Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 staðinn vörður um það réttlætissjónarmið að allir menn séu jafnir og hafi jafnan rétt til lífs. Réttlæt- ið er eitt af mikilvægustu siðferðilegu verðmætun- um og ólíklegt að þjóðin geti sætt sig við heilbrigð- isþjónustu sem ekki byggir á því. Vegna þessa er lögmálið um mannhelgi eða virðingu fyrir mann- legri reisn mikilvægasta siðalögmálið fyrir heil- brigðisþjónustuna. Pótt lögmálið um mannhelgi sé mikilvægt og nauðsynlegt er það ekki nægur grunnur fyrir for- gangsröðun. Ef allir eru jafnir og eiga sama rétt til verndar lífs og heilbrigðis en auðlindir (10) innan heilbrigðisþjónustunnar eru ekki nægar þá geta ekki allir fengið það sem þeir gera tilkall til. Pess vegna getur þurft að velja þá sem ganga fyrir öðrum um heilbrigðisþjónustu en þó þarf að gæta þess að það val brjóti ekki í bága við siðalögmálið um mannhelgi. Valið verður að byggja á sjónar- miðum sem samstaða getur náðst um vegna mikil- vægis þeirra. Lögmálið um þörf og samstöðu stendur vörð um það mannúðarsjónarmið að hjálpa þeim sem mest þurfa þess með. Að verja auðlindum heilbrigðisþjónustunnar til þeirrar starfsemi eða þeirra einstaklinga sem eru í mestri þörf fyrir þær má telja viðurkennt verkefni og markmið heilbrigðisþjónustu. En þeir sem eru minnimáttar í þjóðfélaginu þarfnast einnig sér- stakrar verndar. Það eru þeir sem geta ekki sjálfir séð til þess að þarfir þeirra séu uppfylltar, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar og þurfa þeir sérstaka aðstoð til þess að brýnar lífsgæða- og heilsutengdar þarfir þeirra séu uppfylltar. Til að það verði er þörf samstöðu innan þjóðfélagsins. En samstaðan vísar til fleiri atriða svo sem að tryggt sé að aðgangur landsmanna að heilbrigðis- þjónustunni sé óvilhallur og að allir geti átt jafnan kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita (11). Á erfiðum tímum er hugsanlegt að taka þurfi óvinsælar ákvarðanir sem geta takmarkað þá heil- brigðisþjónustu sem einhverjir fá. Ef þessar ákvarðanir eru byggðar á siðferðilegum lögmál- um og teknar á lýðræðislegan hátt ber að virða þær. Til þess að það geti orðið, er þörf almennrar, málefnalegrar umræðu í þjóðféiaginu um heil- brigðisþjónustuna og siðferðilega undirstöðu hennar, áður en slíkar ákvarðanir koma til fram- kvæmda. Þörf er samstöðu þjóðarinnar og vilja hennar til að taka afleiðingum lýðræðislegra ákvarðana sem teknar verða um heilbrigðiskerfið og þjónustu þess. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan í landinu sé markviss, árangursrík og eins hagkvæm og nokkur kostur er. Markmið heilbrigðisþjónustu eru að vernda heilbrigði og vinna gegn sjúkdóm- um. Pörf er rannsókna til að meta hvernig þetta verði best gert. Með markvissri heilbrigðisþjón- ustu er^átt við að heilbrigðisþjónustan nái þeim markmiðum sem henni er ætlað að ná. Hag- kvæmnisjónarmið benda á að velja eigi ódýrustu leiðirnar að markinu svo fremi að árangurinn sé viðunandi. En það er ekki nóg að skoða einungis leiðirnar að markinu, kostnað og ávinning. Hafa ber í huga skammtíma- og langtímaávinning. Æskilegt er að leggja út í nokkurn kostnað ef ávinningur í framtíðinnni getur orðið mikill. Það er réttlætismál að auðlindir þjóðarinnar séu not- aðar á eins árangursríkan og hagkvæman hátt og unnt er. 3. Óheppilegar aðferðir til forgangsröð- unar Mörgum öðrum hugmyndum um aðferðir til forgangsröðunar innan heilbrigðisþjónustunnar hefur verið varpað fram. Sumar þeirra hafa verið reyndar tímabundið, á ákveðnum svæðum eða fyrir ákveðna sjúklingahópa. Pær hafa þó ekki verið notaðar sem grunnur undir forgangsröðun alls heilbrigðiskerfisins. Hér á eftir er fjallað um nokkrar þekktar hugmyndir um forgangsröðun. Hlutkesti. Val með hlutkesti tekur ekki tillit til heilsutengdra þarfa fólks, ástands þess og bata- horfa og er því ekki góður kostur til að útdeila almennri heilbrigðisþjónustu. Hins vegar má vera að ef tvö tilfelli væru eins í öllum aðalatriðum og einungis annar aðilinn gæti fengið þá þjónustu sem hann þarfnast mætti nota hlutkesti. Mjög fátítt er að slík staða komi upp og því er ekki hægt að nota þetta lögmál sem almennt lögmál við forgangsröðun. Þarfir. Viðmið sem gerir ráð fyrir því að fólk geti fengið þá heilbrigðisþjónustu sem það telur sig þarfnast er ekki heppilegt nema auðlindir heil- brigðisþjónustunnar séu óendanlegar þannig að unnt sé að uppfylla allar hugsanlegar einstaklings- bundnar þarfir fólks. Slík gnótt auðlinda er ekki til og verður tæpast til. Þarfir fólks fyrir heilbrigð- isþjónustu geta verið mismunandi brýnar. Sumar eru ekki mjög brýnar frá heilsufarslegu sjónar- miði til dæmis andlitslyfting eða fitusog og því er umhugsunarefni hversu miklum fjármunum þjóð- félagið ætti að verja til þess að sinna slíkum þörf- um sem gætu orðið á kostnað annarra mikilvægra verkefna. Sjálfræði. Sjálfræði fólks er mikilvægt siðferði- legt verðmæti og á síðari árum hefur verið lögð mikil áhersla á að hver einstaklingur geti ákveðið sjálfur hvaða meðferð eða heilbrigðisþjónustu hann samþykkir eða hafnar. Hins vegar er ekki heppilegt að byggja stefnumörkun heilbrigðis-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.