Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Síða 30
þriðjudagur 17. júlí 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu virðist ekki hafa aukið vin- sældir sínar mjög þegar hún stöðvaði mótmæli umhverfis- verndarsinn- anna í Saving Iceland um helgina og handtók nokkra þeirra. Víða heyrist að lögreglan hafi margt þarfara að gera. Þá hafa nokkrir orðið til að rifja upp harkalegar aðferðir lög- reglunnar og kínverskra sendi- ráðsstarfsmanna þegar komu Jianz Zemin var mótmælt. Þá lá lögreglunni svo á að hún keyrði á einn mótmælanda, væntanlega óvart. n Orð Guðjóns Þórðarsonar eftir leik FH og ÍA þar sem hann bar blak af línuverði sem flaggaði ranglega rangstöðu rétt áður en FH-ingar skoruðu hafa vakið athygli. Guðjón hefur oft verið gagnrýninn á menn en sagði að allir gætu gert mistök, erfði það ekki við línuvörðinn að rugla varnarmenn sína í ríminu. Einhverjir vilja þó meina að út- skýra megi hversu skilningsríkur Guðjón er með markinu fræga sem Bjarni sonur hans skoraði gegn Keflvíkingum. n Stjörnurnar sækja til Íslands. Michel Platini, einn besti knatt- spyrnumað- ur heims fyrr og síðar, er væntanleg- ur hingað til að afhenda verðlaunin í U-19 Evrópu- móti kvenna sem fer fram hér á landi síðari hluta mánaðar- ins. Sögur herma að hann sé ekki eini frægi erlendi knattspyrnu- maðurinn á landinu. Einhverjir telja sig hafa séð Pavel Nedved, leikmann Juventus, hér á landi en vera hans hér hefur ekki fengist staðfest. n Heyrst hefur að Manúela Ósk Harðardóttir, ungfrú Ísland 2002, sé komin með nýjan kærasta, Hauk Kristinsson, kappinn er heilum fimm árum yngri en feg- urðardrottningin. Sagan segir að ástir hafi tekist með skötuhjú- unum inn á sjúkrahúsi þar bæði lágu veik Haukur er úr Hvera- gerði og hefur það greinilega heillað Manúelu þó margar döm- urnar séu síður hrifnar af sunn- lenskum hnökkum. Hver er Hjálmar Jónsson? „Hann er fæddur 17. apríl 1950 í Biskupstungum, kvæntur Signýju Bjarnadóttur og við erum foreldr- ar fjögurra barna á aldrinum 22 til 34 ára.“ Hvað hefur Dómkirkjan fram yfir aðrar kirkjur þjóðkirkjunnar? „Sem Dómkirkja er hún vissu- lega heimakirkja biskups og þar eru oft stórar stundir í sögu þjóðarinnar stimplaðar inn. Þar var þjóðsöngurinn fyrst fluttur, árið 1874, þaðan voru Jón Sigurðsson og frú hans jarðsett, þar er Alþingi sett á hverju ári og þar er upp- haf embættissetningar forseta Íslands. Það má því segja að Dómkirkjan teng- ist þjóðinni á marga vegu. Dómkirkjan var lengi eina kirkjan í Reykjavík, síðan kom Fríkirkjan og það hafa alltaf verið góð samskipti milli safnaðanna. Þess- ar tvær kirkjur, ásamt kaþólsku kirkj- unni sem stendur á Landakotstúninu, eru kirkjur miðborgarinnar, þær eru ólíkar en hver og ein gegnir sínu hlut- verki; að lofa Drottinn og kalla fólk saman á gleði- og sorgarstundum og allt þar á milli.“ Fylgja Dómkirkjunni sérstakar skyldur umfram aðrar kirkjur? „Fyrir utan það sem þegar er upp- talið má bæta við að í Dómkirkjunni eru yfirleitt allir prestar og djáknar vígðir. Það má segja að hlutverk henn- ar sé tvíþætt því hún er einnig safnað- arkirkja þeirra sem eiga heima á þessu svæði. Dómkirkjan gegnir þannig töluvert stóru hlutverki meðal þjóð- arinnar og kirkjunnar þótt allar kirkjur séu jafngóðar og litlar sveitakirkjur al- veg jafnmiklir helgidómar.“ Nú varst þú alþingismaður, langar þig aldrei aftur í stjórn- málin? „Nei, ég fór aftur í kirkjuna því mig langaði aftur í kirkjuna. Ég var búinn að vera prestur í nítján ár áður en ég fór á þing. Tíminn á Alþingi var góð- ur og ég naut starfa minna þar. Ég vildi einfaldlega frekar halda áfram að sinna preststarfinu og var að byrja sextugsaldurinn þegar ég ákvað að færa mig aftur yfir til kirkjunnar. Ég var viðloðandi stjórnmálin í 10 til 11 ár og sé ekki eftir árunum í pólitík- inni. Það var gott að geta lagt henni lið um tíma.“ Hefur þú einhvern tímann efast um tilvist Guðs? „Nei, ég hef ekki efast um tilvist Guðs, en auðvitað hefur maður sínar efasemdir á stundum. Ég tel að það sé dæmalaust heilbrigt, eðlilegt og jafn- vel nauðsynlegt. Trúin er oft á tíðum barátta, hún er ekki háleit fullvissa og henni fylgja stundum átök. Þeg- ar ég jarða ungt fólk, þá skjóta upp í huga mínum eins og annarra, grund- vallarspurningar eins og spurningin hvers vegna. En þá hefur trúin mikið að segja.“ Prestar þurfa oft að koma að erfiðum málum, svo sem sorg og missi. Kemur fyrir að þér finnist þú vanmáttugur? „Mér finnst það alltaf. Mér þætti óskaplega gott ef ég gæti sagt og gert miklu, miklu meira heldur en ég get gert. Maður getur verið til staðar og reynt að greiða fyrir þeirri hugg- un sem Guð getur komið til leið- ar. En fyrst og fremst gefur samúðin og samkenndin mesta huggunina. Stundum hittir maður sterkasta fólk- ið í veikasta fólkinu. Í því sambandi finnst mér góð bænin þar sem sagt er Vertu í oss veikum máttugur. Við biðjum Guð að vera sterkan í okkur veikum.“ Þú ert þekktur hagyrðingur. Er ekki stundum ætlast til að þú mælir í bundnu máli, til dæmis við giftingar og skírnir? „Nei, það er ekki ætlast til þess. En það sem mér þykir einna vænst um af því sem ég hef ort eru skírnarvísur, vísur sem ég skrifa stundum í gesta- bækur þegar er verið að skíra börn. Í gestabókum vítt og breitt um landið á ég nokkur hundruð vísur, ég á þær reyndar ekki sjálfur, heldur hef ég gefið þær börnunum. Stundum hitti ég þessi börn uppkomin og það er yndisleg tilfinning þegar þau kenna mér vísur sem ég sjálfur var búinn að gleyma.“ Hvað gerir presturinn Hjálmar sér til dægrastyttingar? „Hann gengur á fjöll, hann er ný- byrjaður í golfi, hefur tekið þá bakter- íu, og hún er afskaplega hentug fyrir presta. Við höfum stundum mögu- leika á því að fara í golf að morgni til ef ekkert sérstakt er um að vera og getum tekið hringinn í staðinn fyrir að vera inni við annars konar heilsu- rækt.“ MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Trúnni fylgja sTundum áTök Séra Hjálmar Jónsson, prestur í dómkirkjunni og fyrrverandi alþingismaður, var eini umsækjandinn um stöðu sóknarprests við dómkirkjuna. veltingur Mannþekkjarar Sauðkindin er sérstök skepna, eða kannski er hún það ekki. Samt þykir mér merkilegt hversu illa hún er að sér og hversu illa hún þekkir fólk. Mér þykir stundum óþægilegt þegar ég er á gangi á víðavangi og rollur sem hafa komið sér fyrir í svölum skugga, kannski eitt hundrað metra frá mér, standa upp og hlaupa við fót. Velti oft fyrir mér hvað það er í fari mínu sem gerir það að verkum að rollur hræðast mig. Kann það að vera göngulagið, vaxtarlagið eða hvað getur það verið? Ég segi aldrei orð, ekki einu sinni kibbakibb. Samt gerist þetta alltaf. Það er ekkert gaman að raska ró þeirra sem hafa náð að slappa af. Það á jafnt við um mannfólkið og sauðféð. Það er sama hvað ég reyni að ganga vinsamlega, brosi og bugta mig, en allt kemur fyrir ekki. Rollurnar og lömbin stökkva á fætur og forða sér frá þess- um meinlausa göngumanni, sem ég er. Svo gerðist það um helgina að ég sá lamb sem óttaðist mig ekki. Stóð skammt frá og virti mig fyrir sér. Það var samt á sérstakan hátt verra en þegar þau hlaupa hrædd í burtu. Ég sá nefnilega hvergi mömmu lambsins. Þá fylltist ég áhyggjum yfir einsemd lambsins. Ég leit í kringum mig en sá hvergi neitt annað kvikt, ekki einu sinni fugl. Hvað þá kind- ina sem ól af sér lambið. Hvers vegna hræddist lambið mig ekki? Hvers vegna stóð það skammt frá mér og starði á mig? Sá það kannski einhverja von í mér? Von um hjálp sem einstæð- ingurinn þurfti á að halda? Ég veit það ekki, gat ekki spurt og veit því ekki hvort lamb- ið er enn eitt eða hvort mamman var kannski bara liggj- andi í næsta skugga. Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +16 5 +193 +13 3 +14 3 +15 3 +15 1 +11 5 +11 2 +14 5 +13 3 +14 5 +12 3 +11 5 +16 1 +13 4 Sigurjón M. egilsson skrifar. Séra Hjálmar Jónsson „Ég hef ekki efast um tilvist guðs, en auðvitað hefur maður sínar efasemdir á stundum. Ég tel að það sé dæmalaust heilbrigt, eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.