Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Qupperneq 56
Í ár eru tíu ár liðin frá því að stórsöngvarinn Jeff Buckley drukknaði, en hann dó langt fyrir ald- ur fram. Árið 2002 tók Franz nokkur Gunnarsson sig til, ásamt vel völdum tónlistarmönnum og hélt sérstaka minningartónleika til heiðurs söngvaran- um. Nú fimm árum síðar hefur hópurinn aftur tek- ið saman þó með nokkrum mannabreytingum og hyggst halda tónleika þann 29. maí, sem er dánar- dægur söngvarans. Blaðamaður náði tali af Krist- ófer Jenssyni, söngvara hljómsveitarinnar Lights On The Highway og söngvara á Jeff Buckley-tón- leikunum, og spurði hann út í Buckley og tónleik- ana. Missir fyrir tónlistarlífið „Jeff Buckley var náttúrulega með svo ótrúlega sérstakan og flottan stíl sem söngvari. Raddsviðið hans var líka gríðarlega breitt auk þess sem hann var mjög einlægur söngvari,“ segir Kristó sem heill- aðist mikið af söngvaranum um leið og hann heyrði fyrst í honum. „Það var mikill missir fyrir tónlistar- heiminn að hann skyldi deyja svo ungur því hann var ekki bara snillingur sem söngvari heldur var hann mjög vanmetinn sem gítarleikari.“ Kristó seg- ir Franz félaga sinn vera manninn sem kynnti hann fyrir Buckley. „Þegar Grace-platan hans kom út var Franz að vinna í Skífunni og fékk þannig diskinn í hendurnar. Hann varð svo hrikalega hrifinn að hann keypti nokkur eintök af diskinum sem hann dreifði til vina og kunningja til að kynna Jeff Buck- ley fyrir sem flestum,“ segir Kristó. Orðnir viðurkenndir minningartónleikar Einn helsti munurinn frá því að tónleikarn- ir voru haldnir fyrst er áræðanlega sá að í dag eru tónleikarnir orðnir að viðurkenndum Jeff Buck- ley minningartónleikum. „Nú erum við farnir að halda tónleikana í samstarfi við opinbera heima- síðu söngvarans, jeffbuckley.com, og ekki nóg með það heldur hefur mamma Buckleys lagt blessun sína yfir tónleikana.“ Kristó segir Franz hafa kynnst mömmunni á South by Southwest tónleikum fyr- ir nokkrum árum. „Síðan hefur hann bara verið í sambandi við hana en hún sér í dag um öll mál tengd söngvaranum. Til stóð að bjóða henni á tón- leikana en sökum þess að tónleikarnir eru haldn- ir á dánardegi söngvarans eru minningartónleikar um allan heim og erfitt fyrir hana að velja einn stað frekar en annan.“ Einvala lið gestasöngvara Kristó segir tónleikana sem haldnir voru í Þjóð- leikhúskjallaranum fyrir fimm árum hafa heppnast vonum framar. „Það var alveg troðið út úr dyrum og það þurfti meira að segja að vísa fólki frá því það var orðinn húsfyllir. Þetta voru einir eftirminnileg- ustu tónleikar sem ég hef spilað á og stemningin var gríðarlega góð.“ Í ár verða tónleikarnir haldnir í Austurbæjarbíói og ásamt Kristó mun Sverrir Berg- mann túlka Jeff Buckley. Auk þeirra mun einvala lið gestasöngvara þenja raddböndin. „Það er hægt að nálgast miða á midi.is en það fer að sjálfsögðu eft- ir eftirspurninni hvort haldnir verði aukatónleikar eða hvað. Það er allavega mjög gaman að taka þátt í þessu,“ segir Kristó kátur að lokum. krista@dv.is fimmtudagur 17. maí 200756 Helgarblað DV TónlisT Hljómsveitin Future Future boðar til tilefnislausrar hljóm- og sjónveislu í Galleríi Kling og Bang á laugardag klukkan fjögur. Ekkert aldurstakmark er inn í veisluna, sem verður eins og nafnið gefur til kynna sambland af veislu fyrir bæði augu og eyru. Á meðan hljómsveitin mun leika í forgrunni geta gestir augum bar- ið stór myndlistarverk eftir Sigurð Oddsson söngvara hljómsveitarinn- ar. Verkin eru prent sem unnin voru í hönnunarferlinu í kringum um- slag plötunnar Insight, sem kom út í fyrra. Árni Hjörvar Árnason bassaleikari segir gesti og gangandi í miðbæn- um sem stinga munu inn nefjum á laugardag geta átt von á því að upp- lifa óvænta hluti. Sveitin leikur flók- ið, framúrstefnulegt rokk og hefur frumraun þeirra Insight, víðast feng- ið góðar viðtökur. „Við héldum aldrei eiginlega útgáfu- tónleika þegar Insight kom út, svo það er dálítið seint að fara að gera það núna. Við vildum ekki kalla þetta útgáfutónleika og því ákváðum við að halda algjörlega tilefnislausa hljóm- og sjónveislu í staðinn. Það verður viss myndlistarsýningarfílingur yfir þessum tónleikum.“ Hljómsveitn mun leika plötuna In- sight í heild sinni á tónleikunum og verður ókeypis inn í veisluna. valgeir@dv.is Vantaði umboðsmann að sögn Johnny marr, gítarleikara hljómsveitarinnar the Smiths, hefði hæglega verið hægt að koma í veg fyrir að the Smiths hættu að spila saman. Hljómsveitin hætti árið 1987 og hafa meðlimir hennar eytt meirihluta síðustu tuttugu ára í rifrildi við hver annan. marr segir það eina sem hefði þurft til að bjarga sveitinni vera að hafa almennilegan umboðsmann. Hann segir hæfari umboðsmann hefðu getað hjálpað meðlimunum að sættast eftir rifrildi og þannig væri hin ástsæla sveit the Smiths enn að spila í dag. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Back to Black með amy Winehouse Volta með Björk Sky Blue Sky með Wilco realese the Stars með rufus Wainwright god Save the Clientele með the Clientele Exodus á minnislykli í ár eru þrjátíu ár liðin frá útgáfu plötunnar Exodus eftir reggísnillinginn Bob marley. í tilefni þess hefur verið ákveðið að endurútgefa plötuna á nýju formi, semsagt á uSB- minnislykli og micro Sd-minniskorti. Platan er sú fyrsta sem er gefin út á þennan hátt og mun hún vera fáanleg frá og með 28. maí. Einungis verða gefin út fjögur þúsund eintök af minnislyklinum og tvö þúsund eintök af minniskortinu og koma þau til með að innihalda meðal annars myndbönd og fleira aukaefni. Sjötta platan? miklar vangaveltur eru nú uppi um það hvort hljómsveitin Weezer sé að vinna að sjöttu plötunni. grunurinn vaknaði þegar tónlistartímaritið rolling Stone fékk ábendingu um það að ef prófað væri að slá inn lénið albumsix.com flytti það mann yfir á opinbera heimasíðu sveitarinnar. Eftir útkomu fimmtu plötu sveitarinnar, make Believe settist söngvari sveitarinnar rivers Cuomo á Háskólabekk og var talið að ekki væri von á nýju efni á næstunni. Hins vegar lak upptaka af einstaklingsverkefni söngvarans á netið svo aðdáendur fóru að vonast til þess að hann væri hvergi hættur að syngja þrátt fyrir að vera orðinn námsmaður. Algjört tilefnisleysi Einvala lið tónlistarmanna ætlar að túlka lög Jeffs Buckley í Austurbæjarbíói þann 29. maí. Þá eru tíu ár frá því söngvarinn ungi dó langt fyrir aldur fram. Mamma Buckley samþykk tónleikunum Future Future Hljómsveitin boðar til hljóm- og sjónveislu í galleríi Kling og Bang á laugardag klukkan fjögur. Kristófer Jensson túlkar lög Jeffs Buckley. Future Future boðar til veislu í Kling og Bang á laugardag:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.