Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Side 16
Fimmtudagur 17. maí 200716 Helgarblað DV
Átökin í fyrrverandi Júgó-slavíu fóru af stað eft-ir að sósíalískt samfé-lag liðaðist í sundur. Í
kjölfarið fylgdi efnahagsleg hnign-
un á svæðinu með þeim afleiðing-
um að venjulegur rammi samfélags-
ins brast. Venjulegar pólítískar deilur
milli sveita og héraða um hvað skyldi
taka til bragðs urðu á endanum að
blóðugum átökum. Þetta er mat Su-
san Woodward sagnfræðings.
Í Júgóslavíu voru framin fjölda-
morð seint á síðustu öld, sem ekki
fréttist af fyrr en fjöldagrafir víðs veg-
ar á Balkanskaga uppgötvuðust. Al-
þjóðasamfélagið fordæmdi þenn-
an hrylling. Atlantshafsbandalagið
hóf loftárásir á Júgóslavíu í mars árið
1999 í þeim tilgangi að stöðva átök
sem alltaf virtust spretta upp aftur.
Þessi átök, sem flestir muna eftir úr
fréttum, eru fjarri því fyrstu blóðsút-
hellingarnar í Evrópulöndunum á
Balkanskaga.
Breska dagblaðið Daily News
gerði fréttaritarann Janúaríus Mac-
Gahan út af örkinni til þess að fá stað-
festingu á sögusögnum um þjóðern-
ishreinsanir Tyrkja í Búlgaríu. Þetta
var í júní árið 1876. Blaðið hafði birt
fréttir um voveiflega atburði á svæð-
inu, en bæði tyrkneski forsætisráð-
herrann og breski utanríkisráðherr-
ann brugðust ókvæða við og sökuðu
blaðið um óheilindi.
Ferðalagið til Búlgaríu tók tæpan
mánuð og fyrstu greinar MacGah-
ans birtust í Daily News, þann 28. júlí
1876.
„Í fjallshlíðunum voru gylltir
akrar með ofþroskuðu hveiti. Ekki
var mann að sjá og enginn virtist
ætla að bjarga uppskerunni sem
þegar var byrjuð að rotna vegna of-
þroska og hirðuleysis. Loksins kom-
um við að lítilli sléttu á milli fjalls-
hlíða og þangað riðum við með það
fyrir augum að ferðast yfir flatlend-
ið. Við kipptum í taumana og hváð-
um í skelfingu þegar við áttuðum
okkur á að beint fyrir framan okk-
ur, nánast undir hófum hestanna,
mátti sjá höfuðkúpur og manna-
bein á víð og dreif, inni á milli rotn-
andi holds, fata og hárs af fólki, allt
í einum fúlum haug. Öðrum megin
vegarins lágu beinagrindur tveggja
barna sem lágu hlið við hlið, að
hluta þaktar grjóti, með ógnvekj-
andi sprungur á höfðinu. Grasið
spratt með ágætum upp úr þessari
óreiðu.
Þegar við nálguðumst miðju
þorpsins urðu beinagrindurnar og
líkamsleifarnar sífellt þéttari. Við
komum að lítilli kirkju sem var um-
kringd lágum steinvegg. Garður-
inn var varla nema fimmtíu metrar
á breidd og sjötíu metrar á lengd. Í
fyrstu var ekkert óvenjulegt að sjá
en við nánari athugun kom í ljós að
grjótið og ruslið sem þakti garðinn
var í raun og veru ógnarstór haug-
ur af líkum, þakinn þunnu lagi af
grjóti. Seinna var okkur sagt að í
þessum litla garði væru þrjú þús-
und lík. Þarna voru smávaxin höfuð
með krullað hár og litlir barnafætur,
varla lengri en fingur mínir. Holdið
hafði þornað í sumarhitanum, áður
en það tók að rotna. Þarna voru lítil
börn með hendurnar teygðar fram
eins og þau kölluðu á hjálp. Stúlkur
sem höfðu dáið grátandi, á bæn um
vægð. Þarna voru líka mæður sem
höfðu verið drepnar á meðan þær
reyndu að verja börn sín. Öll líkin
lágu þvers og kruss í hræðilegum
rotnandi bing.
Núna voru þau þögul. Hvorki
mátti heyra grát né óp. Engin tár
runnu. Uppskeran fór forgörðum á
meðan bændurnir rotnuðu undir
kirkjunni.“
Þessar ógnvænlegu lýsingar
MacGahans voru fyrstu fréttirnar
sem bárust af þessum fjöldamorð-
um. Heimurinn fordæmdi og bresk
stjórnvöld neyddust til þess að við-
urkenna það sem þau höfðu áður
horft í gegnum fingur sér með. Al-
þjóðlegur þrýstingur jókst og árið
1877 fóru Rússar í stríð við Tyrki
vegna framgöngu þeirra á Balkans-
kaga.
Fyrir utan að eiga sér stað á svip-
uðum slóðum, þá eru líkindin með
þessum tveimur sögum nokkur.
„Sennilega er engin tilviljun ef fólk
finnur skyldleika með því sem Mac-
Gahan fann í Búlgaríu og atburð-
um síðustu ára í Júgóslavíu,“ skrifaði
David Randall, fréttastjóri á breska
dagblaðinu Observer, í bókinni The
Universal Journalist.
sigtryggur@dv.is
Blóðbað og þjóðernishreinsanir áttu sér stað í löndunum á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Það var ekki í
fyrsta skipti sem slík vargöld ríkti á svæðinu. Árið 1876 fór blaðamaður Daily News til Búlgaríu vegna fregna
um voðaverk. Þar fann hann hrylling sem minnir um margt á það sem gerðist í Júgóslavíu:
Blóðbaðið endurtekið
VILJUM AÐ FÓLKIÐ LÆRI AF REYNSLUNNI
Lisolaj, þorp í Makedóníu, fór að mörgu leyti illa út úr styrjöldinni í Júgóslavíu. Ekki vegna átaka heldur
vegna óstjórnar, úrræðaleysis og fátæktar sem kom í kjölfar breytinga frá kommúnisma í opið markaðs-
kerfi. Þróunaraðstoð var nauðsynleg. Markmiðið var að þorpsráð og íbúar sæu sjálf um eigin mál. Peninga-
framlagið var aðeins sex þúsund evrur en vinnan með fólkinu hefur tekið eitt ár og stendur enn.
Lisolaj þorp í Makedóníu kom
illa undan upplausn og stríði í
Júgóslavíu. Það voru ekki sjálf
átökin sem voru erfið fyrir íbúana,
heldur var það upplausnin í land-
inu og þeir erfiðleikar sem fylgdu
því að aðlagast opnu markaðskerfi
sem reyndust erfið. Afkoman bygg-
ist á tóbaks- og hveitirækt ásamt því
sem vínviður er ræktaður á svæð-
inu.
Frá því í mars í fyrra hefur ís-
lenska stofnunin PEP Internation-
al, í samvinnu við þorpsráðið, unn-
ið að þróunarstarfi í þorpinu. Þar
hefur nú verið byggt samkomuhús
fyrir þorpsráðið, eins konar ráðhús,
ásamt því sem vatnsveita var gerð
fyrir allt þorpið. Vane Stojanovski
þorpshöfðingi segir litla byltingu
hafa farið fram.
Gangsæ stjórnsýsla
Eitt það fyrsta sem íslenska
stofnunin hefur gert á smærri stöð-
um eins og Lisolaj er að setja upp
svokallaða gagnsæistöflu á áber-
andi stað í þorpinu. Þar birtir þorps-
ráðið allar ákvarðanir og fundar-
gerðir. Taflan þjónar sama tilgangi
og opinberar vefsíður gera hér á
landi. Auðunn Bjarni Ólafsson hjá
PEP International segir það vera
reynslu sína að áhugi almennings á
störfum sveitarstjórna aukist jafnt
og þétt eftir því sem upplýsingarnar
um störf þeirra eru aðgengilegri.
„Fólkið kemur einatt hingað og
athugar hvað við erum að gera,“
segir Vane Stojanovski, þorpshöfð-
ingi í Lisolaj.
Vatnsveita og ráðhús
Aðstoðin við íbúana í Lisolaj og
á sambærilegum stöðum miðað-
ist fyrst og fremst við að þorpsbúar
og stjórnin gætu sjálf tekist á við að
stýra eigin málum. Íbúarnir ákváðu
sjálfir hvaða hluti væri mest aðkall-
andi að laga og með aðstoð íslensku
stofnunarinnar var ákveðið að byrja
á vatnsveitu fyrir þorpið og fundar-
aðstöðu fyrir þorpsráðið. „Við urð-
um að byrja einhvers staðar og því
var ákveðið að byrja á vatninu. Hér
hefur vatnið verið að einhverju leyti
mengað í mörg ár,“ segir Stojanov-
ski.
Heildarkostnaðurinn við vatns-
veituna í Lisolaj var 1.850 evrur.
Þorpsbúar lögðu til 212 evrur með
vinnuframlagi og 481 evru í pening-
um. PEP-stofnunin lagði til það sem
upp á vantaði.
Lærum af reynslunni
„Við höfum lagt mikla áherslu á
að fólk læri af reynslunni. Það tek-
ur í einhverjum tilvikum lengri tíma
en að mæta með peninga og tæki og
framkvæma verkið fyrir þorpsbú-
Við töfluna
Hluti af framþróun í sveitum og þorpum liggur í því að gera stjórnsýsluna
gagnsæa. Hér stendur Vane Stojanovski, þorpshöfðingi í Lisolaj, við svokallaða
gagnsæistöflu. Þar birtir þorpsráðið fundargerðir, áætlanir og tilkynningar. Þetta
hefur reynst mikilvægt skref í átt til þess að vekja áhuga íbúanna á þátttöku í
mikilvægum ákvörðunum.
„Ráðhúsið hefur
hjálpað okkur mikið og
á eftir að létta okkur
verkin í stjórnsýslunni.
Hér áður fyrr notuðum
við kennslustofu
barnanna fyrir fundi
hjá þorpsráðinu. Það
truflaði börnin og fólk
var að reykja í kringum
þau og þess háttar.
Næsta verkefni er að
öngla saman fyrir
skjalaskáp.“
ÓSLESIÐ
Svartfjallaland 1916
Fjöldamorð og þjóðernishreinsanir á Balkanskaga eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir
131 ári síðan réðust tyrkir inn í Búlgaríu og drápu þúsundir áður en alþjóðasam-
félagið komst á snoðir um morðin. Á endanum fóru rússar í stríð við tyrki til
þess að freista þess að stöðva framgöngu þeirra. Á myndinni má sjá austurríska
hermenn mjaka sér áleiðis í gegnum hlíðarnar í Svartfjallalandi, árið 1916.
Fjöldagröf í Bosníu
margar fjöldagrafir fundust í Júgóslavíu. mikið starf hefur verið unnið við að greina
nöfn þeirra sem voru grafnir. Hér er gröf 200 múslima sem flestir hafa verið
nafngreindir og allir fengið legstein.
„Í fyrstu var ekkert
óvenjulegt að sjá en
við nánari athugun
kom í ljós að grjótið
og ruslið sem þakti
garðinn var í raun
og veru ógnarstór
haugur af líkum,
þakinn þunnu lagi
af grjóti. Seinna var
okkur sagt að í þess-
um litla garði væru
þrjú þúsund lík.“