Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 17
DV Helgarblað Fimmtudagur 17. maí 2007 17 Blóðbaðið endurtekið VILJUM AÐ FÓLKIÐ LÆRI AF REYNSLUNNI ana, en munurinn er að þessi aðferð skilur eftir sig þekkingu á staðnum,“ segir Auðunn Bjarni. „Ráðhúsið hefur hjálpað okkur mikið og á eftir að létta okkur verkin í stjórnsýslunni. Hér áður fyrr not- uðum við kennslustofu barnanna fyrir fundi hjá þorpsráðinu. Það truflaði börnin og fólk var að reykja í kring um þau og þess háttar. Þetta er mikil breyting fyrir okkur. Næsta verkefni er að öngla saman fyrir skjalaskáp,“ segir þorpshöfðinginn. Trúmálin eldfim Marja Tatarin, starfsmaður PEP International, segir að sennilega hafi uppbyggingin í Lisolaj ekki kostað meira en sex þúsund evrur af styrktarfé frá Sænsku þróunarsam- vinnustofnuninni. Hún segir að þó að íbúarnir sjálfir ráði því venjulega á hvaða verkum er byrjað, þá sé það skilyrði að stofnunin komi ekki ná- lægt því að byggja trúarmannvirki, kirkjur eða moskur. „Ein staðfest- ingin á því að starf okkar hérna hafi skilað sér er að fólkið varð sér sjálft út um peninga til þess að leggja í endurbætur á klaustrinu og kirkj- unni. Það getur hins vegar skapað deilur ef við förum að blanda okk- ur í trúmálin og gæti hreinlega verið hættulegt,“ segir Marja. Sænska þróunarsamvinnu- stofnunin hefur líka aldrei styrkt framleiðslu á tóbaki eða áfengi. „Reyndar er uppistaðan í landbún- aðinum hérna bæði ræktun á tóbaki og vínvið,“ segir Marja. sigtryggur@dv.is Í Lisolaj Vane Stojanovski þorpshöfðingi í Lisolaj og goran Stoev starfsmaður PEP international ræða málin og virða fyrir sér húsin í þorpinu. Eftir fjórtán ár í þróunarstarfi á Balkanskaga, bæði fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og Sænsku þróunarsam- vinnustofnunina, telur Auðunn Bjarni Ólafsson að ýmislegt mætti betur fara í útgerð Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. Hann telur ástæðulaust að slaka á þó að við höfum það gott. ÞSSÍ VILDI ENGIN ÚTBOÐ Það er ekki endilega allt sem sýnist þegar kemur að þróunar- starfi. Stofnanir í Bandaríkjunum og mörgum stærri Evrópulöndum hafa orðið mikla reynslu af starfi á átaka- og umbrotasvæðum. Íslenska stofnunin PEP Inter- national spratt upp úr starfi Auð- uns Bjarna Ólafssonar, fyrrver- andi sveitarstjóra á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, við Lútherska heimssambandið og Hjálparstarf kirkjunnar. Síðustu sex árin hefur Auðunn unnið náið með Sænsku þróunarsamvinnustofnuninni, SIDA. ÞSSÍ vildi ekki útboð Auðunn Bjarni hefur ekki unn- ið að þróunarsamvinnuverkefn- um á vegum íslenskra stjórnvalda, en hugmyndin hefur komið upp. „Þegar Þróunarsamvinnustofnun Íslands, ÞSSÍ, ákvað að leggja út í uppbyggingarstarf á Sri Lanka í kjölfar flóðbylgjunnar í desem- ber 2005 ákvað ég að hafa sam- band. Þetta gerði ég fyrst og fremst til þess að láta vita af okkur vegna þess að á þeim tíma var sennilega engin önnur stofnun jafnvel í stakk búin til þess að takast á við upp- byggingu þar sem allt er í rúst og okkar,“ segir Auðunn. Hann segist hafa átt fund með yfirmönnum ÞSSÍ. Þar hafi sér verið bent á að ÞSSÍ bæri lagaleg skylda til þess að sinna þessum verkefnum sjálf. „Mér voru sýndir þessir lagabálkar,“ segir Auðunn. Þorpið vildi ekki útboð Auðunn er ekki sammála því að svona þurfi þetta að vera. Máli sínu til stuðnings bendir hann á þá einföldu hagræðingu sem venju- lega hlýst af útboðum. „Sveitar- stjórnirnar í Albaníu og Maked- óníu kvörtuðu oft við okkur að kostnaður við sorphirðu og snjóm- okstur væri að sliga þær. Við hvött- um til þess að þessi verk yrðu boð- in út. Sveitarstjórunum leist ekki vel á það og bentu á að þeir væru bundnir við það samkvæmt lögum að sinna þessum verkum,“ segir Auðunn. Hann segir að þá hafi sveit- arstjórnunum verið bent á að á svæðinu væru ugglaust bændur sem ættu tæki og væru líklegir til þess að geta sinnt snjómokstrin- um. Svona gætu menn hugsanlega sparað við sig og náð meiri hag- kvæmni. „Síðan þarf sveitarstjórn- in aðeins að sinna eftirliti með að verkið sé framkvæmt samkvæmt samningi.“ Ekki slaka á Auðunn telur að réttara væri að reyna að færa starfsemi Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands nær því rekstrarformi sem hann hefur kynnst hjá Sænsku þróunarsam- vinnustofnuninni. „Það að ríkis- stofnun sjái um stefnumótun, fjár- framlög, framkvæmd, eftirlit og skýrslugerð, allt á sama tíma, getur aldrei gengið,“ segir Auðunn. Hann telur einnig enga ástæðu til þess að slaka á í framþróun á ís- lenskri stjórnsýslu, jafnvel þó að löndin á Balkanskaga vilji gjarnan hafa Ísland sem fyrirmynd. „Þeg- ar við aðstoðum við stjórnsýsl- una hérna úti og krefjumst þess að stjórnvöld hafi gagnsæi að leiðar- ljósi, meðal annars í mannaráðn- ingum, þá verða þessir hlutir að vera í lagi heima hjá okkur líka.“ Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra lagði fram skýrslu fyrr á árinu þar sem hún mælti fyrir breytingum á fyrirkomulagi Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands í svipaða átt og Auðunn hefur talað fyrir. Þessar hugmyndir Valgerðar lögðust þó misjafnlega í stjórnend- ur og starfsfólk stofnunarinnar. sigtryggur@dv.is „Þegar við aðstoð- um við stjórnsýsluna hérna úti og krefj- umst þess að stjórn- völd hafi gagnsæi að leiðarljósi, meðal annars í mannaráðn- ingum, þá verða þess- ir hlutir að vera í lagi heima hjá okkur líka.“ Þróunarstarf í Bosníu auðunn Bjarni Ólafsson, Katica Havrulahovic og david mcEntee fagna tíu ára afmæli uppbyggingarinnar í Sanski most í Bosníu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.