Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Qupperneq 7

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 5 og tókst að grafa hana upp eftir að hún hafði verið „týnd“ í 125 ár. Greinargerðin fannst í þýsku riti frá Schleswig eftir annan mann, um önnur efni og önnur lönd. í greinargerð Schleisners, sem stíluð var til danska heilbrigðisráðuneytisins, staðfestust ýmsar hugmyndir manna um orsök sjúkdómsins, svo sem ýmis um- hverfisleg vandamál, svo og stéttaskipt- ing, en mesta athygli vakti ný meðferð á naflasári og ný naflaolía. Schleisner læknir kom upp fæð- ingar-„stofnun“, sem gekk undir nafninu „Stiftelsen". Aðeins átta konur fæddu þar, en öll börn, sem fæddust frá hausti 1847 til vors 1848, alls 23 voru lögð inn á „stofnunina“. Við naflann voru viðhafð- ar strangar hreinlætisráðstafanir og hin nýja naflaolía, kópaivabalsam, (Bal- samum copaiba), borin á naflasár dag- lega. Þá var hvatt til sérstakrar umhverf- isvemdar og breytts mataræðis, þar sem allt fuglakjöt var stranglega bannað. Eftir níu mánaða dvöl í Vestmanna- eyjum hélt Schleisner heim á leið til Danmerkur, enda plágan þá talin yfir- unnin. Þá var hætt að starfrækja „stofn- unina“ og allt líf fólks, mataræði og um- hverfisheilsuvernd færðist í sitt fyrra horf, og hélst svo fram á þessa öld. roti pfjdm&íy típpij:. Sátm. íjélm Ijjá (íty kjl 5a™l. 16)7 jtí) Aðeins ströng aðgœsla við naflasárið með notkun kópaívabalsams hélt áfram og parmeð var ginklofaplágunni haldið í lág- marki. Schleisner virðist ekki hafa gert sér grein fyrir möguleikum á meðferð án „stofnunarinnar“. Annarsstaðar á landinu sat því við það sama, lengi vel, en á þriðja áratug þess- arar aldar fer veikin að fjara út. Síðustu sjúklingamir eru skráðir 1959, (sá dó) og 1960, (sá lifði af á sjúkrahúsi í Reykja- vík.) Eftir 20 ára frí virðist ginklofinn I. „Skanzinn", „Danski garður“, II. Kirkjubær og Vil- borgarstaðir. III. Ofanbyggjaragarðar, þ.m. Ofanlciti. IV. Tómthús, hjallar og fiskigarðar. V. Ofanleitishamar. vera að hverfa úr landinu, þótt reikna megi með, að sóttkveikjan sé allstaðar nálæg og að dvalargró hans kunni að leynast, hvar sem vera skal í umhverfinu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.