Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 31
DV Sport Föstudagur 4. maí 2007 31 Bölvun að vera andlit nFl Madden? Vince Young leikmaður Tennessee Titans í NFL-deild- inni var valinn til að vera framan á NFL Madden-tölvu- leiknum fyrir árið 2008. Hann á því slæmt tímabil fram undan sé tekið mið af forverum hans sem allir hafa átt í erfiðleikum eftir að hafa verið andlit leiksins. Bölvun Madden, eða bölvun leikmanna sem eru framan á NFL Madden-leikjunum vinsælu er þekkt í Bandaríkjunum. Þeir leik- menn sem hafa verið andlit leiksins að und- anförnu hafa annað hvort meiðst eða leikið afleitlega. Marshall Faulk, Daunte Culpepper, Mi- chael Vick, Donovan McNabb og Shaun Alex- ander hafa allir lent í slæmum meiðslum eftir að hafa verið framan á tölvuleiknum. Meiðsli leikmannanna hafa leitt til þeirra spurninga hvort það sé óhappamerki að vera framan á NFL Madden. Garrison Hearst (1999) Garrison Hearst var fyrsti leikmaðurinn sem var andlit NFL Madden. Hearts hafði átt besta ár sitt í NFL árið áður, hljóp 1.570 yarda og skoraði sjö snertimörk. Hann leiddi San Francisco 49ers í úrslitakeppnina en nánast um leið og leikurinn kom út ökklabrotnaði hann illa á móti Atlanta Falcons. Barry Sanders og Dorsey Levens (2000) Barry Sanders var stjarna Detroit Lions í 10 ár. Skömmu eftir að leikurinn kom út hætti Sanders óvænt með Detroit. Dors- ey Levens hlaupari Green Bay Packers var fenginn í staðinn og var hann framan á leiknum í Pal-útgáfu. Eftir að hafa hlaup- ið 1.034 yarda árið 1999 komst hann rétt rúmlega 200 yarda sama ár og leikurinn kom út. Honum var síðan skipt til Philadelpia Eag- les en náði ferlin- um aldrei aftur á flug. Hann hætti 2004. Eddie George (2001) Eddie George leikmaður Tennessee Tit- ans var næstur á blað. Þótt hann hafi náð sínu besta ári í yördum og snertimörkum talið þá kostaði hann Tennessee fjölmarga leiki með því að missa boltann klaufalega frá sér. Eftir að hafa verið andlit NFL Madd- en náði hann aldrei meira en 3,4 yördum í leikkerfi. Daunte Culpepper (2002) Daunte Culpepper lék með Minnesota Vikings og var leikstjórnandi liðsins. Hann var andlit leiksins 2002 eftir að hafa lengi leikið frábærlega með Minnesota. Árið 2000 leiddu 33 köst hans til snert- imarka en eftir að hafa farið í myndatöku til að taka myndir fyrir leikinn fór allt á versta veg fyrir hann. Hann kastaði bolt- anum þrettán sinnum í hendur andstæð- inganna og aðeins fjórtán sinnum leiddu sendingar hans til snertimarka. Eftir að- eins ellefu leiki varð hann fyrir slæmum hnémeiðslum sem bundu enda á tímabilið fyrir hann. Eftir það átti hann undir högg að sækja og var skipt til Miami Dolphins árið 2004. Þar hefur lítið gengið og lagðist hann enn á ný undir hnífinn fyrir skemmstu og er ekki búist við að hann snúi aftur. Marshall Faulk (2003) Marshall Faulk hjá St. Lois Rams var framan á leiknum árið 2003. Eftir að hafa spilað meiddur árið áður og skorað 10 snertimörk fékk hann þann vafasama heiður að vera andlit leiks- ins. Sag- an end- urtók sig enn á ný og hljóp Faulk aldrei meira en 1.000 yarda eftir að hafa ver- ið framan á leiknum. Michael Vick (2004) Aðeins fimm dög- um eftir að NFL Madden kom út árið 2004 með leikstjórnanda Atlanta Falc- ons Michael Vick framan á meiddist hann. Handarbrotn- aði illa í æfingar- leik. Hann snéri til baka í síðustu fimm leikjum Atlanta en náði ekki að snúa gengi liðsins við og komst Atlanta ekki í úrslitakeppnina. Ray Lewis (2005) Í fyrsta sinn var varnarmaður framan á leiknum. Var það Ray Lewis, annálaður harð- jaxl í liði Baltimore Ravens sem þótti afburðarsnjall að komast inn í send- ingar mótherjanna. Árið sem leikurinn kom út fór tölfræði Lewis hins vegar beint niður. Hann komst ekki inn í neina sendingu, meiddist í sjöttu leikviku og lék ekki meir. Ravens komst ekki í úrslitakeppn- ina það árið. Shaun Alexander (2007) Shaun Alexander var af mörgum tal- inn besti hlaupari deildarinnar þegar hann fékk þann vafasama heið- ur að vera and- lit NFL Madden 2007. 2005-2006 hljóp hann 1.880 yarda og skoraði 28 snertimörk sem þá var met. En skömmu eft- ir að leikurinn kom út fótbrotn- aði hann og náði hann ekki 1.000 yarda markinu í fyrsta sinn á ferl- inum. Vince Young (2008) Stuðningsmenn San Diego Chargers sendu undir- skriftalista til EA Games, sem býr til leikinn, þar sem farið var fram á að fyrirtækið myndi ekki setja stjörnuleikmann- inn Ladainian Toml- inson framan á leikinn. Aðdáendurnir gerðu sér grein fyrir að það væri ein- hvers konar bölvun að vera framan á leikn- um en Young sem er leikstjórnandi er hvergi banginn. „Ég borða ógæfu í morg- unmat. Ég trúi ekki á svona vitleysu.“ Nú er bara að fylgjast með næsta tímabili í NFL og sjá hvort Young hafi betur við það sem virðast vera örlög. Donovan McNabb (2006) Eftir að hafa leitt Philadelphia Eagles í Superbowl árið 2004 var leikstjórnandinn Donovan McNabb andlit NFL Madden árið 2006. Skömmu eftir að hafa gert samn- ing þess efnis, lenti honum saman við aðra stjörnu Eagles, Terrel Owens. Samband þeirra félaga var slæmt og hafði það áhrif á gengi liðsins. Í fyrsta leiknum árið 2005 meiddist svo McNabb í nára en neitaði að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. En eftir að hafa tapað leik gegn Dallas Cow- boys upp á sitt ein- dæmi ákvað McNabb að leita lækninga og spilaði ekki meira á tímabilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.