Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 4
4 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 Um forgangsröðun í heilbrigðisþj ónustu Skýrsla nefndar Læknafélags íslands I. Inngangur Nefnd Læknafélags íslands Undanfarin ár hefur umræða um forgangsröð- un íheilbrigðisþjónustu farið vaxandi. Astæðurn- ar eru margar, svo sem hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og ný tækni sem aukið hefur mögu- leika á meðferð sjúkdóma. Aukin þekking al- mennings á nýrri tækni og meðferðarmöguleikum eykur einnig kröfur um heilbrigðisþjónustu. A sama tíma hafa fjárveitingar til heilbrigðismála staðið í stað eða dregist saman víða í hinum vest- ræna heimi. Athyglisvert er að þessi þróun hefur átt sér stað í öllum vestrænum ríkjum þrátt fyrir að útgjöld til heilbrigðismála séu mjög mismun- andi eftir löndum. Umræða um forgangsröðun á sér stað á samfé- lagstigi (macro/mesoallocation), þegar fjallað er um fjárveitingar til heilbrigðismála eða einstakra málaflokka, og á einstaklingstigi (microalloca- tion), þegar fjallað er um forgangsröðun einstak- linga í heilbrigðiskerfinu (klínískt stig). Læknar hafa skyldur bæði gagnvart einstökum sjúklingum og samfélaginu í heild. Frumskylda lækna er við sjúklinga en skyldur lækna gagnvart einstaklingum, almenningi og hinu opinbera geta valdið togstreitu (1). Á aðalfundi Læknafélags íslands árið 1995 var samþykkt að stjórn félagsins skipaði nefnd til að fjalla um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Nefndin var skipuð í desem- ber1995. Eftirtaldir læknar voru skipaðir í nefndina: Guðmundur Björnsson formaður, Einar Odds- son, María Sigurjónsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Sveinn Magnússon og Torfi Magnússon. Hlutverk nefndarinnar eins og því er lýst í skip- unarbréfi er, „að koma með ábendingar (eða til- lögur) um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. í fyrsta Iagi með tilliti til fjárveitinga til heilbrigðis- mála. íöðru lagi með tilliti til skipulags í uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustu jafnt í heilsugœslunni sem og á stofnunum um landið allt og þar með fjármagnsdreifingu til einstakra þátta heilbrigðis- kerfisins i landinu öllu. í þriðja lagi forgangsröð- un með tilliti til beinnarþjónustu við sjúklinga með tilliti til meðferðar sjúkdóma". Nefndin hóf störf í byrjun árs 1996. Nefndin hefur haldið á fjórða tug funda auk samstarfs við ráðgjafa, í minni og stærri hópum. Nefndin vill þakka þeim einstaklingum sem leitað hefur verið til og komið hafa með þarfar ábendingar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.