Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ
13
Þetta var einusinni fjóseinokunarkaupmanna í „Gaarden“, þá tilheyrandi Komhól, sem þeir nytjuðu. Síðan varð þetta
mannabústaður, en þardó bam úrginklofa 1915. Það vakti sérstaka athygli Halldórs Gunnlaugssonar héraðslæknis,
sem af því tilefni fékk séra Jes Gíslason til að kanna feril veikinnar í Vestm. (14).
mælingar. Á grundvelli þessara athugana er svo
sjúkdómsástand og dánartölur skoðað í samhengi.
Loks er svo í þriðja lagi á grundvelli allra þessara
athugana borið saman ástand þessara mála í
Vestmannaeyjum og annars staðar utan og innan
Evrópu eftir atvikum:
I. Pað er ekki teljandi mismunur á jarðfrœði
Vestmannaeyja og veðurfari samanborið við
landið i heild. Sérstaklega á þetta þó við um
suðvestur- og suðurland.
II. Heilbrigðisfrœðilegt ástand sem snertir alla
umhverfisþœtti er all mikið frábrugðið öðrum
stöðum á íslandi þ.e.a.s. all miklu verra eink-
um hvað íbúðir snertir, er þar einkum liœgt að
benda á rakastig, rakl loft og loftrœstingu, úti-
lokun sólarljóss og birtu i híbýlum og óþrifa-
lega umgengni utan húss og innan. I þessum
atriðum má segja að sé stigmunur á, því víða er
pottur brotinn í þessu efni í landinu. En það
sem sérstaklega setur Vestmannaeyjar í sér-
flokk eru þrengslin i bœjum bœnda og tómt-
húsmanna og óhóflega þétt byggð tómthús-
mannanna, þar sem liver kofinn er ofan i öðr-
um vegna jarðnœðisleysis. A ð meðaltali er eftir
mœlingum mínum, segir Schleisner, aðeins
99,6P á mann, bilið leikur á 48 f til 192 f3, en
á vetrarvertíðum fellur þessi rúmmálstala um
þriðjung, þegarhýsa þarf marga aðkomu-
menn. (Mælt er í rúmfetum = f3) (88).
Erfitt er að afla neysluvatns. Brunnar eru
þó sumstaðar sæmilegir, en víðast lélegir. Þá
er sótt vatn i Vilpu, sem þykir slæmt, því að i
þá tjörn rennur afrennsli af túnum og saur
búsmala. Vatn virðist ekki sótt í Dalstjörn í
Herjólfsdal, en það mun þykja of langsótt.
því að flutningatæki eru óhentug til slíks.
Bændur þvo þvottinn úr keytu, blandaðri
vatni. en tómthúsmenn verða að láta sér
nægja að þvo úr sjó þar sem þeir búa nálægt
höfninni, „í sandinum".
Hinardönsku fjölskyldur, sem eru þó
nokkuð margará staðnum, nota ekki rign-
ingarvatn, heldur afrennsli af Heimakletti,
sem safnað er í ker undir „Löngu", en það
vatn er talið ágætt og var það þekkt fram
undir síðustu tíma, sem ágætis vatn sem oft
var gripið til og einkum af sjómönnum til neyzlu í
sjóferðum. Einnig mátti fá besta neyzluvatn í
Klettshelli utan hafnarmynnis, en þangað
verður aðeins sótt um hálffallinn sjó. því að
vatnsbólið fer í kaf á flóðum.
Alvarlegasta óþrifnaðinn telur þó Schleisn-
er stafa af kúnum, sem hýstar eru i eða við
baðstofuna. því aðeins hafa fjórir af 33 bænd-
um sérstakt fjós. Á meðal tómthúsmanna,
sem ekki hafa kýr. koma meiri þrengsli innan
húss og utan, til þess að jafna metin í óþrifn-
aðinum, en styttri göng í tómthúsum eiga þó