Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 2
„Ég tel að Geir hafi tíma fram í næstu viku til þess að komast að niðurstöðu um hvort núverandi ríkisstjórn muni halda stjórnarsamstarfinu áfram. Ef ekki verður komin niðurstaða þá tel ég forsetann geta farið að grípa inn í allavega með því að beita þrýstingi,“ segir Eiríkur Tómasson, lagaprófess- or við Háskóla Íslands. Engar fastmótaðar reglur Eiríkur bendir á að engar fast- mótaðar reglur séu til um hvernig haga skuli stjórnarmyndun að lokn- um kosningum þegar ríkisstjórn- in heldur velli eins og nú er. „Ég er þeirrar skoðunar að setja þurfi regl- ur þar sem kveðið verður skýrar á um hlutverk forsetans við myndun nýrr- ar ríkisstjórnar,“ segir Eiríkur. Á for- setanum hvílir sú skylda samkvæmt íslenskri stjórnskipan að sjá um að starfandi ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst sé hún ekki fyrir hendi. Þó telur Eiríkur mikilvægt að forsetinn veiti stjórnmálaforingjunum svig- rúm og gæti hlutleysis. „Venjan er að forsetinn fundi með formönnum flokkanna áður en hann veitir einum þeirra umboð og finnst mér eðlileg- ast við þessar aðstæður að formaður stærsta flokksins fái umboð til stjórn- armyndunar nema eitthvað annað komi fram á fundi forseta með for- mönnum flokkanna,“ segir Eiríkur. Þótt ekki séu ákveðin tímamörk telur hann tíma sjálfstæðismanna til þess að ræða við framsóknarmenn um áframhaldandi ríkisstjórnarsam- starf vera takmarkaðan því ef þeir nái ekki saman þarf að byrja allt ferl- ið upp á nýtt með öðrum flokki og þá fer klukkan að tifa. Breyttar aðstæður Jón Steinar Gunnlaugsson, þá- verandi hæstaréttarlögmaður og nú- verandi hæstaréttardómari, sagði í Morgunblaðinu árið 1991 að hon- um fyndist Steingrímur Hermanns- son, þáverandi formaður Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra, eiga að biðjast lausnar því að öðrum kosti væri hann að skammta sér stjórnar- myndunarumboð sem sé forsetans að veita. „Það er siðferðileg skylda allra stjórnmálaforingja að greiða götu forsetans í þessu starfi,“ sagði Jón Steinar í viðtali við Morgunblað- ið. Árið 1991 hélt ríkisstjórnin velli með eins manns meirihluta, eins og staðan er nú eftir kosningarn- ar. Þótt þetta væri ekki lögbrot taldi Jón Steinar að Steingrímur væri með þessu að fara á svig við meginreglur sem hafa eigi í heiðri í þingræðis- skipulagi. Eiríkur Tómasson segir að skoða verði ummæli Jóns Steinars í ljósi þess að að nú hafi skapast aðrar venjur en gilt höfðu í tvo áratugi þar á undan. Nú séu aðstæður aðr- ar þótt því sé ekki að neita að Jón Steinar hafi tekið heldur djúpt í ár- inni. „Það má segja að frá árinu 1971 til 1991 hafi myndun ríkisstjórna átt tiltölulega langan aðdraganda því þá komu menn sér oft saman um ítarlegan stjórnarsáttmála sem var tímafrekt. Davíð Oddsson breytti þessu hins vegar og frá árinu 1991 hafa ríkisstjórnir verið myndaðar á nokkuð skömmum tíma og því hef- ur ekki komið til þess að forsetinn hafi komið að myndun þeirra,“ segir Eiríkur. fimmtudagur 17. maí 20072 Fréttir DV vantar reglur um hlutverk forseta Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur forsætisráðherra hafa tíma fram í næstu viku til þess að komast að því hvort núverandi ríkisstjórnarsamstarf haldi áfram. Eiríkur segir Davíð Oddsson hafa breytt venjunum í kringum stjórnarmyndanir. HjörDís ruT sigurjónsDóTTir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Eiríkur Tómasson Vill fastmótaðar venjur um aðkomu forsetans að stjórnarmyndun. jón sigurðsson og geir H. Haarde á kosninganótt Viðræður Jóns og geirs hafa staðið í nokkra daga. meðan á því stendur bíða aðrir og sjá hvort þeir komist að. „Ég er þeirrar skoðunar að setja þurfi reglur þar sem kveðið verður skýrar á um hlutverk forsetans við mynd- un nýrrar ríkisstjórnar.“ Bræður stöðvaðir Lögreglan á Akureyri stöðvaði tvo bíla á 94 kílómetra hraða inn- anbæjar á Akureyri á þriðjudag. Ökumenn bílanna reyndust vera ungir bræður sem höfðu verið í kappakstri hvor við annan eftir götum bæjarins, þar til lögregla stöðvaði þá á Þingvallastræti þar sem hámarkshraði er 50 kíló- metrar á klukkustund. Bræðurnir sjá fram á fimmtíu þúsund króna sekt en halda að öllum líkindum ökuréttindun- um. leikskólaliðar ljúka námi Þrjátíu leikskólaliðar útskrif- uðust í gær. Þetta eru allt konur, 45 ára og eldri, sem hófu nám haustið 2005 á svokallaðri Leik- skólabrú sem kennd var á vegum Mímis – símenntunar í samvinnu við Eflingu og Reykjavíkurborg. Námið jafngildir 32 einingum í framhaldsskóla og er liður í að koma til móts við þarfir at- vinnulífsins fyrir nám á styttri starfsbrautum. Á annað hundrað starfsmenn leikskóla Reykjavíkur stunda nú nám á Leikskólabrú. guðmundur ráðinn á Dv.is Guðmundur Magnússon hefur verið ráðinn ritstjóri DV.is, vef- rits DV. Vefurinn verður efldur til muna á næst- unni og verð- ur uppfærður reglulega með fréttum af mönnum og málefnum. Guð- mundur Magnússon hefur áralanga reynslu af blaða- mennsku og var meðal annars fréttastjóri DV á árunum 1994 og 1995. Guðmundur er sagnfræð- ingur að mennt og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, síðasta bók hans var Thors- ararnir, um samnefnda ætt. InnlendarFrÉttIr ritstjorn@dv.is Allt opið með stjórnarsamstarf næstu fjögur árin: Sjálfstæðismenn með tvo möguleika opna Sjálfstæðismenn eru í formlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi ríkisstjórnarsam- starf en ræða um leið óformlega við Samfylkinguna um stjórnarmyndun, samkvæmt viðmælendum blaðsins. Sjálfur er Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ekki í neinum viðræðum við aðra en Framsókn. Hinn gamli valdakjarni Sjálf- stæðisflokksins reynir að hafa áhrif á myndun ríkisstjórnar og þrýsta á að flokkurinn fari í ríkisstjórnarsamstarf með vinstri grænum, því sá hópur getur ómögulega hugsað sér samstarf með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar. Þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa tekið ákvörðun um að halda áfram núverandi ríkisstjórnarsam- starfi og vinna enn að því að kanna viðhorf miðstjórnarinnar sem þarf að samþykkja slíkan ráðahag. Ekki hefur enn verið boðað til miðstjórnarfund- ar og það verður ekki gert fyrr en ferli um áframhald er langt komið. Ljóst er að Jón mun ekki leggja málefnasamn- ing fyrir miðstjórn fyrr en hann er viss um að tillaga hans hljóti stuðning meirihlutans. Innan þingflokks sjálf- stæðismanna verða þær raddir há- værari að flokkurinn fari í ríkisstjórn- arsamstarf með Samfylkingunni. Þeim sem eru þeirrar skoðunar finnst flestum ótraustvekjandi að halda áfram í stjórn með Framsókn þar sem mjög skiptar skoðanir eru hjá grasrót flokksins um núverandi stjórnarsam- starf og margir telja jafnvel betra fyrir flokkinn að sleikja sárin eftir afhroð í kosningunum í stjórnarandstöðu. „Að mínu viti er Framsókn ekki stjórntæk miðað við deilurnar sem verið hafa í flokknum um það hvort halda eigi áfram í stjórn eða ekki. Hvort sem flokkurinn verður innan stjórnar eða utan verða innan hans heiftug og blóðug átök um völd,“ seg- ir Össur Skarphéðinsson þingflokks- formaður Samfylkingarinnar. Formenn og varaformenn flokkanna á kosninganótt Hinn gamli valdakjarni Sjálfstæðis- flokksins reynir að hafa áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. kambur seldur Kambur á Flateyri verður seldur Guðmundi Kristjánssyni, aðaleiganda útgerðarfélagsins Brims. Hinrik Kristjánsson, eig- andi Kambs, færðist undan því að ræða málið en sagði að allir hlutir væru ávallt í skoðun. Fyr- irtækinu hefði gengið vel á síð- ustu árum. Kambur var reistur úr rústum fiskvinnslunnar Hjálms, sem Einar Oddur Kristjánsson átti og stýrði. Flateyringar óttast örlög út- gerðar í bænum, enda hefur fyrirtækið verið þungamiðjan í atvinnulífinu þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.