþjálfara sem vill ekki
njóta ásta nema þau séu útmökuð í
skyri. Kallinn er sá að vinkonan fær
svo slæm útbrot af vaniluskyrinu.
Þá er önnur vinkona hennar sem
reyndi að fanga athygli eiginmanns
síns og vina sem horfðu á undan-
úrslitaleik Liverpool og Chelsea í
meistaradeildinni. Vinkonan beraði
á sér brjóstin fyrir frama sjónvarpið
en var vinsamlegast beðin um að
færa sig.
samskipti kynjanna
Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins og formað-
ur borgarráðs
skýtur kald-
hæðnisskoti á
Ellý Ármanns
á bloginu sínu
bingi.blog.is.
Björn nefnir
sjónvarpsþuluna
„Ofurbloggarinn
Ellý“ og talar um
pistil þar sem vinkona Ellýar reyndi
að keppa um athygli við undan-
úrslitaleik Liverpool og Chelsea
í Meistaradeildinni í gær og beið
ósigur. Þá segir Björn orðrétt á blogi
sínu, „Af því að allir pistlar Ellýar
eru örugglega dagsannir og vinkon-
ur hennar eru eins og villta útgáfan
af vinkvennahópnum í Beðmál-
um í borginni, er ekki úr vegi að
maður bæti við tveimur léttum um
samskipti kynjanna og fótboltann,“
sagði Björn og kom svo með tvær
gamansögur um fótbolta og sam-
skipti kynjanna.
Kemur sér í vígaform
Inn á heimsíðu bardagaíþrótta-
félagsins Mjölnis má sjá mynd-
ir af leikaran-
um Ingvari E.
Sigurðsyni að
taka þátt í nýju
námskeið sem
ber yfirskrift-
ina „Combat
Conditioning“.
Á námskeiðinu
fólk þjálfað eins
og alvöru keppendur fyrir mót. Árni
„úr járni“ Ísaksson er meðal þjálf-
ara en hann hefur verið fremstur á
sviði blandaðara bardagalista hér
á landi. Það er greinilegt að Ingvar
ætlar að koma sér í hörkuform.
senjoríta Jónína?
Vefurinn barnaland.is hefur oft
verið gagnrýndur fyrir það að þar
getur fólk sagt
hvað sem því
sýnist í skjóli
nafnleyndar.
Með dugleg-
ustu skrifur-
um á síðum
barnalands
er svokölluð
senjóríta og
hafa verið uppi getgátur um
hvaða manneskja skrifi undir því
dulnefni. Athygli hefur vakið að
málefni Baugs eru viðkomandi
afar hugleikin og er senjorítan oft
fyrst með fréttirnar af málefn-
um og dómum í Baugsmálinu.
Þannig skrifaði senjorítan um
sakfellingu á hendur þeim Jóni
Ásgeiri og Tryggva Jónssyni kl.
12.17 í dag eða skömmu eftir að
fréttirnar bárust fjölmiðlum. Eftir
að „sönnunum“ um að senjór-
ítan væri í raun Jónína Bene-
diktsdóttir, er hins vegar fullyrt
á barnalandi að á bak við nikkið
standi fjórar manneskjur.
Sandkorn Tengsl
garðar thor Cortesstórsöngvari á
það sameiginlegt með ...
...lárusi
Welding
forstjóra
glitnis að bera
eftirnafn.
...lárus á það
sameiginlegt með
andreu Jónsdótt-
ur rokkömmu
að vera gráhærð-
ur
...andrea á það
sameiginlegt með
Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur
að vinna hjá rÚV ohf.
...Jóhanna Vigdís á
það sameiginlegt
með Nönnu
rögnvaldardóttur
að hafa gefið út
matreiðslubók.
...Nanna á það
sameiginlegt með
agli Ólafssyni að
búa við grettis-
götu.
...Egill á það
sameiginlegt með
Jakobi frímanni Magnússyni að
vera í stuðmönnum
...Jakob á það
sameiginlegt með
Þorgerði Katrínu
gunnarsdóttur að
skipa fyrsta sæti á
framboðslista í
suðvesturkjör-
dæmi
...Þorgerður Katrín á það sameigin-
legt með siv friðleifsdóttur að vera
ráðherra
...siv á það sameiginlegt með
garðari thor að eiga foreldri sem
ber erlent eftirnafn.
Skoðanakannanir setja svip sinn á lífið þessa dagana. En óvana-
legasta skoðanakönnunin er sennilega framkvæmd af tólf ára
reykvískum dreng, goða Hrafni, sem gengur milli kosninga-
skrifstofa og kannar hvernig flokkarnir koma fram við börn.
Goði Hrafn er að verða þrettán
ára og hefur heimsótt þrjár kosn-
ingaskrifstofur í Reykjavík en ætlar
að heimsækja þær allar. Hann segist
tala um stjórnmál við móður sína og
velta fyrir sér komandi kosningum.
„Ég er nú bara aðallega að kanna
hvernig er komið fram við börn,”
sagði Goði Hrafn þegar við inntum
hann eftir áhuga hans á kosning-
unum. „Við mamma erum að velta
fyrir okkur stjórnmálunum og töl-
um stundum um þau. Ég horfi líka á
stjórnmálamennina í sjónvarpinu en
held að þeir séu almennilegri þegar
maður hittir þá en þeir virka í sjón-
varpinu.“
Goði Hrafn segir að sér sé vel tekið
á kosningaskrifstofunum. En hann er
bara hálfnaður með heimsóknir sínar.
„Ég er búinn að fara á skrifstof-
urnar hjá x-V, x-D og x-F,“ segir hann.
„Stundum hef ég þurft að bíða eft-
ir að einhver geti talað við mig. Það
er þá bara ef fólkið er upptekið við að
tala við einhvern annan. Ég á eftir að
heimsækja x-S, x-B og Íslandshreyf-
inguna og ætla að gera það í næstu
viku.“
Hann segist ekki vera með spurn-
ingalista á sér heldur spyrji bara um
það sem honum dettur í hug þegar
hann sest niður með starfsfólki eða
frambjóðendum.
„Svo er ég með blokk og penna
með mér og gef þeim einkunn eft-
ir því hvernig þeir koma fram við
mig,” segir hann. „Mér var lang best
tekið hjá x-F. Þar fékk ég kakó og
smákökur og talaði við mann sem
ég held að sé frambjóðandi. Hann
benti mér á hvaða smákaka honum
þætti best!“
Þegar Goði Hrafn er spurður
hverju hann myndi breyta á Íslandi
ef hann væri stjórnmálamaður seg-
ir hann að það sé svo margt að hann
muni ekki í augnablikinu hvað sé
næst mest áríðandi. En hann veit
hvað honum finnst mest áríðandi.
„Mér finnst mest áríðandi að það
sé minni mengun hér,“ sagði þessi
ungi maður, sem ætlar að setjast nið-
ur með mömmu sinni í næstu viku
og upplýsa hana um hvaða flokki
hann treysti best til að koma vel fram
við börn. „Það skiptir miklu máli að
stjórnmálaflokkarnir komi vel fram
við börn og eldri borgara.“
annakristine@dv.is
1
4
4
3
2
5
2 12
8
18
1
7 1
6
7
76
4
1
7
7
4
19
7
4
4
7
4
7
3
5
9
7
6
5
7
4
5
3
FRJÁLSLYNDIR FÁ
BESTU EINKUNNINA
goði Hrafn „Það skiptir miklu máli
hvernig stjórnmálamenn koma
fram við börn og eldri borgara“,
segir þessi þrettán ára herramaður
sem hefur ákveðnar skoðanir á
lífinu og tilverunni.
Veðrið aftur “eðlilegt”
„Er nema furða að spurt sé hvort
að allar þessar fréttir af hitamet-
um sem sett hafa verið í V-Evrópu
og hér á landi í apríl séu ekki birt-
ingarmynd aukinna gróðurhúsa-
áhrifa,“ segir Einar Sveinbjörns-
son veðurfræðingurl. „Ég hef sagt á
móti að hitabylgjan í hluta Evrópu
og teygði anga sína til okkar síðustu
þrjá daga mánaðrins sé einkum af
völdum nokkuð óvenjulegrar stöðu
veðurkerfanna. Nálgast það reyndar
að vera einsdæmi ef litið er til þess
hversu lengi ástandi varði. Segja má
að þurr og hlýr loftmassi sem gjarn-
an hefur komið sér fyrir yfir N-Afr-
íku og Miðjarðahafi hafi fært sig um
set mun norðar. Í staðinn var fremur
svalt og óvenjuúrkomusamt á sól-
arströndum Spánar og þar um
kring. Annar fylgifiskur voru
kuldar við Eystrasaltið og vest-
ast í Rússlandi.“
„En þessir sæludagar í veðr-
inu eru liðnir. Nú horfum við
fram á öllu hefðbundnari maí-
daga. Nú kólnar og sums staðar
frystir yfir nóttina. Á laugar-
dag lítur út fyrir rigningu
sunnan- og suðaustan-
lands, en bjart veður verður norð-
antil á landinu og sæmilegur hiti að
deginum. Á sunnudag og mánudag
hallar hann sér yfir í NA- og N-átt
með slydduéljum norðan- og
norðaustantil, en þá léttir til
sunnanlands og vestan. Lík-
ast til gerir snjóföl á víða á
fjallvegum norðaustantil á
landinu. Ekki er annað að
sjá í kortunum en að frekar
svalt verði alveg fram
í miðja næstu
viku,“ segir Einar.