Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 8
8 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 III. Siðfræði forgangsröðunar 1. Nokkur mikilvæg hugtök Eftirfarandi eru skilgreiningar á nokkrum miklivægum hugtökum innan siðfræði og heil- brigðisþjónustu. Heilbrigði. Almennur skilningur á heilbrigði er að sá sem er heilbrigður sé hraustur eða laus við sjúkdóma og aðra kvilla. Skilgreining Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) byggir á mikil- vægi andlegs, líkamlegs og félagslegs heilbrigðis. Pessi skilgreining lýsir hugsjón, því ólíklegt er að nokkur maður búi við fullkomið líkamlegt, and- legt og félagslegt heilbrigði. Skilgreiningin minnir á mikilvægi þessara þátta fyrir heilbrigði manna og á samspil þáttanna innbyrðis. Skilgreiningin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera óheppileg þegar fjallað er um þjóðir því þær muni ekki geta náð þessu ástandi frekar en einstaklingarnir. Aðr- ir hafa gagnrýnt að ekki sé tekið tillit til menning- arlegra og tilvistarlegra þátta sem geta einnig haft áhrif á heilbrigði fólks. Heilsa. Heilsa vísar til þess að einstaklingurinn sé heilbrigður eða hraustur. Hins vegar er þetta nokkuð huglægt ástand þvf maður getur talið sig vera við fulla heilsu en samt haft sjúkdóm svo sem byrjandi krabbamein. Sjúkdómur og veikindi. Sjúkdómur er skil- greindur með vísan til óeðlilegra breytinga í starf- semi eða gerð líkamans. Þannig er mögulegt að einstaklingur hafi sjúkdóm án þess að vita af því. Hugtakið veikindi er skylt sjúkdómi en vísar þó fremur til reynslu sjúklingsins sjálfs og líkamlegra og/eða andlegra þjáninga hans. Sá sem telur sig veikan getur leitað sér læknisaðstoðar en hins vegar er ekki víst að hann hafi sjúkdóm enda uppfylli einkenni og ástand hans ekki þekktar skilgreiningar fyrir sjúkdóma (8). Jafnframt má benda á að í alþjóðlegum greiningarkerfum sjúk- dóma er einnig flokkun á ýmiss konar ástandi sem tæpast getur talist vera sjúkdómur svo sem fæð- ingarblettir eða meðganga. Heilbrigðisþjónusta. Til heilbrigðisþjónustu telst meðal annars: Lœkningar — Með lækningum er átt við læknis- fræðilegt mat þar með talin greining sjúkdóma og meðferð sem er viðleitni til að lækna fólk, fyrir- byggja sjúkdóma, laga einkenni og veita líkn. Hjúkrun — Með hjúkrun er leitast við að auka sjálfsbjargargetu skjólstæðingsins hvort sem það er með endurheimt fyrri getu eða aðlögun að breyttu heilbrigðisástandi. Veita honum aðstoð við það sem hann myndi sjálfur gera hefði hann til þess nægan þrótt og þekkingu. Með öllum athöfnum sínum leitast hjúkrunarfræðingurinn við að efla heilbrigði. fyrirbyggja sjúkdóma, bæta heilsu og lina þjáningar. I því felst að hjálpa einstaklingnum, sjúkum eða heilbrigðum, við allt það sem stuðlar að heilbrigði og bata eða friðsælum dauðdaga. Endurhœfing og hœfing — Aðferðir til að vinna gegn og laga starfrænar truflanir sem eru tilkomn- ar eftir sjúkdóma, slys eða vegna þroskahefting- ar. Þessar aðgerðir geta verið læknisfræðilegar, menntunarlegar, félagslegar eða tæknilegar. Forvarnir — Forvarnir geta náð til einstak- linga, stærri hópa eða allrar þjóðarinnar. Fyrsta stigs forvarnir beinast að því að koma í veg fyrir sjúkdóma til dæmis með aðgerðum til að koma í veg fyrir mengun í umhverfinu svo sem í vatni, andrúmslofti eða af völdum hávaða. Einnig með því að gefa upplýsingar um æskilegan lífsstíl, hreinlæti og umbætur í umhverfinu. Onæmisað- gerðir tilheyra einnig þessum flokki. Annars stigs forvarnir beinast að því leita uppi sjúkdóma og meðhöndla þá sem fyrst til dæmis með því að skimprófa fyrir ákveðnum sjúkdóm- um sem eru alvarlegir en læknanlegir. Þessi gerð forvarna nær einnig yfir aðgerðir til að auðvelda félagslega aðlögun. Þriðja stigs forvarnir miða að því að koma í veg fyrir að þeir sjúkdómar sem þegar hafa verið greindir taki sig upp á ný og einnig að fyrirbyggja óheppilegar en síðbúnar afleiðingar sjúkdóma. Réttlæti. Réttlæti ermargrætt hugtak. Það get- ur þýtt að allir fái jafnt, allir fái það sem þeir þurfa, að allir fái það sem þeir eiga skilið eða að allir fái í samræmi við framlag sitt. Þegar um heilbrigðisþjónustu er að ræða verður þó ekki annað séð en að æskilegast sé að skoða réttlæti innan hennar f samhengi við réttláta dreifingu gæða. Þá myndi réttlæti heilbrigðisþjónustunnar vera tvenns konar: Annars vegar að svipuð tilfelli séu meðhöndluð á svipaðan hátt. Þá ætti sú með- ferð sem fólk fær að vera óháð efnahag, félags- legri stöðu, hæfileikum og búsetu fólks svo eitt- hvað sé nefnt. Hins vegar þarf að dreifa gæðum þannig að þeir sem hafi mesta þörf fyrir þjónust- una gangi fyrir. Þeir einstaklingar sem eru í brýn- ustu þörfinni eru þeir sem eru í lífshættu eða geta vænst þess að bera alvarlegan skaða af því að bíða eftir þjónustu eða þá að þjáningar þeirra eru meiri en annarra. Það er réttlætismál að þessir aðilar gangi fyrir enda verða þarfir þeirra að teljast brýnastar. Þessi réttlætissjónarmið innan heil-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.