Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 58
Myndin Zodiac er byggð á sannsögulegum atburðum um alræmdan morðingja sem var uppi á sjöunda áratugnum í San Francisco: Myndin Zodiac sem er frumsýnd um helgina fjallar um sannsögulega atburði sem áttu sér stað í San Fran- cisco og nágrenni á sjöunda áratugn- um. Þá var uppi hinn alræmdi morð- ingi The Zodiac sem gengur laus enn þann dag í dag. Morðinginn sem er aðeins þekkt- ur sem The Zodiac réðst á sjö fórn- arlömb sem vitað er um á tímabilinu desember 1968 til október 1969. Hann myrti fimm þessara fórnarlamba en tvö þeirra lifðu árásina af. Þá voru þó nokkur fórnalömb í viðbót sem líklegt var talið að tengdust Zodiac-morð- ingjanum þótt það hafi aldrei verið staðfest. Þrátt fyrir þessa áætluðu tölu lögreglunnar hélt Zodiac-morðing- inn því fram að hann hefði myrt 37 manneskjur. Zodiac-morðinginn var einna þekktastur fyrir að senda bréf til San Francisco Chronicle og annarra dag- blaða. 1.ágúst 1969 sendi hann þrjú bréf þar sem hann sagðist vera ger- andinn í þremur morðmálum. Zod- iac-morðinginn heimtaði að bréfin yrðu birt á forsíðu blaðsins ella myndi renna á hann morðæði sem hann tæki út á íbúum San Francisco. Ekkert varð úr hótununum en öll bréfin voru birt á endanum. Morðinginn tók það fram að bréfin væru dulkóðuð og ef að kóðinn væri leystur myndi hann finnast. Það tókst hins vegar ekki og eru sum bréfanna enn óráðin í dag. Í einu þeirra seg- ir The Zodiac að hann elski að drepa og að hann muni endurfæðast í para- dís. Þar muni fórnarlömb hans vera þrælar hans og að ástæðan fyrir því að hann gefi ekki upp nafn sitt sé svo að lögreglan tefji hann ekki í að safna þrælum. Myndin sem skartar Jake Gyllen- haal í aðalhlutverki er byggð á tveim- ur sannsögulegum bókum sem rithöf- undurinn Robert Graysmith skrifaði um Zodiac-morðingjann. Graysmith sem er leikin af Gyllenhaal kynntist málinu fyrst þegar hann vann sem teiknimyndateiknari hjá dagblaðinu San Francisco Chronicle. Graysmith er talinn einn af helstu sérfræðingun- um um Zodiac-morðin og var með- al annars haft samband við hann í kringum 1990 þegar eftirhermum- orðingi eða svokallaður „copycat kill- er“ var á stjái í New York. Myndin hefur fengið frábæra dóma um allan heim en aðsóknin hefur ekki verið eftir því. Myndin þén- aði til dæmis aðeins um 33 milljónir dollara í Bandaríkjunum með áætl- aðan framleiðslukostnað upp á um 60 milljónir dollara. asgeir@dv.is Point Break 2 í vændum Spennumyndin Point Break með þeim Keanu Reeves og Patric Swayze í aðalhlutverkum sló öll met árið 1991. Nú hefur verið ákveðið að gera framhaldsmynd og er það handrits- höfundurinn Peter Liff sem á bæði að skrifa myndina og leikstýra henni. Point Break fjallaði um brimbretta- gengi sem einnig rændi banka og mun framhaldið rekja sögu Bodhis, sem leikinn var af Patrick Swayze. Myndin verður tekin upp í Indónesíu og Singapore og kemur út á næsta ári. Cameron og Kutcher Þau Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru um þessar mundir í viðræðum við 20th Century Fox um að leika í myndinni What Happens in Vegas. Það er rómantísk gamanmynd sem fjallar um tvær manneskjur sem á fylleríi í Las Vegas bæði giftast og vinna fúlgur í fjárhættuspili. Þau deila svo um hver er rétthafi vinningsins og í leiðinni verða þau ástfangin. Það er Dana Fox sem skrifar handritið og leikstjóri er Julian Farino, sem leikstýrt hefur meðal annars hinum bandarísku Office-þáttum. The PainTed Veil naomi Watts leikur unga enska konu sem þráir rómantík og spennu en er föst í ástlausu hjóna- bandi með manni sem edward norton leikur. Þegar norton kemst á snoðir um framhjáhald eiginkonunnar neyðir hann hana með sér í hættulega för. iMdb: 7,7/100 Rottentomatoes.com: 75%/100 Metacritic: 69/100 Zodiac Mynd byggð á bók Roberts Graysmith um morðingjann Zodiac sem skelfdi íbúa San Francisco í kringum 1960 og 70. Jake Gyllenhaal, Robert downey Jr, Brian cox og Mark Ruffalo eru meðal leikenda. iMdb: 8,3/100 Rottentomatoes.com: 87%/100 Metacritic: 77/100 SeVeRance Þegar fjölþjóða vopnasölu- fyrirtæki sendir starfsfólk sitt í einni deildinni í hvata- ferð upp í fjöll fer allt úrskeiðis. Þau verða fórnar- lömb hóps brjálaðra morð- inga sem láta ekkert stöðva sig. iMdb: 6,9/100 Rottentomatoes.com: 76%/100 Metacritic: 65/100 Frumsýningar helgarinnar Morðinginn enn ófundinn Jake Gyllenhaal Leikur rithöfundinn sem skrifaði bækurnar um Zodiac-morðingjann. Zodiac-morðinginn Er enn ófundinn og ekki er vitað hvort hann sé lífs eða liðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.