Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 8
fimmtudagur 17. maí 20078 Helgarblað DV
Ómar Ragnarsson, formaður Íslands-
hreyfingarinnar, flaggaði þeirri hug-
mynd á kosninganótt að þrátt fyrir að
flokkur hans hefði hlotið lítið kjör-
fylgi hefði samherjum hans tekist að
gera alla íslensku stjórnmálaflokk-
ana græna, eða umhverfisverndars-
innaða. Ólafur segist hafa fylgst með
áherslum stjórnmálaflokkanna fyrir
kosningar með augum þess sem hef-
ur áhuga á umhverfisvernd yfir höf-
uð.
„Það er nokkuð ljóst að allir flokk-
ar gáfu sig út fyrir að vera grænir
að einhverju leyti og ef til vill mætti
segja að það hafi verið græn slikja á
flestum flokkanna, en það er spurn-
ing hversu djúpt þessi græni litur
ristir,“ segir Ólafur Páll Jónsson, lekt-
or í heimspeki við Kennaraháskóla
Íslands. Ástæðuna fyrir efasemd-
um sínum segir Ólafur Páll vera þá
staðreynd að umhverfisvernd hefur
ekki átt upp á pallborðið í íslensk-
um stjórnmálum síðasta áratuginn
eða svo. „Umhverfisvernd hefur um
langan tíma verið einskorðuð við
jaðarhópa. En fyrir nýafstaðnar þing-
kosningar virðast umhverfissinnum
hafa tekist að gera grænu málin að
almennum málaflokki sem öllum
komi við og má því segja að hér hafi
orðið bylting í umræðum um þessi
mál,“ segir Ólafur Páll.
Til hvers að viðhalda
fornbílum?
„Náttúruvernd er annars vegar
sú tilhneiging til að frysta náttúr-
una í þeim tilgangi að halda henni
óbreyttri til lengri tíma. Að því leyti
svipar henni til þess að viðhalda
fornbíl. Þar sem fornbílar eru ekki
almennt friðaðir er ekkert sem
stöðvar fólk í að láta þá grotna nið-
ur, en samt virðist fólk hafa áhuga
á því að gera slíka bíla upp og þar
með viðhalda þeim til lengri tíma
svo hægt sé að nota eða horfa á í
upprunalegri mynd,“ segir Ólafur
Páll og bendir á að þarna sé nýt-
ingarhugmyndin lögð til grundvall-
ar friðun. Þessa hugmynd má yfir-
færa á Vatnajökulssvæðið, sem gæti
orðið stærsti þjóðgarður í Evrópu.
Vatnajökull sem slíkur er ekki mesta
náttúruauðlind sem við eigum en
það sem af honum leiðir, jökulsárn-
ar, dalirnir, stöðuvötnin og fjöllin
eru að margra mati ómetanleg. „Því
skýtur það skökku við að Langisjór,
sem aldrei hefði orðið til án Vatna-
jökuls, er ekki friðaður. Ástæðan fyr-
ir því gæti verið sá að möguleiki er
að veita Skaftá í Langasjó og virkja
hann síðan,“ segir Ólafur Páll. Slík
hlunnindi myndu auka verðmæti
Landsvirkjunar stórkostlega og því
má spyrja sig hvort hugsanleg sala á
fyrirtækinu sé ástæða þess að Lang-
isjór verði ekki friðaður og sé heldur
ekki á lista þeirra svæða sem hugs-
anlega gætu orðið hluti Vatnajök-
ulsþjóðgarðs. Þarna stangast á gam-
aldags hagnýtingarsjónarmið og
tilfinningarök og þeir sem valdið
hafa leggja hagnýtingarsjónarmið
til grundvallar friðun.
Framkvæmdir þurfa enga
réttlætingu
Ólafi finnst það merkilegt hversu
sterkt rök þarf til að vernda umhverf-
ið en á móti hversu algengt það sé að
ekki þurfi sérstök rök til að eyðleggja
það. „Það er gamaldags hugsunar-
háttur að líta á stjórnvöld sem ein-
hvers konar framkvæmdavald sem
eigi fyrst og fremst að keyra mál í
gegn og framkvæma með efnahag
þjóðarinnar að leiðarljósi.“ Ólafur
Páll telur þetta ekki vera sérstaklega
íslenskt fyrirbrigði en bendir þó á að
við séum vön því að líta á náttúruna
sem hráefni sem sé sjálfsagt að nýta.
„Ein skýrasta birtingarmynd þessa
sjónarmiðs er umræðan, eða kapp-
ræðan, um malarnám í Ingólfsfjalli
sem einkenndist af því hvort ætti að
framkvæma eða ekki. Framkvæmdir
þurftu enga sérstaka réttlætingu, en
fyrir stöðvun framkvæmda þurfti aft-
ur á móti sérstök rök því hún var ekki
hagnýt. Þessi umræða er á villigötum
því það er misskilningur að halda að
stöðvun malarnáms sé ekki fram-
kvæmd engu síður en malarnámið
sjálft,“ segir Ólafur Páll. Aðspurður
hvort réttast væri að vernda náttúr-
una fyrir aðgerðum stjórnvalda með
stjórnarskrárbreytingu segir Ólafur
Páll að slík vernd ætti að einhverju
leyti heima í stjórnarskránni með-
al annars vegna þess að náttúran er
sá höfuðstóll sem við skiljum eft-
ir handa komandi kynslóðum og
það ber að verja þann höfuðstól fyr-
ir ágangi núverandi kynslóða, hvort
heldur í stjórnarskrá eða almennum
lögum.
Kappræður nýtast ekki
umhverfisvernd
Heimspekingurinn Ólafur Páll
tók fljótlega eftir því við endur-
komuna til landsins að loknu námi
árið 2001 að íslenskir stjórnmála-
menn virðast ganga að því vísu að
kappræður séu besta leiðin til að
komast að vitrænni niðurstöðu.
„Það er gegnumgangandi í fram-
sögu stjórnmálamanna að þeir
mæti í viðtöl, einir eða með öðr-
um, með það eitt að leiðarljósi að
verja sína afstöðu með kjafti og
klóm,“ segir Ólafur Páll og bendir á
að þegar kappræður fari fram sigri
sá sem á síðasta orðið en málefnin
sitja oft eftir órökrædd. Ólafur segir
að eina leiðin til að komast upp úr
kappræðupollinum sé að hefja rök-
ræðuna upp á æðra plan. „Það sem
stjórnmálamenn og ekki síst stjórn-
arflokkarnir hafa verið að gera er að
einskorða umræðuna við fáa sér-
fræðinga sem margir hverjir leggja
mikla áherslu á hagnýt rök. En í
eðli sínu er rökræða byggð á þátt-
töku fjöldans og krefst mikils sveigj-
anleika sem stjórnvöld virðast síð-
ur vilja binda sig við,“ segir Ólafur
Páll og bendir á orðtak sem Geir H.
Haarde notaði nýverið þegar hann
var spurður hvort eins þingmanns
meirihluti væri nægur til að mynda
stjórn, en þá sagði forsætisráðherr-
ann að það yrði erfitt að keyra mál
í gegnum þingið. „Þessi tilhneiging
til að keyra mál í gegn vinnur gegn
rökræðunni og því á hún líklega
ekki upp á pallborð stjórnvalda að
sinni,“ segir Ólafur Páll.
Við skuldum náttúrunni
Ginnungagapið sem virðist skilja
að tilfinningarök og hagnýtisrök
virðist illbrúanlegt og hefur leitt til
þess að stríðandi fylkingar virðast
oft ekki tala sama tungumálið. Ólaf-
ur Páll bendir á að mikilvægt sé að
meta hversu mikið við skuldum nátt-
úrunni fyrir hennar störf. „Við hleyp-
um skólpi út í sjóinn sem hreinsar
það fyrir okkur án endurgjalds. Slíka
þjónustu er hægt að meta til fjár allt
eins og hægt er að meta hversu mik-
ið menn græða á því að moka sund-
ur fjöll,“ bendir Ólafur Páll á. Nið-
urstaða af viðlíka rannsókn birtist
árið 1997 í hinu fræga vísindariti
Nature þar sem reiknað var út verð-
gildi þjónustu sem vistkerfi heimsins
veita mannfólkinu og var niðurstað-
an sú að við skuldum jörðinni meira
en sem nemur allri heimsframleiðsl-
unni á einu ári. Þetta er tilraun til að
leggja kalt hagfræðilegt mat á gildi
náttúrunnar. „Niðurstaðan er ekki
nákvæm en hún segir okkur að verð-
mæti náttúrunnar eins og hún er og
burtséð frá því hvernig má nýta hana
með hefðbundnum hætti er gífur-
lega mikið,“ segir Ólafur Páll.
Þjórsárver eru næst
Þjórsárver eru bæði vernduð með
íslenskum náttúruverndarlögum og
alþjóðlegum náttúrverndarlögum
þar sem svæðið hefur viðurkennt
alþjóðlegt verndargildi og Ólafur
Páll veltir því fyrir sér af hverju ver-
ið sé að stefna að virkjun þess svæðis
sem yrði auk þess orkuver af smærri
gerðinni. „Þjórsárorkuver yrði hag-
kvæmt með þeim rökum að einung-
is yrði tekið tillit til væntanlegs hagn-
aðar án þess að taka umhverfisspjöll
með í reikninginn. Landsvirkjun hef-
ur komist upp með slíka reikninga
um árabil og líklega má rekja það til
þess gamaldags hugsunarháttar að
ríkisvaldið sé fyrst og fremst fram-
kvæmdavald í umboði Íslendinga,“
bendir Ólafur Páll á.
Íslendingar treysta bókum
Erlendis er nokkuð algengt að
stjórnmálamenn gefi út bækur fyrir
kosningar til að vekja athygli á mál-
stað sínum. Bók Andra Snæs Magna-
sonar Draumalandið: Sjálfshjálp-
arbók handa hræddri þjóð, vakti
þjóðina til umhugsunar en þar bend-
ir höfundur á almennar staðreyndir
sem lesendur hefðu margir hverjir
geta orðið sér út um á annan hátt auk
þess sem algild sannindi voru sett í
nýtt samhengi. Því er lag að spyrja
Ólaf Pál hvort það hafi sérstakt gildi
að ræða umhverfismál á prenti frek-
ar en í ræðu. „Bækur eins og Náttúra,
vald og verðmæti, hafa þann kost að
þar hefur lesandinn hugmyndirnar
í hendi sér og getur leitað til þeirra
þegar honum hentar. Andri Snær
reyndi í sinni bók að setja hversdags-
lega hluti í samhengi og það kom
mörgum lesandanum að óvörum.
Aftur á móti er hægt að spyrja sig
hvað sé hversdagslegra en náttúran.
Hún er alls staðar í kringum okkur og
hún er jafnvel svo hversdagsleg að
margir taka ekki eftir henni. Við tök-
um ekki eftir andrúmsloftinu fyrr en
það er mengað,“ segir Ólafur Páll að
lokum.
Tilfinningarök
má meTa Til fjár
Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands, hefur gefið út bók sem nefnist Náttúra, vald
og verðmæti, þar sem hann glímir við ýmsar grundvallarspurningar um samband manns og náttúru og meðferð
valds í lýðræðissamfélagi. Í samtali við DV fer Ólafur Páll um víðan völl og gerir meðal annars grein fyrir hvað
náttúruvernd er og hvernig umræða um hana hefur færst frá jaðri samfélagsins inn í hringiðu stjórnmálanna.
blaðamaður skrifar: skorri@dv.is
SKorri GÍSlaSon
Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands
„Við tökum ekki eftir andrúmsloftinu fyrr en það er orðið mengað.“
Herðubreið Verðhugmynd?