Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Síða 14
12 LÆKNABLAÐIÐ nafns höfundar, svo og heitis síns, en hún er kennd hæði við ísland og Færeyjarog ekki verið skoðuð sem sérstök greinargerð um ginklofamálið í Vest- mannaeyjum, sem ekki er von, Um bók þessa og skýrslu Schleisners ergerð nánari grein í inngangi hls. 6-7). Þessi grein í bók Júlíusar Thomsen, sem fjallar um ginklofann í Vestmannaeyjum og er tekinn upp úr skýrslu Schleisners til heilbrigðisráðuneyt- isins danska mun því lögð til grundvallar því. sem hér á eftir verður skráð um þennan sérstaka þátt málsins. I því sem hér fer á eftir eru beinar tilvitnanir í skrif Schleisners auðkenndar með skáletri, en þess á milli eru hugmyndir hans og athuganir dregnar saman og endursagðar. Útdráttur úr skýrslu Peters Schleisners til konunglegu dtínsku heilbrigðisstjórnarinnar snertandi hinn landlæga sjúkdóm Vestmanna- eyja trismus neonatorum, á íslensku ginklofi (85) I. Kom 2. júlí 1847 til Vestmannaeyja og bvrjaði þegar undirbúning að fœðingastofnun með við- tölum við yfirvöld staðarins. II. Ljósmóðir álti að búa á stofnuninni, en það fékkst eigi og var því ráðin sérstök forstöðu- kona til daglegrar stjórnunar á stofnuninni og matartilbúnings, en Ijósmóðir skyldi siðan koma tvisvar á dag til að líta eftir konum og börnum. (Warterin er þýska nafnið sem Schleisner (Thomsen) notar um forstk.) III. Þann 20. september hófst svo starfsemi stofn - unarinnar fyrir alvöru, er ég kom úr ferð til lands og hélt starfsemin þannig áfram undir minni stjórn til júniloka 1848. Siðan ferðaðist ég enn um landið og hélt síðan heim til Kaup- mannahafnar i lok sumarsins. IV. Illa gekk að fá mœður til að leggjast inn sum - part vegna kostnaðar og sumpart vegna vantrú- ar á þvi að nokkuð vœri liœgt að gera, þvi liér réðu forlögin. En konurn likaði heldur ekki hinar miklu hreinlœtisaðgerðir á stofnuninni né Iteldur matarœðið, (en Schleisner vildi láta konumar hafa rétt fæði og algjörlega útiloka fuglakjöt, annað kjöt var heldur ekki vel séð). Einnig þurfti að hafa sérstaka gát á bömunum, sem ekki gátu verið á brjósti, eins og cetlast hafði verið til, þar sem þau voru tekin og lögð inn á stofnunina, þó mœðurnar vœru lieima. V. Það tókst aðeins að koma átta konum inn á stofnunina, en öl/um nýburum var samt komið þar fyrir og í meðferð. VI. Brjóstmötun hlaut að verða takmörkuð vegna aðskilnaðar móður og barns. VII. Umfram allt var nú athyglinni beint að naflan- um og samkvœmt ráði amerískra lœkna var „sérstök „naflaolía“, „Balsamum copaiba“ bor- in á naflann strax eftir fœðingu og þar til hann var gróinn . . . Feit vel nœrð börn með þykkan feitan naflastreng, sem seint fellur og seint grœr, deyja miklu frekar að öðru jöfnu en hin börnin, sem eru grönn og með grannan nafla- streng sem fellurfljótt og grœr svo. (Það er reynsla undirritaðs frá krufningum að „feit- ur“ naflastrengur dugi betur. snúist siður, rifni síður, en það var önnur saga.) VIII. Við útskrift var ráðlögð meðferð, sem sjaldan var þó fvlgt, barnaföt og peli og þvottasvampur varfenginn konunum til lieimanotkunar. IX. Af þessum 23 börnum dóu þrjú úrginklofa (trismus), þrátt fyrir meðferð, en auk þess dóu á timabilinu tvö önnur börn af öðrum orsök- um; annað var fyrirburður en hitt fékk haslar- legan iðrasjúkdóm, auk þess dóu þrjú börn á fyrsta ári úr þessum hópi eftir að þau voru komin heim til sín. X. Þannig er dánartalan innan fjórtán daga aldurs á stofnuninni fimm af 23 sé allt talið með eða 22% á móti 62% á sama tímabili í siðastliðin 20 áren á þeim tíma var dánartalan lœgst 47% eða helmingi hœrri. XI. Nœslu árin hefur heyrzt, að fyrsta árs dánar- tala hafði fallið um 25% sem sýnir, að með til- komu stofnunarinnar var hœgt að lœkka dán- artöluna talsvert og hœgt að svna fram á að sveiflur í dánartíðni fyrsta árs fylgja náið sveiflum i dánartíðni ginklofatímabilsins bœði i Veslmannaevjum og uppi á landinu. Ginklofa- timabilið varir frá 5.—12. degi, það eru átta dagar, en áfyrstu fjórum dögunum svo og nœstu fjórum eftir þann tólfta og alll fram úr er ekki um ginklofa að rœða sem dánarorsök. Vettvangsskoðun Schleisners „Umhverfisheilsufræði“ Þá tekur Peter Schleisner læknir sér fyrir hendur að reyna að finna orsakir og afleiðingar i máli þessu og er að skoða hugsanlega fylgni sjúkdóms- ins við ýmiskonar ytri og innri aðstæður umhverf- isins. Þá þarf í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir jarðfræðilegum, veðurfræðilegum og heilbrigðis- legum atriðum. Sjálfur gerir Peter Schleisner fjór- um sinnum á dag hita-, loftþrýstings- og raka-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.