Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 21

Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 19 fiðri innan og utan húss, að eyjan hefur verið kölluð „eyja fjaðranna". Það er raunar eins og nýfallinn snjóryfirað líta. Menn telja það til kosta fýlafiðursins að í því þrífist hvorki fló né lús, þ.e.a.s. mannalús. Við áframhaldandi athuganir þótti ekki ástæða til þess að ætla að þrengsli hefðu mikil áhrif hér vegna þess að eftir að húsakynni bötnuðu töluvert eftir 1860, varð engin breyting á þessu ástandi. Böm sjást ekki né ærsl og hlátrasköll heyrast ekki: „A house without a cr>' of baims is like a farm without a kye and sheep.“ Þá var því haldið fram að konumjólk væri of feit vegna of mikils feitmetis (74). Þegar læknar fóru að kynnast betur lífinu á eyj- unum, á seinni hluta 19. aldar, þótti hér vera komið heldur en ekki vandamál í hendur þeirra. en þeir voru í tengslum við háskólann í Glasgow. Reynt var að fá hjúkrunarkonur til þess að fara út i eyjar. en þær kunnu ekki gelísku, sem var töluð þar, aðeins ensku. Það var einnig reynt að fá stúlkur úr eyjunum til að fara í land og læra hjúkrunarfræði, en þá þurftu þær að læra ensku. Þá þótti eyjaskeggjum alls ekki sérstakt keppikefli að „fara í land“ sem kallað var og var þar talinn voðinn vís, ef fólk gerði slíkt. Að lokum tókst þó að fá hjúkrunarkonu, sem gat talað við fólkið og presturinn á eyjunum varð milligöngumaður fólksins þar og læknisins um aðgerðir sem að lokum báru árangur í kring um 1895, en þá var tekin upp joðoform meðferð á naflasárinu og þá skipti snögglega um og veikin var svo til úrsögunni. þrátt fyrir það, aðýmiskonar umhverfisvandamál og óþrifnaður væru lítið breytt frá því sem áður hafði verið. Þess má einnig geta að á St. Kilda var auk hins mikla fýladauns og lyktar frá fiðri og lýsi einnig notaður lundi og framleitt iundafiður sem var selt í verslunina því það var alltaf í háu verði. Þama var einnig um að ræða búpening nokkurn, kýr og kindur. Sauðfé gekk sjálfala eins og í Færeyjum. 4. kafli Ginklofi (mundklemme) í Færeyjum og annars staöar í danska ríkinu á 18. og 19. öld Það er ekki óeðlilegt að spyrja: „Hvað um Fær- eyjar?“ Við höfum nú fengið þá vitneskju, að gin- klofinn var fyrst og fremst eyjasjúkdómur, en þar var ástandið verst á St. Kilda í Hebrideseyjum (Suðureyjum, vestur af Skotlandi) og í Heimaey í Vestmannaeyjum. Um Færeyjar segir landlæknirinn þar, Manicus, í grein 1824: Den i lsland sá ödelœggende börne- sygdom ginklofi er. . . ubekjendt í Fœröerne (61). Á þessum fuglaeyjum, þótt kenndar væru við sauðfé, var þá ginklofi ekki til. Lundi var þó mikið veiddur þar og lærðu Vestmannaeyingar notkun lunda- háfsins af Færeyingum um miðja 19. öld. Fýllinn kom þó ekki til varps í Færeyjum fyrr en um og eftir miðja 19. öld og þá fyrst á Suðurey (Suderö). Vegna reynslunnar frá Grímsey og víðar þar sem sjúkdómur þessi duldist mönnum sem slíkur alla 19. öldina vegna mismunandi heita, þótti mér þó rétt að kanna þetta betur í Færeyjum. Varð þá fyrst fyrir að kanna ferðabók Svabos frá 1781 og 1782. Þar er hvergi minnst á ginklofann né fýl, sem á þeirra máli heitir „Heavhestur" og sést aðeins af fiskimönnum langt frá landi. Annars staðar kemur fram að fugl þessi boði storm og flýti fiskimenn sér í land þegar hann sést á miðum. þar af er nafnið „Stormfugl" dregið, sem komið er inn í dönskuna (83). I doktorsritgerð, sem læknirinn Christian Lund reit 1884 og sem greinir aðallega frá farsóttum á Suderö 1873—79 er hvergi minnzt á ginklofa. Þó er í upptalningu um sjúkdóma talin fram 11 tilfelli af „Ecclampsia", þar af 3 karlmenn, eitt „fruen- timmer" og 7 börn (59). Hér er að vísu um að ræða krampa, en nú á dögum er orðið oftast og nær eingöngu notað um fæðingarkrampa. Áður fyrr var þetta orð notað um hvers konar krampa og þá hér „ecclampsia infantum" (sjá ennfremur íslensk læknisfræðiheiti eftirGuðmund Hannesson) (21). Sama verður uppi á teningnum ef litið er á „Analekten iiber Kinderkrankheiten", Stuttgart 1837 (2) en þar segir einmitt að þessi þó svo mjög hættulegi barnasjúkdómur („mörderische") sé oftast afgreiddur í eins konar safnkistu eða rusla- kistu (,,billigerweise“) bamasjúkdóma, sem bamakrampi („ecclampsia infantum“). En nú bregður svo undarlega við, að undir dánarorsakir

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.