Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 20074 INNLENDARFRÉTTIR ritstjorn@dv.is Fréttir DV Stór heræfing Dagana 13. til 16. ágúst fer fram fyrsta varnaræfingin á Ís- landi á grundvelli samkomu- lags íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá því á síðasta ári um varnir landsins. Á æfing- unni verður meðal annars æfður flutningur liðsafla til landsins á hættu- og ófriðartímum. Auk þess verða varnarviðbúnaður, ákvarðanataka og samræming við íslensk stjórnvöld æfð. Æf- ingin mun skiptast í tvo hluta, annars vegar gegn hermdar- og hryðjuverkum og hins veg- ar loftvarnaræfingu. Þrjár F-15 orrustuvélar taka þátt og tvær F- 16 orrustuvélar. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 240. Kviknaði í dráttarvél Lögreglunni á Akureyri var tilkynnt um eld og mikinn reyk sem vegfarendur urðu varir við rétt fyrir ofan Akur- eyri í fyrrinótt. Kviknað hafði í 22 ára gamalli dráttarvél sem stóð óhreyfð og telur lögregl- an á Akureyri að rekja megi upptök eldsins til bilunar í vél. Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um rétt fyrir eitt um nóttina og gekk slökkvistarf greiðlega og var því lokið um hálf þrjúleytið. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri var ekki mikil hætta á ferðum þar sem eldurinn barst ekki víðar og voru önnur verðmæti eða tún ekki í mikilli hættu. Búið að veiða makrílinn Fiskistofa hefur fellt úr gildi veiðileyfi þeirra íslensku skipa sem verið hafa að veiðum í færeyskri lögsögu. Ástæðan er sú að starfsmenn Fiskistofu áætla að skipin séu búin að veiða þau 1.300 tonn af makríl sem þeim er heimilt að veiða. Því ber skipum að hætta veið- um þegar í stað. Makríllinn hefur verið með- afli með norsk-íslensku síld- inni sem veidd er í flotvörpu innan færeysku lögsögunnar. Hefur hlutur makríls í aflanum aukist mjög síðustu daga. Söfnun mætti ganga betur Búist er við að söfnunar- ferð slökkviliðsmanna ljúki við Reykjanestá klukkan tvö í dag. Níu slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn lögðu upp í hjólaferð fyrir tíu dögum til að safna fyrir sjúkra- og líknarsjóði sínum. Lárus Steindór Baldursson slökkviliðsmaður sem sér um vist- ir hjólreiðagarpanna segir ferðina hafa gengið vel. „Þetta hefur tek- ið á en þeir halda einbeittir áfram þar til verkefninu lýkur. Söfnun- in hefur gengið ágætlega en bet- ur má ef duga skal.“ Þegar á leið- arenda er komið hafa þeir lagt að baki um 750 kílómetra. Hamstramaðurinn reyndist saklaus og hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi: Vildi bara eignast nýja leikfélaga „Við komum hömstrunum til ættingja mannsins,“ segir Björg- vin Björgvinsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hamstrana notaði andlega vanheill maður til að eignast vini í Breiðholtinu í þar- síðustu viku. Maðurinn var hand- tekinn í kjölfarið grunaður um að hafa reynt að lokka börn inn í rjóð- ur til að misnota þau. Við rannsókn kom í ljós að maðurinn er andlega vanheill. Svo virðist sem hann hafi viljað eignast leikfélaga. Lögreglan fékk ábendingu þann 4. júlí um að maður væri að lokka börn inn í rjóður og notaðist við hamstra til að fanga athygli þeirra. Alls fóru fjögur börn með honum inn í rjóðrið, maðurinn er á þrí- tugsaldri. Lögreglan kom á svæð- ið og taldi sig hafa gripið hann glóðvolgan. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfarið. Fljótlega eftir að yfirheyrslur hóf- ust kom í ljós að maðurinn gengur ekki heill til skógar. Þó taldi lögregla ekki hægt að vista hann á geðdeild þar sem það þótti raska rannsókn- arhagsmunum lögreglunnar. Eftir að skýrslur voru teknar af fórnarlömbum kom í ljós að mál- ið gæti allt verið misskilningur. Tveimur vikum síðar var ákveðið að ræða við manninn og samið við hann um að hann færi á geðdeild Landspítalans þar sem hann dvel- ur núna. Maðurinn bjó einn í Breiðholt- inu og getur séð um sig sjálfur. Hömstrunum var aftur á móti kom- ið fyrir hjá ættingjum mannsins. Málið telst upplýst en það verður sent til ákæruvaldsins sem tekur ákvörðun um hvort ákært verður í málinu eða það látið niður falla. Björgvini þykir líklegra að málið verði látið niður falla. Hann sagði einmanaleika hafi drifið manninn áfram sem vildi bara eignast leik- félaga. valur@dv.is Hamstur Maðurinn notaði hamstra til þess að fá börn til þess að leika við sig. Í fyrstu lék grunur á að maðurinn hygðist skaða börnin en svo reyndist ekki vera. Fjórum mönnum var bjargað úr þyrlunni TF-SIF eftir að hún brotlenti í sjónum rétt fyrir utan Straumsvík um kvöldmatarleytið í gær. Þyrlan var við æfingar ásamt björgunarbátnum Einari J. Sigurjónssyni. Björgunar- menn í bátnum gátu því brugðist skjótt við og bjargað mönnunum eft- ir að þeir fóru í sjóinn. Varðstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni sagði í gærkvöld að í raun hefði engin hætta verið á ferðum. Mönn- unum fjórum var snarað um borð í bátinn og siglt með þá í höfnina hjá álverinu í Straumsvík. Þeir komu þangað milli klukkan átta og níu í gærkvöld. Drunur og golf Um hálf átta leytið mátti sjá flot- holt þyrlunnar frá golfvelli Keilis í Hafnarfirði. Sjónarvottur, sem var að spila golf þegar slysið varð, segist hafa heyrt miklar drunur í þyrlunni sem var þá við æfingar. Sjónarvottur- inn segir að drunurnar hafi skyndi- lega hljóðnað en segist ekki hafa átt- að sig á hvað gerðist fyrr en síðar. Það var þá sem þyrlan steypt- ist niður þegar hún var við æfing- ar ásamt björgunarbátnum Einari J. Sigurjónssyni. Mönnunum var strax bjargað um borð í Einar og siglt rak- leiðis í höfn hjá álverinu í Straums- vík. Margt fólk fylgdist með björgun- araðgerðunum hjá Keili og var veður með besta móti. Verst frétta „Núna er þetta í höndum Rann- sóknarnefndar flugslysa,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar. Að öðru leyti varðist hann frétta af málinu. Þyrlan er orðin hátt í þrjátíu ára gömul og hefur verið notuð til að bjarga mörgum mannslífum í gegn- um tíðina. Ekki var ljóst í gær hvenær þyrlan yrði dregin til hafnar en búist var við að hún yrði hífð upp á pramma og þaðan siglt til næstu hafnar. Rann- sóknarnefnd flugslysa mun ræða við flugáhöfnina og í kjölfarið mun rannsókn leiða í ljós hvers vegna þyrlan hrapaði. Ljóst má vera að þyrlan er mjög mikið skemmd, ef ekki gjörónýt, eftir að hafa brotlent í sjónum í gær. Þyrl- an fór alveg á kaf. Það eina sem kom í veg fyrir að hún sykki var að áhafnar- mönnum tókst að blása upp belgi á botni þyrlunnar. Þeir héldu þyrlunni við yfirborð sjávar þar sem björgun- arbátar gátu athafnað sig. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem TF-SIF lendir í vandræðum á flugi. Áhöfn þyrlunnar lenti í hremming- um í maí 2001 þegar þyrlan bilaði í flugi. Þyrlan varð stjórnlaus í nokkrar sekúndur áður en Hafsteinn Heiðars- son, sem var flugmaður í þeirri ferð, náði stjórn á henni. Hann neydd- ist til að nauðlenda þyrlunni á túni Stekkjarvalla á Snæfellsnesi eftir að stjórn náðist á henni eftir nokkurra sekúndna stjórnleysi. Þyrlan bilaði snögglega þegar flogið var yfir fjalls- brún og rykktist upp og niður. Vélin skemmdist þegar þyrluspaðar fóru í stélið og brutu hluta þess. Valur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF hrapaði í sjóinn rétt utan við Straumsvík við björgunaræfingar í gær. Flotholt héldu þyrlunni við yfirborð sjávar þrátt fyrir að hún færi á kaf. Áhöfnin slapp heilu og höldnu. Þetta er í annað sinn sem þyrlan lendir í hremmingum. Það gerðist áður árið 2001. Sluppu heiliR úR bRotlendingu slysstaðurinn Fjölmargir Hafnfirðingar fylgdust með frá golfvelli Keilis, þar á meðal bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson sem hafði verið í golfi fyrr um kvöldið. „Núna er þetta í höndum Rannsókn- arnefndar flugslysa.“ Björgun Bjarga þurfti björgunarsveitar- mönnum eftir að þeir lentu í sjónum ásamt þyrlunni TF-SIF. Engum varð meint af og voru mennirnir fluttir til hafnar við álverið í Straumsvík. DV-MYNDIR ÁSGEIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.