Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Qupperneq 35
DV Sport fimmtudagur 17. maí 2007 35 as Bjärsmyr og er jafngamall mér. Hann er mjög góður leikmaður. Svo er Hjálmar þarna í vinstri bakverð- inum og sænskur leikmaður í hægri bakverðinum,“ segir Ragnar. Anfield er draumurinn Ragnar á nítján leiki að baki fyr- ir yngri landslið Íslands, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Hann stefn- ir að því að komast í A-landsliðið eins og margir aðrir atvinnumenn. „Mað- ur vill náttúrulega alltaf spila fyrir landsliðið og þá er draumurinn að spila í ensku deildinni,“ segir Ragnar en hans lið á Englandi er Liverpool og má segja að æðsti draumur hans sé að spila á Anfield. Eins og áður sagði kemur Ragn- ar úr röðum Fylkis en þar er hann uppalinn. Hann fylgist vel með gangi mála hjá uppeldisfélagi sínu. „Ég var einmitt að uppgötva það að ég fylgist betur með íslenska boltanum núna en þegar ég var sjálfur að spila í hon- um. Ég hef mikið verið að fylgjast með á netinu gegnum heimasíðu KSÍ og fótbolta.net. „Svo hringdi pabbi í mig eftir leikinn og sagði að Fylkir hefði verið að spila alveg skelfilegan bolta. En sigur vannst og það er það sem mestu máli skiptir.“ Spilamennska IFK Gautaborgar er öðruvísi í ár en hún hefur verið. „Und- anfarin ár hefur liðið víst verið að spila nokkurs konar „kick-and-run“ fótbolta og verið mjög varnarsinn- að. Nú eru hins vegar komnir þjálfar- ar sem vilja láta það spila alvöru fót- bolta og við erum mikið á æfingum að halda bolta innan liðs. Þetta er allt í áttina og í síðasta leik stjórnuðum við leiknum allan tímann. Gamla taktík- in er ennþá svolítið föst í sumum leik- mönnum en þetta er allt að koma,“ segir Ragnar. Íslenskir fótboltamenn eru komnir á kortið í Svíþjóð og segir Ragnar það ekki leyna sér. „Það er vel tekið eftir Ís- lendingum hérna. Ég hef spjallað við þónokkra fótboltaáhugamenn hérna sem tala allir um það að Íslendingum í sænsku deildinni fjölgi. Það er því alveg greinilegt að Ísland er komið á kortið hérna hvað varðar fótboltann.“ Ragnar er ungur að árum og segir að sænski boltinn henti mjög vel fyr- ir unga íslenska leikmenn. „Það tek- ur ekki langan tíma fyrir íslenska leik- menn að aðlagast sænska boltanum. Eyjó hefur til dæmis verið meiddur en kom síðan inn sem varamaður í síð- asta leik hjá GAIS. Hann var ekki lengi að finna taktinn og spilaði mjög vel, það hefur verið talað um það,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir að vera í skýjunum með dvöl sína í Gautaborg stefnir hugur Ragnars enn hærra. „Auðvitað vill maður komast enn lengra. En það er ljóst að það mun ekkert gerast nema ég standi mig mjög vel hérna og ein- beiti mér að því verkefni. Ég er að gera mitt besta, legg mig allan fram og svo vonandi í framtíðinni gerist eitthvað annað. Maður þarf að taka þessi litlu skref,“ segir Ragnar Sig- urðsson. elvargeir@dv.is Fylgist núna betur með boltanum heima England er draumurinn draumur ragnars er að spila einn daginn í ensku úrvalsdeildinni Líkar vel við lífið í Gautaborg ragnar er mjög ánægður í Svíþjóð og segist ástfanginn af gautaborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.