Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 V. Framtíðarsýn Mikilvægt er að uppbygging og skipulag heil- brigðisþjónustunnar sé í samræmi við fyrirsjáan- lega þróun í læknavísindum og þá samfélagslegu þróun sem gera má ráð fyrir. Takmarkaðar fjár- veitingar, batnandi samgöngur, bylting í upplýs- ingatækni, fjölgun aldraðra, samdráttur í sjúkra- rúmaþörf hefðbundinnar sjúkrahúsþjónustu og aukin þjónusta við ferlisjúklinga munu væntan- lega setja svip sinn á heilbrigðiskerfið. Fámenni íslensku þjóðarinnar og fjarlægð frá öðrum þjóð- um skapar einnig sérstöðu sem nauðsynlegt er að taka tillit til. 1. Takmarkaðar fjárveitingar Fjárveitingar til heilbrigðismála hafa farið stig- vaxandi á íslandi og í öllum nágrannalöndum okkar allt fram á síðustu ár hvort sem litið er til heildarfjárframlaga opinberra aðila eða hlutfalls af vergri landsframleiðslu (töflur 1-4 í viðauka A). Fyrir um áratug fóru stjórnvöld í hinum vestræna heimi að hafa áhyggjur af stöðugri aukningu fjár- veitinga til heilbrigðisþjónustu vegna vaxandi kostnaðar í ríkisrekstri. Talið var að kostnaðar- aukningin gæti sligað vestræn samfélög innan fárra ára og stjórnvöld flestra vestrænna ríkja hafa síðan haft það sem eitt af sínum meginmarkmið- um að draga úr fjárveitingum til heilbrigðisþjón- ustunnar. Hvernig sem efnahag vestrænna þjóða verður háttað næstu árin má gera ráð fyrir að fjárveiting- um til heilbrigðismála muni verða settar þröngar skorður. Fyrirsjáanlegt er að framþróun læknis- fræðinnar og nýjungar í rannsóknum og meðferð verði að fjármagna innan ramma takmarkaðra fjárveitinga. Þannig gæti vöxtur á einu sviði leitt af sér samdrátt á öðru sviði og langtímaáætlun verður ekki umflúin. 2. Betri samgöngur Samgöngur á íslandi fara sífellt batnandi, bæði í lofti og á láði og er aukin áhersla lögð á að halda vegum opnum árið um kring. Með bættum sam- göngum nýtist sérhæfð heilbrigðisþjónusta sem veitt er í Reykjavík og nágrenni og á Akureyri betur en áður. í ljósi núverandi aðstæðna og fyrir- sjáanlegra samgöngubóta rná gera ráð fyrir að sjúkrahúsþjónusta á Stór-Reykjavíkursvæðinu verði aðgengilegri kostur fyrir þá sem búsettir eru allt frá Húnavatnssýslum, vestur og suður um land. allt austur í Austur-Skaftafellssýslu. Á Ak- ureyri verður þá sinnt þeim sjúklingum sem bú- setu hafa í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýsl- um, þótt einhverja þeirra þurfi eftir sem áður að flytja til Reykjavíkur til sérhæfðari læknismeð- ferðar. Samkvæmt skýrslu Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins árið 1993 (20) sóttu 56% úr Vestfjarðakjördæmi (íbúafjöldi 9.602) og 54% af Austurlandi (íbúafjöldi 13.035) sjúkrahúsþjón- ustu til Reykjavíkur. Flugsamgöngur og möguleikar til sjúkraflugs hafa farið batnandi á undanförnum árum. Þyrlu- flug er oft mögulegt jafnvel þó veður séu slík að hefðbundnu sjúkraflugi verði ekki við komið. Sé þörf á sjúkrahúsinnlögn er nú mögulegt að sækja sjúkling með þyrlu heim að bæjardyrum í sveitum landsins. Tími frá ákvörðun um innlögn og þar til sjúklingur er kominn á sjúkrahús getur þá í sum- um tilvikum verið styttri þegar sjúklingur er flutt- ur til Reykjavíkur en ef hann væri fluttur landleið- ina á sjúkrahús í sínum landshluta. Aukning sjúkraflugs mun draga úr þörf fyrir sérhæfða læknisþjónustu utan Reykjavíkur og Akureyrar. Áfram verður þó þörf fyrir bráðaþjónustu og fæð- ingahjálp á landsbyggðinni og verður að sjá til þess að gæðum þeirrar þjónustu hnigni ekki. 3. Framfarir í læknisfræði Örar framfarir í læknisfræði hafa á undanförn- um árum breytt mjög fyrirkomulagi sjúkrahús- þjónustu og dregið úr þörf á fjölgun sjúkrarúma til bráðaþjónustu þrátt fyrir mannfjölgun og aukinn fjölda aldraðra. Fyrirsjáanlegt er að framfarir muni hafa áhrif á allar greinar læknisfræðinnar. Breytt viðhorf til rannsókna, greiningar og með- ferðar margra sjúkdóma munu draga úr innlögn- um á sjúkrahús. Ymis konar meðferð, sem nú er eingöngu veitt á legudeildum sjúkrahúsanna mun færast í auknum mæli inn á heimili hinna sjúku, göngudeildir eða læknastofur. Vísindarannsóknir og kennsla heilbrigðisstétta eru hornsteinar góðrar þjónustu við sjúklinga og stuðla að markvissum vinnubrögðum og þar með betri nýtingu fjárveitinga. Á seinni árum hefur svokölluð „sannreynd læknisfræði“ (evidence

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.