Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ
15
og megi varla loka dyrum. þar sem menn eru, því
að um þær er kannski eina loftræstingin. Þá kemur
sérstök fjósalykt til skjalanna, sem blandast þessu
öllu saman, vegna fjósbaðstofa, en flestir bændur
hafa kýrnar í baðstofunni hjá sér við hliðina á
göngunum eða undir baðstofupallinum, eins og
áður er á minnst.
Ólykt og þrengsli fylgja árstíðum og þar með
atvinnuháttum:
Árstið Dánir á 5.—12.degi
Apríl - júlí ................. 607 af þúsundi bama
júlí - september ............. 651— — —
október - desember ........... 674 - — —
janúar-marz .................. 737— — -
Fyrsta tímabilið er þrifalegast, en þá eru allir
sem vettlingi geta valdið úti við verkun saltfisks.
Annað tímabilið er aðalfuglaveiðitímabilið og
fuglaverkunartímabilið og fer þá ástandið að
versna.
Þriðja tímabilið og það fjórða eru aðatinniveru-
tímabilin fyrir menn og skepnur, en á síðasta
tímabilinu koma vertíðarmenn ofan af landi og
víðar en þeir eru flestir í janúar — marz og fer þá
loftrými í íbúðum niður um um það bil þriðjungen
þetta á auðvitað ekki við um hinar dönsku fjöl-
skyldur.
Mataræði
„Fleslar fjölskyldur nota til heimilis tvœr til þrjdr
tunnur saltfugls yfir árið. Þessi fuglamatur, sem er
álitinn aðalorsök ginklofans, er þó ekki einskorð-
aður við Vestmannaeyjar. í eyjum á Breiðafirði og
Grímsey er lundi einnig algeng dagleg fœða og víða
uppi á landinu erfýll notaður án þess ginklofi veki
þar athygli ..." Nýjar rannsóknir höfundar sýna
þó annað.
Þess má geta, að þeim sem þetta ritar er kunnugt
um, að fýlatekja uppi á landinu, í Mýrdal og víða
þar í kring, undir Fjöllunum til dæmis hafi verið
hverfandi um þetta leyti. því fýllinn hefur ekki
tekið sér þar bólfestu fyrr en eftir miðja nítjándu
öld svo heitið geti, en lundi er lítið sem ekkert
tekinn uppi á fastalandinu og nytjar hans eru svo
til eingöngu bundnar við Eyjar.
Það er haft eftir samtímamönnum Peters
Schleisners í Vestmannaeyjum, að hann hafi talið,
að vel gæti eitthvert það efni borizt til manna úr
lundaholum („smitefni") sem væri orsök sjúk-
dómsins, en ekkert slíkt telur Schleisner fram í riti
sínu (eða ritum), en þetta er munnleg sögn úr
Vestmannaeyjum.
Þar sem margir sem um þessi mál höfðu fjallað
Á myndinni má sjá uppbvggingu og innréttingu meiri
háttar býlis (farm) í Vestm. Á grunnmyndinni sést að sami
inngangur er notaður fyrir fjós (cowshed) og mannahíbýli,
baðstofu o.s.frv. Göngin á milli eru löng og þvi talin illa
loftræst að mati Schleisners. Þannig voru bændabýli talin
verr sett hvað hreinlæti snerti en tómthús. Sbr. mynd.
F:Fjós, A:Anddyri (Göng) (Corridor). Llnngangur (En-
trance. B:Baðstofa. LB:Loftbaðstofa (Living and/or
sleeping room. Úr Bliki.
höfðu lagt mikla áherslu á þýðingu hins slæma
neyzluvatns og mataræðisins þ.e.a.s. fuglaátsins
fyrstog fremst, þá hefurSchleisnerlæknirathugað
sérstaklega öll þessi atriði, með því að heimsækja
og tala við fólk á flestum eða öllum heimilum á
Heimaey um eftirfarandi málefni:
I. Fjölda fæddra bama og dáinna á 5,—12.
degi.
II. Notkun uppistöóuvatns, brunnvatns eða
lindarvatns.
III. Hvað konur hafi aðallega borðað um með-
göngutímann og þá sérstaklega spurt um
fuglakjöt og annað kjöt og svo fiskmeti.
IV. Hvort böm hafi fengið brjóstamjólk, kúa-
mjólk eða annað.
V. Hvort fýlafiður er notað í sængur.
VI. Hvað sé um heilsufar mæðra og annarra
fjölskyldumeðlima, óreglu og drykkjuskap
o.s.frv. á heimilum.
Við samanbii'-ð I. atriðis við hin, II—VI, fæst
ekki fylgni.
Fólki fjölgar ört aó mati Schleisners (innflutn-
ingur. oft fljóttekinn gróði, þrátt fyrir allt). Frjó-
semi er mikil og hefur fólki á árunum 1785—1846
fjölgað hér. Böm fædd alls: 893, þaraf 41 andvana
(4,6%). Tala andvanafæddra sýnist há, en saman-