Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 21 og fremst gagnast þessi greiningaraðferð til þess að bera saman tvær aðferðir að sama marki og með samfélög í heild sinni í huga. Fullkomins jafnræðis er ekki gætt í kostnaðar-nytja greining- araðferðinni því hún hefur ekki innbyggt gildis- mat fólks. Rannsóknir hafa sýnt að fólk telur mikilvægara að réttlætissjónarmið ráði þjónustu við sjúklinga fremur en beinharðar niðurstöður kostnaðar- nytja greiningarinnar (25). Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að komast framhjá þessum vanda, til dæmis með því að meta lífsgæði um leið, svo sem QALY’s (Quality Adjusted Life Years) (26). Mjög mikilvægt er, að ákvarðanir, sem byggjast á kostnaðar-nytja greiningu, séu teknar með tilliti til allra tengdra þátta. Pað er því augljóst, að heilsuhagfræðilegar greiningaraðferðir geta ekki leyst forgangsröðun- arvanda í heilbrigðiskerfinu, þær gefa vissa leið- beiningu en eru engan veginn nothæfar í einstök- um sjúklingatilvikum. Slíkar ákvarðanir verða endanlega alltaf í höndum viðkomandi lækna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.