Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 26
Hún er samt þeirrar skoðunar að
það hafi verið ást við fyrstu sýn þeg-
ar þau sáust fyrst.
„Ég var í þriggja daga fríi frá
Julio og var að syngja á veitinga-
stað í Los Angeles. Þegar verið var
að loka staðnum kom til mín nýgift
par og spurði mig hvort ég vissi um
einhvern stað sem væri opinn. Ég
benti þeim á stað sem vinur minn
var að leika á en hann hafði beð-
ið mig að koma við á heimleiðinni.
Það má segja að ég hafi elt þetta ný-
gifta par – og á þessum stað hitti
ég Neil fyrst. Við náðum vel sam-
an frá fyrstu stundu. Þetta var ekki
blússandi ást, en það er gott merki
þegar fólk á sömu bylgjulengd hitt-
ist og getur talað saman. Fólki sem
þekkir mig ekki finnst skrýtið að ég
skuli aldrei hafa átt þann draum að
gifta mig í hvítum kjól með langan
slóða. Ég skil alveg þær sem eiga
slíkan draum, en ég yrði svo stress-
uð ef ég ætti að vera í aðalhlutverki.
Ég er nefnilega pínulítil í mér. Ég
get alveg sungið frammi fyrir fjölda
manns og finnst gott að syngja fyrir
sal sem er með mér. Mér finnst gift-
ingar-„sjóið“ bjóða upp á að maður
er einn í lykilhlutverkinu og augu
allra beinast að manni. Það finnst
mér óþægileg staða og ég mundi
sennilega bara hlaupa í burtu.“
Sveitastelpa inn við beinið
Allt annað mál finnst henni að
syngja frammi fyrir fjölda manns –
svo fremi sem fólkið taki undir. Ertu
sem sagt að segja mér að þú sért
hlöðuballsstelpa?
„Já, nákvæmlega!“ svarar hún
og hlær glaðlega. „Mér finnst fátt
skemmtilegra en svona stemn-
ing eins og ríkir í réttunum. Ég er
sveitastelpa inn við beinið. Og tal-
andi um hlöður, þá verð ég að segja
þér söguna af því þegar ég fór með
vini mínum, nautabóndanum, að
kaupa naut. Ég mætti náttúrlega í
hvíta dressinu, hvítum gallabuxum
og hvítri skyrtu með hvíta kábojhatt-
inn, því ég hafði aldrei farið á nauta-
uppboð. Við mættum inn í hlöðu
sem var full af kábojum, tyggjandi
munntóbak og skyrpandi því út úr
sér í allar áttir. Einu sætin sem voru
laus voru fremst, sannkölluð stúku-
sæti. Veslings nautin voru auðvitað
stressuð og fengu niðurgang. Það
var ekki nóg með að nautið fengi
niðurgang heldur sletti það líka hal-
anum svo það rigndi yfir okkur. Ká-
bojunum fannst svaka gaman að fá
þarna aukasýningu og við hættum
við kaupin. Það var ekki góð lykt af
mér þann dag og hvítu fötin voru
allt annað en hvít!“
Henni finnst Los Angeles hvorki
stærri né flóknari en Reykjavík og
bendir á að borgin sé í raun byggð
upp á litlum hverfum. Sjálf býr hún
í Studio City, rétt við CBS og Warner
Brothers. Hollywood er handan við
hæðina og hún vinnur með þekktu
fólki í tónlistarbransanum.
„Ég hef verið að vinna með
manni sem heitir C.J. Vanston og
var tónlistarstjóri Joe Cocker þeg-
ar hann kom hingað í fyrra. C.J. var
beðinn um að vera tónlistarstjóri
fyrir Josh Groban en hafði ekki
tíma. Neil maðurinn minn hefur oft
leikið undir hjá Josh Groban og ég
hitti Josh nokkrum sinnum á góð-
gerðartónleikum áður en hann varð frægur. Hann er mjög almennileg-
ur og góður maður. Fræga fólkið er
ekki öðruvísi en við, nema það þoli
ekki frægðina. Josh Groban er einn
þeirra sem þolir að vera heimsfræg-
ur. Það gerir Barbra Streisand líka.“
Nennir ekki í tónleikaferð með
Streisand
Bíddu, hvert erum við komnar
hér? Hvernig veist þú hvernig Bar-
bra Streisand er?
„Neil maðurinn minn er sko
bassaleikarinn hennar,“ segir hún
rétt sí svona. „Neil er A listamaður
og hefur spilað með mörgum þekkt-
um tónlistarmönnum eins og Qu-
incy Jones. Núna er Neil í New York
á æfingum, því í júní hefst tónleika-
ferðalag Barbra Streisand um Evr-
ópu. Ég held ég nenni ekki að fara
með í ferðina, því eins og ég sagði
áðan þá er þetta ekki eins glamor-
ous og það hljómar.“
Þrátt fyrir að augljóst sé að Anna
Mjöll er mjög ástfangin af mannin-
um sínum staðfestir hún það sem
hún sagði í upphafi samtalsins:
Að hún geti vel hugsað sér að flytja
heim til Íslands.
„Já, ég get hugsað mér það.
Heimurinn er orðinn svo lítill að
það er allt hægt. Neil gæti varla búið
hér starfs síns vegna en það sem
við höfum lært á þessum níu árum
sem við höfum verið saman er að
við þurfum bæði okkar rými. Þess
vegna gætum við verið hjón með eitt
sameiginlegt heimili en hvort sinn
vinnustaðinn. Við heyrum hlutina
eins. Það skiptir ekki máli hvað fólk
heyrir, eins lengi og það heyrir það
sama og sér hlutina á sama hátt. Við
Neil tölum sama tungumál þótt við
tölum ekki sama tungumál.“
Sendi lag til Celine Dion
Dögunum ver Anna Mjöll ým-
ist við lagasmíðar eða upptökur í
hljóðveri og hún á nokkra drauma
sem tengjast söngnum.
„Eitt af því sem ég vil gera er að
stofna smá fyrirtæki sem framleið-
ir tónlist eftir óskum,“ segir hún.
„Nokkurs konar umboðsskrifstofu,
þar sem ég útvega rappara, djass-
ara eða hvers konar músík sem
fólk óskar eftir. Sjálf er ég góð í að
skrifa ballöður, nútíma kántrítón-
list og djass. Ég átti þrjú lög í kvik-
myndinni For Your Consideration
sem var frumsýnd í fyrra. Sú mynd
var í leikstjórn Christophers Guest,
sem er giftur Jamie Lee Curtis leik-
konu. Sá maður gerði líka myndina
Spinal Tap en sú hljómsveit mun
spila á Life Earth-tónleikunum á
Wembley-leikvanginum 7. júlí. Svo
var ég að semja lag og senda til Cel-
ine Dion. Lífið í Los Angeles er ekk-
ert öðruvísi en hér. Lífið er flétta.
Maður kynnist einum sem kynnir
mann fyrir öðrum og þannig mynd-
ast kjarni í kringum mann. Það eina
sem fólk þarf að gæta sín á er að
halda sig við góða fólkið og forðast
þá sem reyna að klekkja á manni.
Sjálf er ég þannig skapi farin að ég
hef ekki tíma til að erfa neitt við
neinn. Ég sveigi bara hjá erfiðleik-
um og held áfram í aðra átt. Karma
sér um afganginn.“
Bónusgæjarnir ættu að vera
fjármálastjórar Íslands
En þótt hún sé heillaðri nú en
nokkru sinni fyrr af heimalandi sínu
er henni brugðið yfir verðlaginu.
„Jafn sjálfsagður hlutur og augn-
háralitur kostar sjö sinnum meira
hér á Íslandi en í Ameríku,“ segir
hún. „Ég skil ekki hvernig Íslend-
ingar fara að því að lifa, eins og allt
er ofsalega dýrt hér. Ég var skráð úr
landi árið 2001 án þess einu sinni
að vera tilkynnt um það og komst
að því fyrir hreina tilviljun þegar ég
fór á heilsugæslustöð. Mér finnst
að það eigi bara að ráða einn fjár-
málastjóra yfir Íslandi sem getur
kippt öllu í liðinn. Hvað heita þessir
Bónusgæjar? Það ætti bara að ráða
þá til að reka Ísland. Þeir eru greini-
lega meistarar i sínu fagi. Það þarf
að reka landið eins og fyrirtæki og
ég er viss um að þeir myndu koma
þjóðinni á réttan kjöl á mettíma. Ég
er ekki sátt við að vera afskráð sem
Íslendingur því ég verð aldrei ann-
að en Íslendingur. Ég sakna íslenska
kraftsins og ég sakna alltaf íslenska
vorsins. Það er stór gjöf að vera Ís-
lendingur. Rætur mínar eru alltaf
hér. Ég er eins og tré. Þótt tréð teygi
greinar sínar víða eru ræturnar allt-
af á sama stað.“ annakristine@dv.is
„Ég er ekki sátt við að vera afskráð sem Íslend-
ingur því ég verð aldrei annað en Íslendingur.
Ég sakna íslenska kraftsins og ég sakna alltaf ís-
lenska vorsins. Það er stór gjöf að vera Íslending-
ur. Rætur mínar eru alltaf hér. Ég er eins og tré.
Þótt tréð teygi greinar sínar víða, eru ræturnar
alltaf á sama stað.“
SveitaStelpa og lÍtil Í Sér
„Ég varð aldrei gella. Þegar stelpurnar fóru
á rúntinn var ég í fótbolta með strákunum.“
Með eigiNMaNNiNuM
Neil StuBeNhauS
„Það er gott merki þegar fólk
á sömu bylgjulengd hittist
og getur talað saman,“ segir
Anna Mjöll um manninn sem
hún hefur verið með í níu ár.
Með JaMie lee CurtiS
Anna Mjöll samdi þrjú lög fyrir kvikmynd-
ina For Your Consideration sem eiginmað-
ur Curtis, Christopher Guest leikstýrði.
Með quiNCy JoNeS
Eiginmaður Önnu Mjallar hefur spilað
með fjölda þekktra tónlistarmanna, þar á
meðal goðsögninni Quincy Jones.
Með DiaNe warreN
Anna Mjöll býr mitt í hringiðu fræga
fólksins í Los Angeles og vinnur með
mörgum þekktum tónlistarmönnum.
fiMMtudAGur 17. MAí 200726 Helgarblað DV