Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 20
fimmtudagur 17. maí 200726 Helgarblað DV
jálfur hefur Árni
aldrei málað en
annars konar listir
hafa leikið stórt hlut-
verk í lífi hans.
„Ég hef allt-
af unnið mikið í
músík meðfram
öðrum störfum.
Ég gaf út tvær plöt-
ur í fyrrahaust þar
sem ég syng öll lög og texta eft-
ir Ása í Bæ frá a til ö. Ég gaf þess-
ar plötur út sjálfur og lagði mikið
í þá útgáfu. Það hefur reyndar lít-
ið sem ekkert verið sagt frá þessu
framtaki að undanskildum ein-
um þætti af Popplandi. Ási í Bæ er
einn af bestu textahöfundum Ís-
lands, hann samdi mörg góð lög
en hann er líka þekktur fyrir texta
sína við lög Oddgeirs Kristjáns-
sonar. Ég fékk úrvalslið hljóðfæra-
leikara til þess að vinna að plötun-
um með mér.“
Árni verður ekkert hissa þeg-
ar ég viðurkenni vandræðaleg að
hafa aldrei heyrt minnst á þetta
stóra framtak. Hann segir að þegar
fólk taki sig til og vinni svona verk-
efni á eigin spýtur eigi það oftast
ekki peninga til þess að standa í
öllu stússinu sem því fylgir.
„Svo hefur líka orðið til ein-
hvers konar hólfaskipting á mark-
aðnum. Ef einhver gefur ekki út
hjá þessum, þá eru plöturnar ekki
seldar hjá hinum. Þetta finnst mér
óíslenskt. En þetta er nú svona.
Undanfarið hef ég verið að vinna
að undirbúningi fyrir útgáfu á
tveimur fjöldasöngsplötum, önn-
ur þeirra er ætluð börnum og hin
fullorðnum. Það vantar þessa teg-
und tónlistar á markaðinn. Það er
nú einu sinni mitt sérsvið að ná
upp fjöldasöngsstuði,“ segir Árni
og brosir með öllu andlitinu. „Ég
gaf líka út fyrstu plötuna með lög-
um sem voru samin við ljóð Hall-
dórs Laxness. Svo hef ég sjálfur
verið að semja bæði texta og lög og
kannski sigla þau einhvern tímann
fram úr skýjunum.“
Árni segir tónlist hafa alltaf
skipt sig miklu máli og hann hafi
sem smápeyi í Vestmannaeyjum
hlustað á rússneska karlakóra. Ég
á reyndar 25 lög útsett fyrir karla-
kóra og einsöngvara og einnig hef
ég samið tvær svítur fyrir sinfón-
íuhljómsveit, Stórhöfðasvítuna og
Sólarsvítuna. Flutt í útvarpi af Sin-
fóníuhljómsveit Íslands.
„Ég hef alltaf verið mjög hrifinn
af tónlist og dansi. Það eina sem ég
kann er að dansa, allt annað sem
ég geri er áhugamennska,“ segir
Árni glottandi.
Þegar ég spyr hann hvort hann
sé að reyna að segja mér að hann
sé afburðagóður dansari svarar
hann að það hafi ekki verið hans
orð.
„Það dansar hver með sínu
lagi, meira að segja Isadora Dunc-
an,“ segir Árni en leggur áherslu
á það að hann hafi aldrei gengið
svo langt í dansmenntinni að nota
slæður.
Gítar- og kennaranám
Árni segist hafa lært lítillega að
spila á gítar.
„Ég lærði grunninn hjá Odd-
geiri Kristjánssyni, en ég var nú
aldrei neinn afburðanemandi.
En það litla sem ég kann kann ég
svona þokkalega.“
Gítarnámið fór fram þegar
Árni var gutti í Vestmannaeyjum
og hann segir að þá hafi veröld-
in verið yndisleg og áhyggjulaus.
Heimurinn hafi verið sunnan við
Heimaklett og allt sem var hand-
an hans hafi veri útlönd þrátt fyrir
að það hafi auðvitað verið gamla,
góða Frón.
„Ég hef í rauninni aldrei flutt
frá Vestmannaeyjum. Ég fór það-
an fyrst að einhverju marki þeg-
ar ég fór í kennaranám. Síðan hef
ég búið á þessum tveimur eyjum,
þessari stóru og þessari litlu. Ég
kenndi einn vetur í Eyjum áður
en ég lauk námi og kenndi um
tíma í Melaskóla með námi. Síðan
kennsi ég einn vetur í Álftamýrar-
skóla áður en ég tók stærri bekk og
fór að vinna sem blaðamaður hjá
Mogganum.“
Árni segist alveg geta hugsað sér
að fara aftur að kenna. Í kennslu-
starfinu fékk náttúrubarnið Árni
að njóta sín og nemendurnir nutu
góðs af því.
„Þegar ég var kennari gerði ég
svolítið af því að fara með krakk-
ana út í náttúruna. Þegar ég kenndi
æfingakennslu í Melaskóla fór ég
einn daginn með krakkaskarann
út á Granda þar sem við heim-
sóttum frystihús. Þar voru okkur
gefnir þrjátíu og tveir fiskar sem
við tókum með okkur upp í skóla.
Það sem eftir lifði dags fór fram
krufning á þessum fiskum á öllum
kennsluborðunum. Núna, áratug-
um seinna, hef ég verið að hitta
þessa fyrrverandi nemendur mína
og þeir muna eftir hverri einustu
mínútu frá þessari kennslustund.“
Blaðamennska á Mogga
Blaðamaður verður aftur að
viðurkenna vanþekkingu sína
þegar kemur að bókaskrifum Árna
sem hefur skrifað sjö bækur sem
allar hafa verið gefnar út. Hann
segir hlæjandi að það sé örugg-
lega vegna þess að hann sé svolít-
ið hlédrægur maður. Hann er enn
að skrifa og segist eiga ljóðabók
tilbúna í handriti sem hafi rjátlast
á blað í gegnum árin. Hann er nú
að vinna að bók um Árna úr Eyjum
sem er þekktur fyrir að hafa samið
falleg ljóð, til dæmis við lagið Bjart-
ar vonir vakna, sem Árni segir eitt
mest sungna lag Íslandssögunn-
ar. Svo viðurkennir hann að hann
eigi bók tilbúna í hausum á sér og
nafnið sé tilbúið. Bókin á að heita
Ofanbyggjarar og vísar til þess að á
sínum tíma hafi bæjarbúar skipst í
Kirkjubæinga og Ofanbyggjara.
„Ég er úr sveitinni í Eyjum, þar
sem heitir fyrir ofan hraun. Kirkju-
bæingar voru austur frá og allt það
yndislega svæði fór undir hraun.
Ofanbyggjarabyggðin stendur
enn.“
Líf Árna breyttist þegar hann
fór að vinna á Morgunblaðinu.
„Það var frábært að vinna á
Mogganum. Ég vann þar í tut-
tugu ár og Mogginn var ævintýr-
legur starfsvettvangur. Á þeim
tíma var samkeppni fjölmiðlanna
öðru vísi en nú tíðkast, mér finnst
bæði samkeppnin og takturinn í
fjölmiðlunum hafa breyst til hins
verra. Á þessum tíma var bara gert
allt það sem þurfti að gera til þess
að ná góðu efni en núna er kannski
lögð áhersla á að hafa innihaldið
hagkvæmt og söluvænt. Ég er hins
vegar á þeirri skoðun að það borgi
sig að gera hlutina vel. Vettvangur-
inn sem ég vann á var frábær, ég
var mjög áhugasamur, vann með
frábæru fólki og maður hikaði ekki
við að leggja líf sitt að veði í efnis-
öfluninni. Maður hugsaði bara um
eitt, að það yrði gott efni í blaðinu
næsta dag. Mér hefur alltaf lynt vel
við pennann og hafði blússandi
gaman af þessu starfi. Ég ferðað-
ist mikið á þessum árum, ég fór til
dæmis vítt og breitt um Grænland
og víðar um heiminn með Ragnari
Axelssyni ljósmyndara.“
Sendur í sveit
Árni situr makindalega í sóf-
anum á Hótel Holti og virðist ekki
vera persóna sem gerir mikið út
hlutunum.
„Nei, nei, alls ekki. Maður sem
lifir samkvæmt mínum takti vonar
að englarnir séu í liði með honum.
Svo heldur maður kúrsinum, set-
ur stefnuna á markið og keyrir svo.
Svo getur ýmislegt komið upp á á
leiðinni. Annars held ég að það sé
tilgangur með flestu því sem gerist
í lífinu en það þýðir ekki að maður
geti ekki haft einhver áhrif á fram-
vinduna. Til þess hefur maður
hausinn. Eigum við ekki að segja
að ég trúi á allt hið góða.“
Það má með sanni segja að Árni
hafi þurft að breyta kúrsinum árið
2002 og hafi þurft á öllum sínum
englum að halda.
„Þá var ég sendur í sveitasæl-
una á Snæfellsnesi, kominn vel yfir
fermingu. Til þess að drepa tímann
hóf ég að gera það sem mig hafði
alltaf langað til að gera; að búa til
skúlptúra. Ég hafði allt í einu all-
an þennan tíma og allt þetta grjót
og þetta föndur var einn af þeim
skemmtilegu og jákvæðu hlutum
sem fylgdu dvölinni í sveitinni.
Þetta föndur er nú víða um land,
til dæmis í Þorlákshöfn og Vest-
mannaeyjum og þó nokkuð fleiri
stöðum á landinu.“
Árni vill lítið tjá sig um dvöl-
ina á Kvíabryggju og segir að ekki
verði sagt frá slíkri reynslu í blaða-
grein. Hann segir þó að hann hafi
komist að því að frelsisskerðing sé
eitt það hræðilegasta sem til er,
þótt ekki væri nema í klukkutíma,
en ekki níu mánuði eins og í hans
tilfelli.
„Auðvitað koma upp hlutir í líf-
inu og það er ekki alltaf allt sem
sýnist. Það tekur kannski ár eða
áratugi að koma því til skila eins og
það var í raun og veru. Það er und-
ir hverjum og einum komið hvern-
ig unnið er úr því. Það er verkefni
sem menn verða að lifa með.“
Ég spyr Árna hvort svona lífs-
reynsla sé ekki upplagt tækifæri til
þess að komast að því hverjir séu
raunverulegir vinir manns.
„Maður er auðvitað allt lífið að
læra hverjir eru vinir manns og
hverjir ekki og það þarf svo sem
ekki nein sérstök tilefni til þess.
En þegar á reynir kemur þetta
kannski skýrara í ljós. Í rauninni er
það svo að það er ekki það versta
að lenda í erfiðum aðstæðum. Ég
held að það sé miklu verra að upp-
götva að þeir sem maður treysti á
og taldi vera vini sína, hverfi bara
rétt sí svona, hver á sinn máta. Þá
máist myndin. Í því felst ekki bara
höfnun heldur einnig mikil lítils-
virðing. Öll ætlum við að standa
okkur 100 prósent í því sem við
gerum þótt stundum fari hlutirnir
öðru vísi en þeir áttu að gera.“
Eldgosið sem gaus þingmanni
Árni starfaði á Morgunblaðinu
þegar eldgosið hóft í Eyjum árið
1973 og átti gosið stóran þátt í því
að breyta aftur kúrsinum hjá Árna
sem var kominn til Eyja hálftíma
eftir að gosið skall á.
„Ég upplifði gosið frá fyrsta
hjartslætti sem varð til þess að
ég komst ekki hjá því að sjá hvað
Eyjarnar komu illa út úr þessum
náttúruhamförum, bæði fjárhags-
lega og samfélagslega. Ég átti bágt
með að þola það. Ein af nokkrum
þekktum bilunum í minni ætt er
sú að við höfum þörf fyrir að vinna
fyrir aðra, fyrir samfélagið. Ég hef
gríðarlegan áhuga á fólki, landi og
þjóð. Ég er beinskeyttur og hisp-
urslaus og þannig hef ég alltaf ver-
ið. Ástæða þess að ég fór í póli-
tík var beinlínis til þess að reyna
að hafa áhrif og gera mitt til þess
að hafa áhrif á að rétta hlut Eyja-
manna. Þegar maður er svo kom-
inn í pólitíkina fer maður auðvitað
að vinna að fleiri verkefnum og fyr-
ir aðra. En gosið var kveikjan að því
að ég fór út í þennan slag, þennan
suðupott sem pólitíkin er.“
Aðspurður segist Árni allt-
af hafa verið sjálfstæðismaður en
segir jafnframt að hann sé í sjálfu
sér ekki mjög pólitískur.
„Ég get unnið með hverjum
sem er. Í mínum huga er aðeins
eitt markmið, að vinna til árang-
urs, og ég geri ekki greinarmun á
fólki eftir pólitískum skoðunum
þess. En maður sem kemur úr ver-
stöð eins og Vestmannaeyjum sér
að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti
og besti báturinn og betur búinn
veiðarfærum en aðrir bátar. Þetta
segi ég út frá mínu einfalda barns-
hjarta þótt málið sé kannski flókn-
ara í sjálfu sér.“
Það gefur á bátinn...
Það hefur oft gefið á bátinn hjá
Árna og í nýafstöðnum alþingis-
kosningum völdu yfir 20 prósent
kjósenda þann kostinn að strika
yfir nafn hans á kjörseðlinum. Árni
vill ekki gera mikið úr málinu.
„Ég hef nú séð það svartara og
ég hef alltaf verið umdeildur. Ég
skil reyndar ekki hver ástæðan er
því ég er einstaklega blíðlyndur,“
segir Árni og brosir sínu ljúfa brosi.
„Ugglaust er það vegna þess að
ég er hispurslaus en á það ber að
líta að ég þoli sjálfur það sama frá
öðru fólki. Ég var líka alinn upp í
svokölluðum „lúkarstíl“ en þar var
mikið lagt upp úr skemmtilegheit-
um og myndrænum orðum. Í dag
þykir slíkt ekki við hæfi og er túlk-
að sem hroki og þótti. En þeir sem
stunda erfitt starf á sjó átta sig á því
að maður er manns gaman og fólk
gantast og skemmtir sér eða rífst í
lúkarnum eða á dekkinu eftir at-
vikum. Þetta var ég alinn upp við
og lærði tungutak sem er svolítið
salt. Sjálfur var ég bara eitt sumar
á sjó, sem skítkokkur, en pabbi var
skipstjóri og árum saman fór ég
niður á bryggju um leið og skólinn
var búinn. Þar beið ég eftir pabba
og hinum bátunum, þvældist á
milli lúkara og fékk dósamjólk og
Frónkex.“
Árni telur yfirstrikanirnar ekki
hafa neitt með dvölina á Kvía-
bryggju að gera og hefur ekki trú
á því að fólk nenni endalaust að
hanga í gömlum málum.
„Þegar svona gusa kemur þá er
hún fyrirfram skipulögð. Það gera
menn sem hafa einhverjar aðr-
ar hugmyndir, draga eitthvað eitt
fram á kostnað annars. En ugg-
laust er til eitthvað af fólki sem
þolir mig ekki. Það er bara eins og
gengur.“
Nú snýr Árni aftur á Alþingi eft-
ir að hafa undanfarið gripið í alls
konar verkefni og reynt að halda
sjó.
„Það kom til bæði vegna þess
að ég hafði áhugann og einnig
vegna þess að margir lögðu hart
að mér. Það gekk allt vel þótt ég
opnaði ekki einu sinni kosninga-
skrifstofu. Ég er að koma í þriðja
sinn inn á Alþingi. Ég fór fyrst inn
árið 1983 eftir prófkjör, árið 1987
var listanum stillt upp án prófkjörs
og þá var ég var færður til um sæti.
Þá kom Borgaraflokkurinn inn og
þá féll ég út af þingi í fjögur ár. Ég
kom aftur inn árið 1991 og nú kem
ég í þriðja sinn. Mér er sagt að það
séu bara tveir þingmenn í sögunni
sem hafa verið kosnir þrisvar með
millibilum. Hinn er Þorvaldur
Garðar Kristjánsson.“
Aftur á þing
Árni sýnir sömu stillinguna og
brosir með öllu andlitinu þegar
ég spyr hann hvernig það leggist í
hann að taka aftur sæti á þingi.
„Það leggst bara vel í mig. Ég er
í pólitík vegna þess að ég er hug-
sjónapólitíkus og það rímar vel
við bitkraft villidýrsins. Svo reyn-
ir maður að vinna úr því eins vel
og hægt er. Flokksfélagar mínir
hafa tekið mér vel, eins og reyndar
flestir aðrir.“
Talið berst að sjónvarpsfrétt-
um þar sem sýnt var þegar Geir
H. Haarde heilsaði nýjum alþing-
ismönnum með handabandi. Á
skjánum sýnist sem svo að Geir
hafi hunsað Árna, snúið í hann
bakinu og tekið í höndina á næsta
manni.
„Við Geir vorum búnir að
heilsast með virktum. Þetta er
kannski gott dæmi um það hvað
gerist þegar fjölmiðlarnir fara á
„Þá lærir maður stundum að maður hættir að vera maður og verð-
ur hluti af náttúrunni. Þetta kemur sér líka vel þegar maður lendir
í brimsköflum mannlífsins. Þá getur það komi manni til bjargar að
geta hætt að vera maður til þess að geta staðist álagið.“