Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 38
F rá því konur þyrp- tust í Línuna eða horfðu á mynd- band með Jane Fonda hafa margir megrunarkúrar lit- ið dagsins ljós. Fólk grípur til ýmissa ráða til að losa sig við aukakílóin og þrátt fyrir óteljandi mislukkaðar tilraunir eru of marg- ir sannfærðir um að megrunarkúr- ar virki. Sem þeir gera ekki, segja þeir sem best þekkja til. Hvítvínskúrinn er sennilega besti kúrinn sem litið hefur dagsins ljós. Miklu betri en melónukúrinn sem fólst í að nærast eingöngu á melónum. Hvít- vínskúrinn fólst í því að nærast ekki á neinu nema hvítvíni, nokkrum glös- um á dag, og þótt sannað þyki að eitt glas af hvítvíni eða tvö af rauðvíni sé bara hollt, finnst varla nokkur mann- eskja í dag sem ráðleggur drykkju sem lausn á vanda við aukakílóum. Hvítvínskúrinn var frábær að því leyti að fólk hafði um annað að hugsa en hvort það væri feitt eða ekki og mundi ekki einu sinni eftir því hvort það hefði borðað eða ekki. Gleðin var mikil þegar þau tíðindi bárust að það mætti skipta út hvítvíninu og drekka þess í stað kampavín. Reyndar nokk- uð dýr kúr, en hvað gerir fólk ekki til að vera grannt?! Atkinskúrinn sá lífseigasti „Það hafa margir mismunandi og misviturlegir megrunarkúrar náð vin- sældum í gegnum árin og stefnurn- ar hafa verið mismunandi eftir tíð- arandanum og tískunni,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og nær- ingarfræðingur. „Margir reyndu megr- unarkúr Atkins fyrir nokkrum árum, við misjafnan árangur, en Atkinskúr- inn er líklega einn sá lífseigasti því hann varð fyrst vinsæll fyrir fjörutíu árum. Bækur um þann megrunarkúr hafa selst í yfir 45 milljónum eintaka. Því skyldi engan undra að margir hafi fylgt í kjölfarið og kynnt sínar útgáfur af megrunarkúrum með bókaútgáfu, matvöruframleiðslu, námskeiðum og alls konar varningi – því hver vill ekki fá sinn skerf af öllum þeim peningum sem megrunarmarkaðurinn veltir?“ Sæla á salerni Einn þeirra sem fylgdu fordæmi At- kins læknis var hjartasérfræðingurinn Arthur Agatston sem hannaði South Beach-kúrinn. Svo mikill áhugi greip um sig á Íslandi þegar bók um þann kúr kom út að hún seldist upp á met- tíma. Greinarhöfundur var einn hinna heppnu - náði síðasta eintaki bókar- innar hjá Eymundsson í Austurstræti. Til að tryggja að enginn annar keypti bókina var lagt ólöglega og sektin sem margfaldaði verð bókarinnar skipti engu máli. Nú skyldið boðið til mat- arveislu. Eftir þá reynslu var ég sannfærð um að Arthus Agatston væri ekki hjarta- læknir heldur klósettpappírsframleið- andi. Þegar ég lýsti langri dvöl gest- anna á salerni dagana eftir matarboðið benti matgæðingur mikill mér á að það væri ekki furða, balsamedik mætti ekki sjóða í ofni í fimmtíu mínútur! Öfgafyllri kúr = óæskilegri „Út af fyrir sig þarf engan sérfræð- ing til að segja sér að megrunarkúr sé engin töfralausn,“ segir Örn Svav- arsson, ævinlega kenndur við Heilsu- húsið sem hann átti um áratugaskeið. „Hafi fólk hins vegar viljafestu og sjálf- saga til að halda áfram því prógrammi sem fylgir flestum megrunarkúrum - að borða minna og hreyfa sig meira - þá geta slíkir kúrar verið góður byrjun- aráfangi í slíkri lífsstílsbreytingu. Hvort einhver megrunarkúr gangi í berhögg við næringarfræðilega þekkingu okkar í dag? Til sanns vegar má færa að því öfgafyllri sem kúrinn er, því líklegra er að hann sé óæskilegur og jafnvel skað- legur heilsu okkar. Ég þekki ekki alla þessa sem þú taldir upp, en ég hygg að ekki þurfi mikinn næringarsér- fræðing til að átta sig á að áfengiskúrar séu varla vænlegir til raunverulegs ár- angurs, þó ekki væri nema af tveimur ástæðum, áfengi er auðugt af hitaein- ingum og undir áhrifum áfengis deyf- ist viljafestan þannig að hættan á ofáti eykst.“ Að mati Arnar er Atkinskúrinn óæskilegur, jafnvel hættulegur. „Svona einhæf og mikil prótein- neysla getur skaðað margvíslega starf- semi líkamans og líffæri eins og til dæmis nýru verða fyrir miklu álagi. Nýrun geta jafnvel skaðast varanlega, sem er alvarlegur hlutur því nýrun er ekki hægt að lækna hafi þau gefið sig. Þá er eina hjálpin nýrnavél eða nýrna- skipti og ég bendi á http://www.at- kinsexposed.org/atkins/79/Ameri- can_Kidney_Fund.htm. Raunar hafa flestar stofnanir og samtök innan heil- brigðisgeirans, í Bandaríkjunun og víðar, meðal annars hérlendis, varað við þessum kúr.“ Þriðjungur kvenna ósáttur við líkamsþyngd sína Þegar rætt er um alla þá megrunar- kúra sem í boði hafa verið segir Anna Sigríður að það sé eðlilegt að þegar eitt æði gangi yfir, taki annað við, svo stór sé markaðurinn. „Hvað eftir annað virðist fólk gleypa við gylliboðum og loforð- um um grennri líkama, þrátt fyrir að margir hafi gert síendurteknar, mis- heppnaðar tilraunir. Það er ekki bara aukin tíðni ofþyngdar og offitu sem gerir megrunarmarkaðinn að því gó- senlandi sem hann er, því margir virð- ast kúrarnir beinast að þeim sem síst þyrftu að grennast, og sést það kannski best á þeim kúrum sem í gegnum tíð- ina eru fengnir frá fyrirsætum og leik- urum sem eru þekkt fyrir allt annað en lafandi spik. Til marks um það hversu þungt útlitskröfur um grannan líkama virðast vega í hugum margra kvenna má sjá að í landskönnun á mataræði Íslendinga sem Manneldisráð gerði árið 2002 var um þriðjungur þeirra kvenna sem voru í kjörþyngd ósátt- ur við líkamsþyngd sína og vildu vera grennri eða voru að reyna að léttast. Karlar eru hins vegar almennt sáttari við eigið holdafar þótt talsvert margir karlmenn reyni líka hina ýmsu megr- unarkúra.“ Ekki samansemmerki milli þess að vera grannur og hraustur Örn Svavarsson bendir á að megr- unarkúrar séu misóheppilegir og heil- brigðar leiðir til þyngdartaps geri ráð fyrir að það sé ekki skjótfengið. „Þótt flestir megrunarkúrar eigi það sameiginlegt að vera ekki ætlað að endast, eins og nafnið gefur til kynna, eru þeir misóheppilegir. Það virðist oft gleymast í umræðunni um megrun að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera grannur og að vera hraustur. Heilbrigðar leiðir til þyngdartaps þar sem fæðið er ekki of takmarkað, þar sem gert er ráð fyrir hreyfingu og þar sem umfram allt er gert ráð fyrir að þyngdartapið taki sinn tíma, fer betur með líkamann en skjótfengnar skyndi- lausnir. Það er svo sem ekki stórmál og bara eðlilegt að sveiflast kannski tvo til þrjú kíló til og frá milli mánaða og í raun mjög eðlilegt til dæmis í kring- um tíðahringinn hjá konum, en stærri þyngdarsveiflur sem oft koma í kjölfar síendurtekinna megrunarkúra auka mjög álagið á líkamann og geta ýtt undir ýmsa sjúkdóma. Það er í raun betra að léttast ekki neitt en að léttast til þess eins að bæta kílóunum við sig aftur og jafnvel gott betur eins og er svo algengt.“ Offituvænt umhverfi „Það er vandlifað í samfélagi þar sem tíminn er svo naumur að flest- ar ferðir eru farnar á bíl í þeim til- gangi að spara tíma og maturinn að sama skapi hálf- eða fullbúinn áður en heim er komið þar sem ekki er tími til eldamennsku,“ segir Anna Sigríður. „Framboð af mat er meira en nokkurn tímann og ekki nokkur þörf á að vera svangur. Við getum fengið allt sem hugurinn girnist, þegar hann girnist það. Þetta má í raun líta á sem um- hverfisáhrif hvernig ástatt er hjá mörg- um, ekki ósvipað hækkandi hitastigi jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa. Það er ekki nema eðlilegt að við sækjum í mat sem okkur þykir góður, og borðum of mikið af honum, þegar allir skammtar eru ofurstórir og diskarnir líka. Okkur er líka mjög tamt að hreyfa okkur ekk- ert frekar en þörf krefur og tækifærin til kyrrsetu og hreyfingarleysis eru allt- of mörg. Almennt má segja að helsti kostur megrunarkúra og það sem þeir eiga nánast allir sameiginlegt er ein- mitt að takmarka þann mat sem má borða, annað hvort með því að banna sem flest af því sem fljótlega fyllir kal- oríukvótann eða með því að boða að bara megi borða eitt og annað sem þarf að fara bæinn þveran og endi- langan til að nálgast. Það vantar hins vegar að krafa sé gerð um að vistirnar skuli nálgast fótgangandi eða á hjóli! Það er í raun einn af stórum göllum flestra kúra, að gert er ráð fyrir að fólk svelti sig í stað þess að borða hæfilegt magn matar valið af kostgæfni og auka brennsluna með meiri hreyfingu. Lík- lega gera metsölubókahöfundarnir sér grein fyrir að enginn hefur orku til að hreyfa sig þegar hann borðar sam- kvæmt ströngustu kúrum auk þess sem töfralausnin getur tæpast falist í líkamlegri vinnu – fyrirhafnarlaust skal það vera – og þess vegna er það líka oftast dæmt til að mislukkast. Um- fram allt vantar þó alveg í kúrana að unnið sé með breytta hegðun fólks og viðhorf til sjálfs sín og umhverfisins. Kolvetnasnauðir kúrar Nú eru farnar að birtast niðurstöð- ur rannsókna þar sem áhrif kolvetna- snauðra kúra hafa verið könnuð. Þær benda til þess að það sé fyrst og fremst háð fjölda hitaeininga en ekki hlutfalli kolvetna hversu mikið fólk léttist. „Í samanburði við fitusnautt fæði virðist þyngdartap þó ganga hraðar í allt að sex mánuði ef fæðið er kolvetna- snautt en eftir megrun í tólf mánuði er þyngdartapið nokkuð sambærilegt,“ segir Anna Sigríður. „Líklega er galdur- inn á bak við kolvetnasnauðu kúrana fyrst og fremst falinn í því hversu mörg matvæli eru útilokuð úr fæðunni. Ein- fimmtudagur 17. maí 200738 Helgarblað DV Töfralausnir Þriðjungur kvenna er ósáttur við líkamsþyngd sína. Fólk er reiðubúið að ganga langt til þess að missa nokkur kíló og megrunarmarkaðurinn veltir milljörðum. Hvítvínskúrinn, melónukúrinn, Lín- an, danski kúrinn, detox - allt er reynt. Árangurinn lætur oft ekki á sér standa en sælan er skammvinn. Örn Svavarsson, Örn í Heilsuhúsinu „Á löngum ferli í veröld hollustuvara sá ég að fólk vill „patent“ lausnir.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir „Það er staðreynd að offita er sjúkdómur. fjöbreytt fæði og aukin hreyfing er alltaf mikilvægt.“ og töff útlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.