Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 23 VIII. Meginniðurstöður. Hvernig skal forgangsraða? 1. Af hverju forgangsröðun? Tilgangur umræðu um forgangsröðun er að leita leiða til að tryggja sem besta og hagkvæm- asta heilbrigðisþjónustu fyrir það fjármagn sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma. Óvíst er hvort fjárveitingar til heilbrigðismála muni vaxa frá því sem nú er og fyrirsjáanlegt er að framþróun lækn- isþjónustunnar og nýjungar í rannsóknum og meðferð verði að fjármagna að mestu innan ramma takmarkaðra fjárveitinga. I umræðu um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu er ástæða til að líta til þeirra samfélagsbreytinga sem vænta má á komandi árum. Vegna fámennis íslendinga og dreifðrar byggð- ar í landinu er vandi íslendinga við forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni að nokkru frábrugðinn vanda annarra þjóða. Fámenni íslensku þjóðar- innar skapar ekki vanda við að sinna heilsugæslu og heilsuvernd, hins vegar koma erfiðleikar í ljós þegar veita á sérfræðiþjónustu. Vandi sérfræði- þjónustunnar felst að hluta til í nauðsyn stöðugrar vaktþjónustu og einnig þarf að vera til staðar sérfræðiþjónusta á breiðum grunni svo ekki þurfi að sækja læknisþjónustu út fyrir landsteinana. 2. Markmið heilbrigðisþjónustunnar Stjórnvöld hafa sett fram háleit markmið í ís- lenskri heilbrigðisáætlun. Til þess að þeim mark- miðum verði náð er nauðsynlegt að uppbygging og skipulag heilbrigðisþjónustunnar sé í samræmi við fyrirsjáanlega þróun í læknavísindum og vænt- anlega þróun samfélagsins. Heilbrigðisþjónusta þarf að uppfylla sex meg- inmarkmið: * að veita bráðaþjónustu án tafar * að sinna heilsuvernd og heilsugæslu * að veita sérhæfða þjónustu í háum gæða- flokki þegar hennar er þörf * að veita samfellda þjónustu * að þjónustan taki mið af þörfum allrar þjóð- arinnar * að jafnræði ríki meðal þjóðfélagsþegna. Heilbrigðisáætlanir þarf að endurskoða, þær þurfa að vera markvissar og æskilegt er að sett verði fram mælanleg markmið. Gera þarf áætlun um mannaflaþörf, setja fram markvissa fram- kvæmdaáætlun og tryggja nauðsynlegt fjármagn til að framfylgja samþykktum í heilbrigðismálum. Eitt brýnasta verkefni stjórnvalda á komandi ár- um verður að setja fram rammaáætlun um fjár- veitingar til heilbrigðismála til nokkurra ára í senn. 3. Fræðsla er nauðsynleg Innan heilbrigðiskerfisins er forgangsröðun óhjákvæmileg og nauðsynlegt er að sátt sé um á hverju hún eigi að byggjast. Slík sátt kallar bæði á vitneskju um óskir almennings og skilning al- mennings á nauðsyn forgangsröðunar. Þekkingu á eðli forgangsröðunar og þeim grundvelli sem hún byggir á verður að miðla út fyrir heilbrigðis- kerfið. Með fræðslu til almennings og möguleik- um almennings til að tjá sig um þær aðferðir sem byggja skal forgangsröðun á, eru allar líkur á að hægt verði að ná sátt jafnvel um erfiðar ákvarðan- ir. Ræða þarf hversu stórum hluta þjóðarútgjalda á að verja í þennan málaflokk. Lagt er til að heilbrigðisyfirvöld hlutist til um að fram fari fræðsla um eðli forgangsröðunar og könnun á skoðunum almennings á aðferðum við forgangs- röðun. 4. Forgangsröðun byggir á siðfræði Umræða um forgangsröðun snýst ekki síst um siðferðileg verðmæti og siðalögmál. Nauðsynlegt er að almenningur geri sér grein fyrir þeim siða- lögmálum sem hafa verið og eiga að vera undir- staða heilbrigðiskerfisins. Eftirfarandi siðalög- mál eru grundvöllur umræðu um forgangsröðun. 1. Mannhelgi (virðing fyrir mannlegri reisn). Allir menn eru jafnir og hafa því sama rétt til verndar lífs og viðhalds heilbrigðis. 2. Þörf og samstaða. Þeir sem eru í brýnustu þörfinni fyrir heilbrigðisþjónustu skulu ganga fyrir.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.