Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 17 based medicine) rutt sér meira til rúms sem að- ferð lækna til að meta fyrirliggjandi vísindi við árangurs- og hagkvæmnismat. Vísindi eru jafn- framt grundvöllur samræmdra leiðbeininga um læknismeðferð (clinical guidelines). Ymsar að- stæður gera íslendinga áhugaverða fyrir læknis- fræðilegar rannsóknir. 4. Breytt aldurssamsetning íslenska þjóðin er enn tiltölulega ung í saman- burði við nágrannaþjóðirnar. Um þriðjungur þjóðarinnar er undir 18 ára aldri og er það hærra hlutfall en í nágrannalöndunum en hlutfall aldr- aðra er lægra á íslandi. Meðalævi hefur lengst um eitt ár á hverjum fimm árum undanfarin 25 ár. Hlutfall aldraðra af heildarmannfjölda mun fara vaxandi og fjölgar háöldruðunt nú mest, en eftir árið 2010 mun einnig fjölga þeim, sem eru eldri en 65 ára. Breytingar á aldurssamsetningu þjóðar- innar geta breytt þörfum fyrir heilbrigðisþjón- ustu. 5. Upplýsingabylting Verulegar framfarir hafa orðið í upplýsinga- tækni á seinni árum sem þó hafa einungis nýst heilbrigðisþjónustunni að litlu leyti enn sem kom- ið er. Gera má ráð fyrir mikilli breytingu á þessu sviði á næstu árum. Þessar breytingar geta bætt þjónustu heilbrigðiskerfisins og gert það skilvirk- ara. Samhliða þróun í upplýsingatækni hafa fjar- lækningar rutt sér sífellt meira til rúms, en með þeirn er átt við læknisfræðileg samskipti með fjarskiptum. Gildir þetta jafnt um myndrænar, talaðar og ritaðar upplýsingar. Með fjarlækning- um er hægt að færa sérfræðiþekkinguna nær sjúk- lingnunt, bæta greiningu og meðferð, spara sjúk- lingum ferðalög og þar með fyrirhöfn og kostnað. Auknir möguleikar á flutningi sjúkraskrárupplýs- inga og rannsóknarniðurstaða munu draga úr þörf fyrir læknisfræðilega sérþekkingu utan höf- uðborgarsvæðisins og Akureyrar. Upplýsingar um heilsufar, heilbrigðisþjónustu og læknisfræði munu verða aðgengilegri fyrir al- menning á næstu árum. Þessi þróun hefur þegar hafist og hefur leitt til aukinna væntinga til heil- brigðisþjónustu. Gerð fræðsluefnis fyrir almenn- ing og útbreiðsla þess, meðal annars á alnetinu, mun auka möguleika einstaklinga til sjálfshjálpar. 6. Breytt viðhorf og skipulag heilbrigðis- þjónustu í íslenskri heilbrigðisáætlun sem samþykkt var árið 1991 komu fram hugmyndir um skipulag heil- brigðisþjónustu sem ekki hafa fyllilega komist í framkvæmd. Framkvæmdir í heilbrigðismálum hafa oft verið tilviljanakenndar og skammtíma- lausnir áberandi. Ríkisvaldið hefur jafnvel ekki sinnt nauðsynlegum úrbótum á sumum sviðum sem aðrir hafa síðan ráðist í. Þannig var holds- veikraspítalinn í Laugarnesi byggður fyrir erlent gjafafé, klausturregla byggði og rak St. Jósefs- spítalann á Landakoti og Borgarspítalann byggðu bæjaryfirvöld í Reykjavík þegar nauðsynleg stækkun Landspítalans dróst úr hömlu. Reykja- lundur og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði eru dæmi um framtak fé- lagasamtaka í heilbrigðisþjónustu. Breytt viðhorf til innlagna, samhliða auknum möguleikum til greiningar og meðferðar utan sjúkrahúsa, munu auka þörf fyrir uppbyggingu aðstöðu fyrir ferlisjúklinga. Stytting legutíma mun væntanlega leiða til þess, að sjúklingar sem leggjast inn á sjúkrahús verða almennt veikari en nú er. Uppbygging göngudeildaþjónustu sjúkra- húsanna hefur víðast verið lítil og möguleikar þeirra til að sinna ferlisjúklingum eru nú takmark- aðir. Erfitt getur orðið fyrir læknanema eða lækna í sérnámi að kynnast greiningu og meðferð ýmissa sjúkdóma sem sinnt yrði án innlagnar. Samhliða minnkandi þörf fyrir sjúkrarúm er nauðsynlegt að gera áætlanir um húsnæðisþörf, endurnýjun og notkun þess húsnæðis sem þegar er til staðar. Ekki er útlit fyrir að byggja þurfi nýjar legudeildir fyrir bráðalækningar í náinni framtíð, og húsnæði sem losnar verður meðal annars hægt að nýta til öldrunarlækninga og sem vistrými fyrir aldraða. Viðhorf til dvalar á sjúkra- húsi hafa verið að breytast og sífellt fleiri óska þess nú að fá að dvelja utan sjúkrastofnanna þrátt fyrir mikil veikindi. Endurhæfing er í mörgum tilfellum möguleg án þess að innlagnar sé þörf eða tengsla við sjúkrastofnun. 7. Sérstaða íslands Vegna fámennis íslendinga og dreifðrar byggð- ar í landinu er vandi okkar frábrugðinn vanda annarra þjóða. Þrátt fyrir fámennið hefur tekist að halda uppi heilbrigðisþjónustu sem er sam- bærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ástæðurnar eru margar og má þar meðal annars nefna sérstöðu íslenskra lækna sem flestir hafa stundað framhaldsnám erlendis og flytja heim með sér fjölbreytt viðhorf og möguleika á að velja hið besta úr heilbrigðisþjónustu annarra þjóða. Þannig verður breidd íslenskrar læknisþekkingar mikil. Aðgengi í heilbrigðisþjónustunni hefur verið gott og jafnræði ríkt meðal landsmanna að því er varðar almannatryggingaréttindi.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.