Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Side 23
Oft sökum lyga um eigið ágæti fá þjóð-
ir sektarkennd og þörf fyrir að beygja
sig sjálfar. En stundum eru þær beygð-
ar af ytri aðstæðum þegar her ann-
arra ræðst á þær með ofbeldi. Engum
ætti samt að vera hundsama um fyr-
ir hverju er lotið, síst þeirri þjóð sem
syngur við hvert hátíðlegt tækifæri:
„Fram, fram, aldrei að víkja, fram,
fram bæði menn og þjóð!“ Með slík-
an baráttusöng í huga er furðulegt að
vissir kórfélagar skuli vilja um þessar
mundir beygja sig af fúsum vilja fyr-
ir raflögn í húskofum á varnarsvæði
hers sem hljóp frá hlutverki sínu. Þörf-
in fyrir að lúta fyrir raflögninni er sér-
stök og eflaust furðuleg en kannski eru
aðstæðurnar á landinu þannig að ekki
sé bara rétt að beygja sig fyrir þess-
ari heldur öllum erlendum lögnum.
Þörfin fyrir að bugta sig getur verið í
eðli göfugustu manna eða í landfræði-
legu samhengi á vissum stöðum, en
ekki er um slíkt að ræða í þessu tilviki
heldur ákvörðun stjórnvalda. Þau lúta
fyrir leiðslum á fyrrverandi varnar-
svæði sem var stolt forveranna í hálfa
öld. Málið á ekkert skylt við beygða
Keflvíkinga, munaðarleysingja horf-
ins hers. Eftir fréttum að dæma verða
nýju íbúar svæðisins sérmenntaðir
til þess að auka stolt og traust Íslands
sem er reyndar mikið fyrir á alþjóða-
vettvangi. En eru þeir þá linkindur og
lygi að mennt sé máttur, eins og fullyrt
hefur verið frá fyrstu tíð barnaskólans
í heiminum eða er íslensk þekk-
ing löngun til að lúta amerískri
raflögn og leiðir kannski visk-
an ekki til þess að andinn hefj-
ist hátt í himinljóma þótt það
standi í sálminum? Venjulegt
fólk fyrir utan svæðið á bágt
með að dæma um hvort vís-
indamönnum þar stafi meiri
hætta af raflögninni og
lága straumnum en her-
mönnum á sínum tíma
þegar frægustu rafvirkjum ber ekki
saman um öryggin. Aðeins í einu at-
riði eru þeir sammála: þvottavélarn-
ar munu svínvirka og ekki brenna yfir
hvort sem straumurinn fer að íslensk-
um eða amerískum lögum. Það er bót
í máli að þeir sem flytja í vísindaverið
eiga tryggt af stjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar að þeir geta þvegið
óhræddir af sér nærfötin og þurfa ekki
að fara með óhreina tauið í plastpoka
frá Bónus heim til mömmu.
Blóm í blóma Sólin hefur skinið skært á gróðurinn í Grasagarðinum líkt og annars staðar. Starfsmenn hafa vökvað í gríð og erg, árangurinn er sá að
blómin blómstra sem aldrei fyrr. DV-MYND GÚNDImyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Hrósið í dag fá Siggi pönk og
félagar í Saving Iceland.
Þeir sögðust ætla að gera
mótmæli skemmtileg og hefur
tekist það. Mótmælin í Kringlunni og
á götum Reykjavíkur hafa farið í
taugarnar á sumum en opnað augu
annarra fyrir að enn er hægt að
mótmæla á Íslandi.
Spurningin
„Þessir blessaðir menn sem koma
hingað eru sjálfsagt saklausir og það
væri líklega lítið mál fyrir mig að fylgja
þeim ef þeir væru vopnlausir og helst
klæðskiptingar. Öðru máli gegnir hvort
yfirmenn þeirra væru tilbúnir að
samþykkja að þeir kæmu með mér sem
vopnlaus grey. Ég vil auðvitað að sem
flestir komi hingað til lands en ég vil
ekki sjá þá menn sem þurfa að klæða
sig upp sem byssubófa,“ segir Birna
Þórðardóttir, ferðaskipuleggjandi og
herstöðvaandstæðingur. Til stendur að
halda heræfingu hér á næstunni.
Býður þú hermönn-
unum menningar-
fylgd?
Sandkassinn
Konur á mínum aldri eru oft
hræddar um að þær fái fyrir
hjartað ef þær eru undir miklu
álagi. Þær
lesa viðtöl
og grein-
ar í blöðum
um fólk sem
hefur dáið
úr hjarta-
slagi og fá að sjálfsögðu nokkur
aukaslög við slíkan lestur. Svo
eru til konur á mínum aldri sem
kippa sér ekki upp við nokk-
ur aukaslög í hjartanu. Það eru
einkum þær sem starfa eða
hafa starfað sem læknaritarar
og skrifa svo mikið um sjúk-
dóma að þær eru löngu hættar
að ímynda sér að þær séu veik-
ar. Þangað til daginn sem þær
átta sig á að enginn er eilífur. Þá
verða nokkur aukaslög í hjart-
anu til þess að umsvifalaust
er pantaður tími hjá hjarta-
sérfræðingi. Lækni sko. Ekki
manni sem er sérfræðingur í að
bræða kvenmannshjörtu eða
særa þau.
SKyldi vera SérStöK áStæða fyrir
því að hjartalæknar eru yfirleitt
huggulegir? Ennþá á ég eftir að
hitta ljótan og
ósjarmerandi
hjartasér-
fræðing. Það
eru kostir og
gallar við að
hafa myndar-
legan lækni.
Það eru bæði
kostir og gallar
að í návist myndarlegra karl-
manna ákveða konur á mínum
aldri ómeðvitað að bera sig
vel. Þær lauma á sig smá extra
púðri og varalit þegar læknirinn
skreppur fram. „Mér líður alveg
frábærlega... var bara bent á að
kannski væri rétt að fara í smá
tékk...“ Einmitt. Konur hafa ekk-
ert betra við tímann að gera.
Huggulegir HjartalæKnar eiga
ekki að mæla púls hjá konum.
Sú útkoma get-
ur aldrei orðið
rétt. Það kemur
bara ekki ann-
að til greina
en að hjartað
taki aukaslag í
návist myndar-
legs einstaklings. En fái maður
aukaslög inni á stofunni hjá
lækninum, þá fyrst eykst nú
púlshraðinn þegar kemur að
því að borga. Draumurinn um
dragtina deyr. Sýnin um skóna
siglir út um gluggann. Hjarta-
sérfræðingar hafa ekki samning
við Tryggingastofnun. Og haf-
irðu ekki vitað að þú áttir fyrst
að hitta annan lækni og fá til-
vísun á hjartalækninn, þá bara
borgar þú þessa þúsundkalla
eins og ekkert sé.
anna Kristine veltir
fyrir sér hjartslætti og
huggulegum hjartalæknum
Þörfin fyrir að lúta
DV Umræða ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 23
guðBergur Bergsson
rithöfundur skrifar
„Venjulegt fólk fyrir utan svæðið
á bágt með að dæma um hvort
vísindamönnum þar stafi meiri
hætta af raflögninni og lága
straumnum en hermönnum
á sínum tíma þegar frægustu
rafvirkjum ber ekki saman um
öryggin.“
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús