Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Side 17
DV Sport þriðjudagur 17. júlí 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR ÍR vann keppni a-liða Í 6. flokki Villa birtist í dV Sport í gær í umfjöllun blaðsins um Símamótið sem fram fór um helgina. þar kom fram að Breiðablik hafi unnið keppni a- liða í 6. flokki kvenna en þær upplýsingar voru fengnar af heimasíðu mótsins. það rétta er hins vegar að a-lið ír fór með sigur af hólmi í 6. flokki. það leiðréttist hér með. dV Sport vill biðja ír-stúlkur afsökunar á þessum mistökum og jafnframt óska þeim til hamingju með sigurinn. Real býðuR Í Robben umboðsmaður hollenska leikmanns- ins arjens robben hjá Chelsea skýrði frá því í gær að real Madrid væri búið að leggja inn tilboð upp á rétt tæplega 1,7 milljarða króna í leikmanninn. „Ég veit að real hefur boðið í son minn. þegar við erum að tala um real Madrid er ekki annað hægt en að segja að þar er á ferðinni einn stærsti klúbbur í heimi. Hver myndi ekki vilja spila fyrir real Madrid? Sonur minn vill spila með liðum sem geta unnið Meistaradeild Evrópu og real Madrid er eitt þeirra liða,“ sagði Hans robben, faðir og umboðsmaður arjens robben. Koma Frakkans Florents Malouda til Chelsea er talin auka líkur á því að robben fari frá félaginu. RichaRdson til sundeRland Sunderland hefur gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Kieron richardson Manchester united fyrir um 685 milljónir króna. gengið var frá kaupunum í gær eftir að leikmaðurinn hafði farið í gegnum læknisskoðun hjá Sunderland. Manchester City og Everton voru einnig að falast eftir leikmanninum sem ákvað hins vegar að grípa tækifærið og spila undir stjórn roys Keane, fyrrverandi samherja síns hjá Manchester united. „þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig. Ég veit allt um roy Keane og ég hlakka til að spila í hans liði,“ sagði richardson eftir að kaupin voru gerð kunn. richardson er fjórði leikmaðurinn sem Keane kaupir til félagsins í sumar. Hinir þrír eru Michael Chopra, gregg Halford og russell anderson. viktoR á veRðlaunapall íslenski ökuþórinn Viktor þór jensen náði þriðja sæti í Formúlu 3 keppni laugardagsins sem fram fór á Brands Hatch-brautinni í Englandi. Viktor hóf keppni fjórði á laugardeginum og náði góðri byrjun. Keppnin gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því slökkvitæki fór í gang í hjá Viktori og sprautaðist meðal annars í andlit kappans. Á sunnudeginum kom upp vandamál með dekkin hjá Viktor sem varð til þess að hann náði sér ekki almennilega á strik og endaði í áttunda sæti. reglur segja til um að hver ökumaður megi aðeins nota tvö sett af dekkjum hverja helgi og Viktor fékk vitlaus dekk frá framleiðandanum. „Við munum ræða við dekkjaframleiðandann og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. þetta voru vonbrigði því Brands-brautin hefur alltaf reynst mér vel, en það var gott að komast aftur á verðlaunapall og ég lærði mikið af þessari helgi. Við keppum á Spa-brautinni eftir tvær vikur og vonandi get ég glatt alla þá sem hafa stutt við bakið á mér með góðri keppni, jafnvel sigri,“ sagði Viktor eftir keppnina. Viktor hefur þar með fengið stig í öllum tólf keppnum tímabilsins og er eini ökumaðurinn af 33 sem hefur náð þeim magnaða árangri. 0 2 FRAM VALUR Mörk: Guðmundur Benediktsson (7.), Kristinn Hafliðason (88.). 5 7 5 6 3 5 6 7 4 4 6 6 0 3 5 0 3 1 Hannes Þ. Halldórsson Reynir Leósson Kristján Hauksson Óðinn Árnason Andri Karvelsson (90.) Igor Pesic Ingvar Ólason Alexander Steen Ívar Björnsson (79.) Jónas G. Garðarsson (90.) Grímur Grímsson Kjartan Sturluson Barry Smith (64.) Atli S. Þórarinsson Birkir M. Sævarsson Gunnar Einarsson Pálmi Rafn Pálmason (84.) Baldur Bett Baldur Aðalsteinsson (56.) Daníel Hjaltason Guðmundur Benediktsson Helgi Sigurðsson TÖLFRÆÐI SKOT AÐ MARKI SKOT Á MARKIÐ SKOT VARIN HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 13 6 0 9 0 1 0 6 6 8 7 7 6 6 6 7 7 7 VARAMENN: Kristinn Halldórsson (79.), Jón Fjóluson (90.), Guðmundur Magnússon (90.). VARAMENN: Sigurbjörn Hreiðarsson (56.) - 7, Bjarni Ó. Eiríksson (64.) - 7, Kristinn Hafliðason (84.). Dómari: Eyjólfur M. Kristinsson - 6 Áhorfendur: 1.267 MAÐUR LEIKSINS: Atli Sveinn Þórarinsson Hannes Kjartan Andri Reynir Kristján Óðinn Ingvar Steen Pesic Ívar Jónas Grímur Birkir Atli Smith Gunnar Pálmi Baldur B. Baldur A. Guðmundur Helgi Daníel Reykjavíkurliðin Fram og Valur öttu kappi á Laugardalsvelli í gær en völl- urinn hefur verið heimavöllur beggja liða í sumar. Tíu stig skildu liðin að fyrir leikinn en þegar þau mættust í fyrstu umferðinni varð niðurstaðan jafntefli 1-1. Í gær voru það þó Vals- menn sem skoruðu bæði mörkin í leiknum. „Við spiluðum ekkert sérlega vel en kreistum þetta fram. Það var gott að fá markið eftir hornspyrnuna í fyrri hálfleiknum og svo höngum við á því. Framarar spiluðu vel en við sýndum baráttu og dugnað. Við þurftum að hafa mikið fyrir hlutun- um og ekki mikið bensín eftir und- ir lokin,“ sagði Atli Sveinn Þórarins- son sem bar fyrirliðabandið hjá Val í leiknum. ánægjulegt fyrir fótbolta- áhugamenn Eftir þennan vinnusigur Vals er liðið aðeins tveimur stigum frá topp- liði FH og allt er galopið. „Það er orð- ið leiðinlegt að heyra talað um að FH taki þetta einu sinni enn. Það eru allir orðnir þreyttir á því nema sjálf- ir FH-ingar. Þessi úrslit eru því mjög ánægjuleg fyrir Valsmenn og alla fót- boltaáhugamenn,“ sagði Atli Sveinn. Eftir sex mínútna leik gerð- ust Valsmenn aðgangsharðir upp við mark Fram og uppskáru horn- spyrnu. Baldur Aðalsteinsson tók hornið og hitti á kollinn á engum öðrum en Guðmundi Benediktssyni. Guðmundur skoraði með skallanum en það er ekki algeng sjón. Skallinn var ekki fastur en hann lak inn fyrir marklínuna. Framarar voru frekar lengi í gang og þegar þeir náðu loks að halda boltanum innan liðsins gekk þeim erfiðlega að skapa sér alvöru færi. Atli Sveinn Þórarinsson átti skot yfir mark Framara og þá fékk Helgi Sig- urðsson fínt færi til að bæta við marki fyrir Val eftir frábæra sendingu frá Daníeli Hjaltasyni. Hannes Þór Hall- dórsson, markvörður Fram, var þó vel á verði og handsamaði knöttinn. Helst til skapaðist líf í sóknarleik Fram þegar Alexander Steen fékk knöttinn en staðan í hálfleik 1-0 fyrir þá rauðklæddu. Rautt á kristján Sami barningurinn hélt áfram í seinni hálfleiknum og Framarar voru að komast betur og betur inn í leikinn. Það gekk erfiðlega að skapa færi og miðað við bitleysið í sóknarleik þeirra er ekki furða að þeir séu í leit að sókn- armanni þessa dagana. Spilamennsk- an var fín en herslumuninn vantaði. Þeir urðu síðan fyrir miklu áfalli á 60. mínútu þegar varnarmaðurinn Kristj- án Hauksson sem leikið hefur frábær- lega að undanförnu fór af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Framarar voru því tíu og einu marki undir gegn sterku liði Vals og það var of stór biti fyrir þá. Þeir áttu ekki skot á markið í leiknum og voru aldrei mjög líklegir til að jafna. Valsmenn komust nálægt því að skora annað mark sitt á 80. mínútu en bjargað var á marklínu. Stuttu síð- ar átti Guðmundur skemmtilega bak- fallsspyrnu en framhjá fór boltinn. Valsmenn voru með leikinn í sín- um höndum en samt sem áður voru stuðningsmenn liðsins ekki rólegir, minnugir þess sem gerðist í fyrri um- ferðinni þegar Fram jafnaði skömmu fyrir leikslok og tryggði sér stig eftir að Valur hafði haft undirtökin. Þeir gátu þó andað léttar þegar varamað- urinn Kristinn Hafliðason innsiglaði 2-0 sigur Vals. Refsað fyrir mistökin „Við vorum ekki mjög ógnandi en það sama á við um þá. Þeir skora tvö mörk eftir föst leikatriði. Við vorum að loka vel á þá nema í föstum leika- triðum þar sem menn þurfa að bera ábyrgð á sínum manni. Rauða spjald- ið fannst mér mjög ódýrt og fram að því vorum við að spila betur í seinni hálfleiknum,“ sagði Reynir Leósson, fyrirliði Fram, eftir leikinn. „Þessi íþrótt snýst um að refsa fyrir mistök og við gleymdum okkur tvisvar í dekkningum og úr því fáum við á okkur tvö mörk. Við erum með sjö menn í meiðslum og hópurinn er mjög þunnur. Auðvitað hefur áhrif á sjálfstraustið að tapa leikjum en brýt- ur okkur vonandi ekki niður,“ sagði Reynir. baráttusigur Valsmenn unnu baráttusigur gegn Fram í gær. barátta í teignum Valsmenn sóttu talsvert að marki Fram.Forysta FH í Landsbankadeildinni er aðeins tvö stig eftir að Valur vann 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í gær. Valsmenn hafa oft spil- að betur en baráttan skilaði þremur stigum. VinnusiguR VALs elvaR GeiR maGnússon blaðamaður skrifar: elvargeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.