Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 25 aðilum sem vilja styðja verkefnið og fjár- magni þessi sjóður gerð klínískra leiðbeininga. 4. Leiðbeiningarnar verði endurskoðaðar hve- nær sem ástæða er til og formleg endurskoð- un fari fram ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti. 5. Leiðbeiningarnar taki til: a. skilgreiningar hugtaka b. vinnulags, þar með talið hvenær rétt er að vista sjúkling á sjúkradeild c. rannsókna d. meðferðar e. eftirlits, þar með talið tíðni eftirlits. 6. Leiðbeiningar geti tekið til: a. sérstakra sjúkdómsgreininga b. ákveðinna klínískra vandamála/ein- kenna (til dæmis bakverks, svima) B. Samræmdir biðlistar. Samræmdir biðlistar eru ein gerð klínískra leiðbeininga en hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir lúta ekki beint að því hvernig meðhöndla skuli einstaka sjúklinga, en aðstoða við skipulagningu á klínískri vinnu. Bið- listar geta nýst vel til að sýna fram á hvar skortur er á þjónustu, að því tilskildu að þeir séu vel unnir og sýni fram á raunverulegt ástand. Biðlistar geta orðið til hjá einstökum læknum, deildum, sérgreinum. fræðasviðum, sjúkrahús- um, eða landsvæðum. Skilgreina þarf hverjir geta sett sjúklinga á biðlista. í viðauka B er sýnt dæmi um hugsanlega uppsetningu biðlista. Yfirfara þarf biðlista með ákveðnu millibili, mismunandi eftir tegund biðlista en ekki sjaldnar en á hálfs árs fresti. Parf þá að endurmeta listann með tilliti til breyttra þarfa. Æskilegt er að haft sé samband við sjúklinginn reglulega, svo að hann geti fengið upplýsingar um stöðu sína á biðlistan- um og þurfi ekki sjálfur að leita eftir þeim upplýs- ingum. Sanngjarnt er að ákveðnar reglur séu um há- marksbið á biðlista og í vissum tilvikum getur verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra átaksverk- efna ef biðlisti verður of langur. Nauðsynlegt er að í slíkum tilvikum sé bæði fengist við uppsafn- aðan vanda og jafnframt skapaðar aðstæður til að biðtími lengist ekki umfram tímamörk. 6. Forgangsröðun krefst samvinnu Forgangsröðun krefst samvinnu Alþingis, stjórnvalda, heilbrigðisstofnana, heilbrigðisstétta og almennings. Það er skylda lækna að taka þátt í forgangsröðun. Með því geta læknar stuðlað að góðri nýtingu þeirra auðlinda sem varið er til heilbrigðismála og gert þannig fleirum kleift að njóta heilbrigðisþjónustu en ella væri. Forgangsröðun má skipta í eftirfarandi flokka eða stig eftir því hverjir eru eðlilegustu ákvörð- unaraðilar um forgangsröðun: 1. Forgangsröðun fjárniagns milli mála- flokka í ríkisrekstri. - Hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar. 2. Forgangsröðun fjármagns innan hcil- brigðiskerfisins. - Hlutverk heilbrigðisráðuneytis og heil- brigðisstofnana. 2.1 Uppbygging heilbrigðisstofnana. 2.11 Sjúkrahús. 2.12 Göngudeildir. 2.13 Heilsugæslustöðvar. 2.14 Heimilislæknastöðvar. 2.15 Sérfræðiþjónusta utan sjúkra- húsa. 2.2 Sérþarfir einstakra landsvæða. 2.3 Önnur verkefni (til dærnis forvarnir og sjúkraflutningar). 3. Forgangsröðun sjúklingahópa. - Hlutverk lækna. heilbrigðisstofnana og heilbrigðisráðuneytis. 3.1 Nýjar tegundir meðferðarforma og rannsókna. 3.2 Átaksverkefni vegna sérstakra þarfa og biðlista. 4. Forgangsröðun einstakra sjúklinga. - Hlutverk lækna og annarra heilbrigðis- starfsmanna. Nauðsynlegt er að allir þeir aðilar sem koma að forgangsröðun vinni saman þar sem ákvarðanir á einu stigi geta leitt til breytinga á öðrum stigum. Nefndin leggur til að settur verði á stofn vinnu- hópur skipaður fulltrúum heilbrigðisstétta og stjórnvalda sem móti stefnu stjórnvalda að því er varðar forgangsröðun á öðru og þriðja stigi. 7. Heppileg nýting fjármagns Nauðsynlegt er að skilgreina tilfærslu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og hvert stig heilbrigðiskerfis- ins þarf að skilgreina með tilliti til hlutverks og skilvirkni. Faglegt mat verður að ráða hvar sjúk- lingar fá þjónustu. Þannig verða hagsmunir sjúk- linga og heilbrigðisþjónustunnar best tryggðir. Við innlögn þarf að fara fram mat á því hvaða þjónustustig er heppilegast fyrir sjúklinginn. Jafn- framt þarf að gera ráð fyrir að þjónustuþörf sjúk- linga sé breytileg meðan á innlögn stendur. Þegar sjúkradeild hefur lokið hlutverki sínu í umönnun er mikilvægt að sjúklingur geti útskrifast eða færst milli deilda án tafar með heppilegri eftirmeðferð

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.