Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Qupperneq 25
DV Helgarblað fimmtudagur 17. maí 2007 25
K
indurnar
horfðu undr-
andi á furðu-
hlutinn sem
lenti rétt hjá
þeim á akri
í Kaliforníu.
Flugmaður-
inn segist vera
sannfærður um að þeim hafi verið
sagt að einn dag myndi koma geim-
skip á þennan akur og út úr því stíga
geimvera. Kindurnar horfðu þannig
á Önnu Mjöll Ólafsdóttur, söngkonu
og lagasmið, að henni leið nánast
eins og geimveru.
„Ég hafði ekki hugmynd um hvar
ég var stödd!“ segir Anna Mjöll þeg-
ar hún rifjar upp þann dag sem hún
nauðlenti flugvél vinar síns. „Ég
var ein úti að fljúga á sunnudegi og
fór takkavillt. Í stað þess að undir-
búa vélina fyrir lendingu, drap ég á
hreyflinum,“ bætir hún við til útskýr-
ingar. „Flugvélin breyttist í nokkurs
konar svifdreka og það eina sem ég
var viss um var að við vélin værum
á leiðinni niður. Spurningin var bara
hvernig við ætluðum niður. Það
var dauðaþögn þarna uppi eftir að
slökknaði á hreyflinum og ég sá að ég
myndi ekki ná flugbrautinni svífandi
svo ég breytti um átt, sveigði frá raf-
magnslínum sem hefðu breytt mér
i Kentucky Fried Icelandic Chicken
í einum grænum og fann hæð sem
ég ákvað að lenda á. Ég held að ég
hafi verið með lokuð augu þegar ég
lenti og ég var með báða fætur læsta
á bremsunum þar sem ég hossaði
á ójöfnu grasinu. Þegar ég opnaði
augun og leit út sá ég alla vega þrjú
hundruð kindur sem störðu á mig.
Það var alveg ferlega fyndið. Þær
höfðu verið í miðjum kvöldmatn-
um en nú gleymdu þær að tyggja
og stóðu þarna í sjokki í sömu spor-
um. Þær héldu örugglega að ég væri
mætt á geimskipinu sem þær höfðu
heyrt um. Ég hoppaði út og skorð-
aði vélina af með möppum sem ég
fann aftur í og fór að reyna að finna
út í hvaða átt ég ætti að ganga. Þetta
var lengst uppi í sveit í Norður-Kali-
forníu, ekkert hús og enginn vegur
í augsýn, ekkert nema möndluakr-
ar og kindurnar, nýju vinirnir mín-
ir, og það var að byrja að dimma.
Þar sem ég stóð innan um kindurn-
ar og fylgdist með myrkrinu skella
á, birtist allt í einu mexíkóskur karl
á fjórhjóli með tvo hunda aftan á.
Hann bauð mér að hanga aftan á
með hundunum og ég fékk far með
honum á bæinn þar sem vinir mín-
ir biðu, vissir um að ég hefði lent í
einhverju og að vélin og ég værum
sennilega báðar ónýtar.“
Villtist í miðbænum
Anna Mjöll hefur verið betur
þekkt hér heima sem söngkona en
flugmaður, en það eru nokkur ár síð-
an hún lauk einkaflugmannsprófi.
Hún hefur verið búsett að mestu leyti
í Los Angeles í fimmtán ár, en segist
nú vera alveg til í að flytja aftur heim
til Íslands.
„Hér á Íslandi er einhver óútskýr-
anleg orka sem ég finn alltaf meira
og meira fyrir. Vordagarnir sem ég
hef dvalið hér hafa líka verið æv-
intýralega fallegir og ég nánast féll
í stafi í gær þegar ég fór Þingvalla-
hringinn. Ég hugsa að fáir ferða-
menn hafi tekið fleiri myndir en
ég gerði!“ segir hún skellihlæjandi.
„Mér finnst Ísland hafa breyst gríð-
arlega á þessum tæpu sjö árum frá
því ég kom síðast heim og það hef-
ur verið mikill vöxtur hér á öllu. Hér
eru svo margar flottar byggingar
niðri í miðbæ og mér finnst merki-
legt að Reykjavík skuli hafa breyst
svo mikið að mér tókst að villast í
miðbænum!“
Það var hægara sagt en gert að
finna Önnu Mjöll þessa fáu daga
sem hún dvaldi á Íslandi, enda notar
hún ekki farsíma hér á landi í stuttri
heimsókn.
„Ég er svo mikil sveitastelpa í
mér,“ útskýrir hún. „Ég var heldur
ekki með farsíma þegar ég nauðlenti
vélinni...“
Anna Mjöll er yngra barn tónlist-
arfólksins Svanhildar Jakobsdótt-
ur og Ólafs Gauks. Bróðirinn Andri
Gaukur er skurðlæknir í New Hamp-
shire í Bandaríkjunum.
„Sem ég skil alls ekki hvern-
ig honum dettur í hug!“ segir hún
hlæjandi. „Það líður yfir mig ef ég
bara sé blóð!“
Alltaf ein af strákunum
Í Fossvoginum þar sem Anna
Mjöll ólst upp mátti sjá hana fram
eftir öllum kvöldum að leika fót-
bolta. Vinahópurinn samanstóð
mestmegnis af strákum.
„Ég var strákastelpa og varð
aldrei gella. Þegar stelpurnar fóru
á rúntinn buðu þær mér ekki með;
ég var ekki nógu töff á mínum galla-
buxum og strigaskóm. Ég var alltaf
ein af strákunum og held ég sé það
ennþá. Ég var ákveðin í að semja
lög eins og pabbi gerði, fór að læra á
píanó og selló en var nú aldrei neitt
sérstaklega dugleg að æfa mig.“
Faðir Önnu Mjallar, Ólafur
Gaukur, lærði tónsmíðar við Grove-
tónlistarskólann í Los Angeles og
þangað hélt Anna Mjöll til náms
árið 1992, þá 22 ára.
„En ég var ekki fyrr byrjuð í nám-
inu en skólinn var lagður niður,“ seg-
ir hún og brosir glaðlega. „Kannski
þeir hafi ekki viljað fá mig sem nem-
anda og gripið til þessa ráðs. Ég vissi
ekki hvað ég vildi gera, fór heim,
aftur út, þá kom jarðskjálfti, ég fór
aftur heim – en ákvað svo að láta
reyna á það að búa í Los Angeles,
enda þekkti ég borgina vel og hafði
heimsótt hana oft með foreldrum
mínum frá því ég var barn. Það hef-
ur alltaf verið eitthvað í Los Angeles
sem hefur sogað mig til sín og þessa
sömu tilfinningu fékk ég núna á Ís-
landi, eiginlega í fyrsta skipti.“
Blond bakraddasöngkona
Upphaflega byrjaði Anna Mjöll í
námi í tónsmíðum fyrir stórar hljóm-
sveitir, en eftir að skólanum var lok-
að venti hún sínu kvæði í kross og hóf
nám í hljómborðsleik.
„Svo æxlaðist það einhvern veg-
inn þannig að ég fékk alltaf meira
og meira að gera í söngnum. Ég lauk
hljómborðsnáminu og ætlaði svo að
koma aftur heim.“
Það voru meira en ráðagerðir því
hún fór og keypti sér flugmiða. Þegar
hún kom heim af ferðaskrifstofunni
með miðann í hendinni blikkaði
ljósið á símsvaranum hennar og þar
heyrði hún rödd manns sem kynnti
sig sem Tim Devine, tónlistarstjóra
Julios Iglesias söngvara.
„Mér datt auðvitað ekkert annað
í hug en einhver væri að gera grín að
mér þegar ég heyrði hann bjóða mér
starf sem bakraddasöngkonu hjá
Julio,“ segir hún. „Ég hafði verið að
syngja í fermingarveislu hjá syni Ro-
berts Shapiro, lögmanns O.J. Simp-
son, og hljómborðsleikari hljóm-
sveitarinnar sem lék undir hafði
bent á mig, en gleymdi að láta mig
vita af því. Tim Devine sagði mér að
það vantaði blond bakraddasöng-
konu.“
Blond bakraddasöngkonu. Er
ekki svolítið ókurteist að orða þetta
svona?!
„Nei, það er sko ekkert ókurteist
við það!“ svarar hún brosandi. „Það
eru engar tilviljanir sem ráða því að
bakraddasöngkonurnar eru hver
með sinn háralitinn. Þær eru vald-
ar með tilliti til háralitar og hæfi-
leika. Ég fékk sendan geisladisk með
nokkrum lögum til að læra, fór og
söng fyrir Julio, var ráðin og hélt af
stað í þriggja ára tónleikaferðalag.“
Ekkert kvennaklósett
Það líf segir hún hreinskilnislega
ekki vera eins „glamorous“ og margir
kynnu að ætla.
„Við ferðuðumst um Suður-Am-
eríku, Ástralíu, Asíu, til nokkurra
landa Evrópu og víða um Banda-
ríkin. Við vorum þrjátíu manna
hópur og einn þeirra er einmitt
staddur hér á Íslandi núna með
Josh Groban. Svona tónleikaferða-
lög eru hálfgert sígaunalíf. Mað-
ur býr í ferðatösku, borðar þegar
maður sér mat og sefur þegar mað-
ur sér kodda. Við vorum eins og
ein risastór fjölskylda og þau tengsl
hafa alveg haldist. Það var oft mjög
gaman en svo var líka rifist – alveg
eins og gerist og gengur í bestu fjöl-
skyldum. Á sýningardögum mætt-
um við síðdegis á æfingar, sungum
á kvöldin og svo var haldið upp á
hótel með rútu. Oft fengum við
ekki nema þriggja tíma nætursvefn
og þá var þráðurinn oft stuttur
hjá mörgum. Þetta er hörkuvinna
og oftast er ekki fallegt baksviðs.
Á Spáni sungum við til dæmis á
nautabanaleikvangi, var fylgt eftir
af mönnum með vélbyssur og þeg-
ar ég bað um að fá að fara á klós-
ettið var svarið þvert nei. Þar var
ekkert kvennaklósett og konum var
bannað að fara á eina klósettið á
staðnum sem var karlaklósett. Það
segir kannski ýmislegt um hvernig
það er að vera á tónleikaferðalagi!“
Hamingjan er í náttúrunni
Þótt sjö ár séu liðin frá því að tón-
leikaferðinni lauk heyrir Anna Mjöll
alltaf í Julio Iglesias þegar hann kem-
ur til Los Angeles.
„Hann er einn besti náungi sem
ég hef kynnst og hefur ekki látið
frægðina stíga sér til höfuðs,“ segir
hún. „Honum finnst gaman að lifa
og hefur gaman af að borða góðan
mat og drekka góð vín. Hann kenndi
mér mikilvæga lexíu, sem er sú að
gott vín er það sem manni sjálfum
finnst gott á bragðið.“
Hún hefur lítinn áhuga á að tala
um kynni sín af Michael Jackson:
„Æi, það eru hundrað ár síðan ég
hitti hann!“ og segir enga hamingju
fylgja frægðinni.
„Ég held að hamingjan felist bara
í því að vera innan um fólkið sitt og
kunna að meta það sem maður hef-
ur,“ segir hún. „Ég held að maður sé
alveg jafn hamingjusamur að sitja
úti í guðsgrænni, íslenskri náttúru
með sína samloku eins og að sitja á
fokdýrum veitingastað þangað sem
einkaþota hefur flutt mann. Ég held
það sé jafnvel meiri hamingju að
finna úti í náttúrunni. Áhyggjuleysi
skiptir auðvitað miklu máli og ef
maður hefur nægilegt fé til að hafa
í sig og á, þá er maður á besta staðn-
um.“
„Finnst ég alltaf vera
á byrjunarreit“
Það kemur svolítið á spyrjanda
þegar Anna Mjöll svarar ekki strax
spurningunni um hvort hún sé sjálf
hamingjusöm. Vantar eitthvað í líf
þitt?
„Já.“ Svarið kemur snögglega.
„Það er sama hvað ég geri, mér
finnst ég aldrei hafa gert neitt. Mér
finnst ég alltaf vera á byrjunarreit.
Kannski er það fullkomnunarsinn-
inn í mér en mér finnst ég alltaf
þurfa að gera eitthvað meira og þótt
ég sé orðin 37 ára er ég ekki búin að
ákveða hvað ég ætla að gera þegar
ég verð stór. Tónlist gerir mig ham-
ingjusama. Ég er hamingjusöm þeg-
ar ég er að semja eða flytja tónlist. Ég
er ofsalega hamingjusöm að vera á
Íslandi. Ég er ofsalega hamingjusöm
yfir að vera nýgift...“
Gátum ekki verið nema saman
Nýgift?!
„Já, ég gifti mig á afmælisdag-
inn minn 7. janúar,“ segir hún og
hefur greinilega mjög gaman af að
koma svona á óvart. „Maðurinn
minn heitir Neil Stubenhaus og er
bassaleikari. Við erum búin að vera
sundur og saman í níu ár og það var
ekkert rómantískt við brúðkaupið.
Neil sagði bara að nú væru kom-
in níu ár, við værum búin að finna
út að við gætum ekki verið í sund-
ur og við skyldum bara gifta okkur.
Og það gerðum við á sýsluskrifstofu
í Los Angeles og fórum út að borða
á Hawaii-ískum veitingastað í tilefni
dagsins. Aloha!“
Eins og rótfast tré
„Ég held að hamingj-
an felist bara í því að
vera innan um fólkið
sitt og kunna að meta
það sem maður hefur.
Ég held að maður sé
alveg jafn hamingju-
samur að sitja úti í
guðsgrænni, íslenskri
náttúru með sína sam-
loku eins og að sitja á
fokdýrum veitingastað
þangað sem einkaþota
hefur flutt mann.“
Framhald
á næstu síðu
AnnA Mjöll, nýGiFt
oG HAMinGjusöM
„Við Neil vissum bara
að við gátum ekki verið
í sundur. Það var
ekkert rómantískt
við þetta!“