Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 49
DV Helgarblað fimmtudagur 17. maí 2007 49
Sakamál
Flestar hengingar í Bandaríkjunum á nítjándu
öld voru framkvæmdar af lögreglustjórum þeirra
bæja eða sýslna þar sem dómurinn hafði verið
kveðinn upp. Lögreglustjórar þess tíma voru ekki
endilega sérfræðingar í aftökum með hengingu
og ekki var hugað að fallhæð með það fyrir aug-
um að háls sakamanna brotnaði. Fæstir sem létu
lífið með hengingu dóu því skjótt eða kvalalaust.
Algengt var að sakamenn stæðu á stól sem síðan
var sparkað undan viðkomandi, eða notast við
næsta tré. Gálgi með fallhlera varð ekki algengur
fyrr en uppúr 1870 og því ekki óalgengt að saka-
menn hengdust hægt og rólega í stað þess að
hálsinn brotnaði.
Paula eða Pablita
Það er ekki á hreinu hve gömul hún var, nítj-
án, kannski, eða tuttugu og sex, eða tuttugu og
sjö. Heimildum ber engan veginn saman. Hvert
henner rétta nafn var er líka á huldu. Flestar
heimildir segja að hún hafi heitið Paula Angel, en
hún hefur einnig verið nefnd Pablita Martin. En
stærsta ráðgátan er hvers vegna hún var tekin af
lífi og hvernig lögreglustjóranum tókst að klúðra
aftökunni eins hroðalega og raun bar vitni. Við
þeirri ráðgátu hefur ekki fengist svar þó liðin séu
hátt í hundrað og fimmtíu ár síðan aftakan fór
fram.
Ástríðuglæpur
Paula Angel var fyrsta og eina konan sem tek-
in var af lífi í Nýju - Mexíkó, sem þá var og hét.
Hún var fundin sek um að hafa stungið giftan
elskhuga sinn, Juan Miguel Martin, til bana þeg-
ar hann ákvað að binda endi á samband þeirra.
Aftakan fór fram þann 26. apríl árið 1861 í San
Miguel, sem nú heitir Las Vegas. Er það mál
manna sem kynnt sér hafa glæpi og refsingu þar
sem konur áttu í hlut að líflátsdómur Paulu hafi
verið sérstaklega strangur, ekki síst þar sem um
var að ræða ástríðuglæp.
Fjarvera fjölmiðla
Sumir hafa skýrt dóminn á þann hátt að fjöl-
miðlum hafi verið fullkomlega ókunnugt um
málið og það fékk því enga umfjöllun. Af þeim
sökum var aldrei um að ræða skilning hins al-
menna borgara á þeim kringumstæðum sem
einkenndu verknað Paulu og þar af leiðandi var
málið aldrei rætt á þeim nótum að hægt væri að
milda málstað hennar. Á nítjándu öld voru aftök-
ur almennur viðburður og ekki óalgengt að kon-
ur væru teknar af lífi samtímis aftöku karlmanna,
ekki síst ef um sama glæp væri að ræða.
Ofsótt fram að hengingu
Stjórnvöldum í Nýju - Mexíkó virðist hafa ver-
ið einstaklega umhugað að koma Paulu Angel í
gálgann. Samkvæmt vitnisburði frá þeim tíma var
hún ofsótt í fangelsinu daglega fram að aftöku.
„Ég ætla að hengja þig þangað til þú ert dauð,
dauð, dauð,“ er sagt að lögreglustjórinn hafi sagt.
Um samfélagslega stöðu hennar er ekkert vitað;
hvort hún var vændiskona, var hún þekkt af of-
beldisfullri hegðun, hafði hún framið önnur of-
beldisverk, eða var hún bara ófríð? Við þessum
spurningum eru engin svör.
Enginn gálgi
Árið 1861þegar kom að því að Paula Angel
yrði send inn í eilífðina, hafði gálgi með fallhlera
ekki enn rutt sér til rúms eins og seinna varð
raunin. Því valdi lögreglustjórinn traust tré rétt
fyrir utan bæinn. Þangað var Paulu ekið í vagni
og var neydd til að sitja á sinni eigin líkkistu til af-
tökustaðarins. Vitni að aftökunni voru bæjarbúar
og bændur úr nágrenninu. Lögreglustjórinn festi
reipi við tréð, smeygði snörunni um háls Paulu
og settist síðan sjálfur í ekilssætið og sló til hest-
anna. En hann hafði gert ein mistök; hann hafði
gleymt að binda hendur Paulu.
Önnur henging
Paulu tókst að smeygja fingrum undir reip-
ið í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga lífinu
og barðist um í kaðlinum drjúga stund. Áhorf-
endur höfðu uppi hávær mótmæli á meðan lög-
reglustjórinn ók vagninum undir hana aftur og
skar hana niður. Undir hæðnisköllum og glósum
batt hann reipið við tréð, og reirði að þessu sinni
hendur hennar og fætur. Að þessu vafstri loknu
endurtók lögreglustjórinn aftökuna. Paula Angel
lifði seinni henginguna ekki af.
Afhöfðaði móður sína
Sautján ára menntaskólanemi rölti inná lögreglustöð í japanska bænum Aizuwaka-
matsu í liðinni viku. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að hann
var með höfuð móður sinnar í tösku. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa skorið af
henni höfuðið meðan hún svaf. Hún var fjörutíu og sjö ára gömul. Hann svaraði pollróleg-
ur öllum spurningum lögreglunnar og sagði meðal annars: „Það væri gott ef hryðuverk og
styrjaldir heyrðu sögunni til í veröldinni. Ég læt mér á sama standa hvern ég hef drepið.“
Ill vélmenni
Cynthia Lord, fjörutíu og
fimm ára móðir frá Alaska, var
í gær fundin sek um morð á
þremur sonum sínum. Morðin
áttu sér stað fyrir þremur árum
síðan og skaut hún hvern og
einn einu skoti í hnakkann.
Elsti sonur hennar, nítján ára,
var fyrsta fórnarlambið og síð-
an skaut hún mið soninn og
að lokum, ellefu tímum eftir
fyrsta morðið, skaut hún yngsta
son sinn er hann kom heim
úr skóla. Fimmtán ára dótt-
ir hennar var ekki heima, en
Cynthia hefur sagt að hún hefði
verið drepin líka, ef svo hefði
staðið á. Hún segist hafa verið
þess fullviss, þegar hún framdi
morðin, að synir hennar væru
ill vélmenni.
Með kúlu í
kollinum
Sjötíu og sjö ára gömul kín-
versk amma leitað til læknis
vegna þráláts höfuðverkjar. Við
myndatöku kom í ljós byssu-
kúla í höfðinu á henni. Þegar
hún var þrettán ára gömul hafði
hún fært föður sínum birgðir, en
hann barðist gegn japanska her-
num. Á heimleiðinn hafði hún
rekist á japanska hermenn sem
skutu á hana þar sem hún hljóp
undan þeim. Hana svimaði og
vissi næst af sér heima þar sem
móðir hennar kom henni til
heilsu með notkun heilsujurta
og þremur mánuðum síðar var
hún komin á ról. En það liðu
sextíu og fjögur ár þangað til
kúlan var fjarlægð.
Henging var hin algenga aðferð til lífláts í Bandaríkjunum. Henging var bresk arfleifð
og var notuð hvort sem um var að ræða karlmenn eða konur þangað til rafmagnsstól-
inn kom til sögunnar um 1890.
Hengd í
tvígang
Paula Angel Sat á sinni eigin líkkistu
á leið til aftökunnar.
Hengd í tvígang Lögreglustjórinn þurfti að
framkvæma aftökuna í tvígang.
Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar
G S æ g r e i f a n s
Humarsúpa
r i l l ve is l a
Fiskur á grillið
Hin fullkomna
humarsúpa
samkvæmt New York Times