Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35
9
brigðisþjónustunnar eru jafnframt þau sem líkleg-
ast er að samfélagið geti orðið ásátt um.
Sjálfræði. Sjálfræði er að ráða sjálfur hvað
maður gerir og hvað við mann er gert. Þetta hug-
tak er mun flóknara en hér kemur fram en nota
má þennan skilning hugtaksins þar sem hann hef-
ur þann kost að vera einfaldur.
Lífsgæði. Hugtakið lífsgæði hefur margar hlið-
ar, svo sem líkamlegar, andlegar, félagslegar og
tilvistarlegar. Ýmislegt skiptir máli fyrir lífsgæði
til dæmis hreyfigeta, að geta klætt sig, borðað og
drukkið án aðstoðar, að geta haft tjáskipti við
aðra í ræðu eða riti, að geta tekið þátt í vinnu,
starfsemi eða tómstundum og geta haft félagsleg
samskipti við aðra. Fötlun og aðstæður ákvarða
ekki lífsgæði ein sér heldur skiptir reynsla ein-
staklingsins af þeim mestu máli. Sami einstakling-
ur getur haft mismunandi lífsgæði á mismunandi
tíma þó hann búi við óbreytta fötlun eða óbreytt-
ar aðstæður. Einstaklingar meta eigin hæfni og
aðstæður á mismunandi hátt. Rannsóknir hafa
sýnt að heilbrigt fólk og heilbrigðisstarfsmenn
hafa tilhneigingu til að meta lífsgæði sjúkrar eða
fatlaðrar manneskju minni en hin fatlaða eða
sjúka gerir sjálf.
Ávinningur. Til að ávinningur sé af meðferð
þarf hún að vera viðeigandi og markviss. Ávinn-
ingur getur verið betri heilsa, minnkuð vanlíðan
og meiri lífsgæði. Ávinningur tengist þörf. Til
þess að geta metið hvað er viðeigandi og mark-
visst þarf stöðugt að gera vísindalegt mat á mis-
munandi greiningar- og meðferðaraðferðum.
Þarfir. Þarfir hafa verið skilgreindar sem eitt-
hvað sem maður á erfitt með að komast af án.
Þarfir hafa huglæga og hlutlæga merkingu. Veikt
fólk þarf fyrst og fremst á því að halda að vera
læknað af sjúkdómi sínum. Þetta er heilsutengd
þörf. Ef sjúkdómurinn er ólæknanlegur þarf
sjúklingurinn á umönnun og linun þjáninga að
halda. Þetta er lífsgæðatengd þörf.
Það er mikilvægt að heilbrigðisþjónustan taki
mið af þörfum allrar þjóðarinnar en ekki ein-
göngu þeirra sem óska eftir þjónustu fyrir sjálfa
sig.
Alvarleika sjúkdóms má flokka eftir mismun-
andi skilmerkjum svo sem þjáningum sjúklings,
batahorfum, skertri færni og tilvistarkreppu
vegna sjúkdómsins. Það má deila um ágæti þess
að bera saman þarfir mismunandi fólks en þó er
ekki alveg hægt að komast hjá því að gera slíkt.
Þetta er tvímælalaust oft hluti af læknisfræðilegu
mati og þetta er gert við forgangsröðun. Slíkt
kallar á alhliða mat þar sem jafnvægi er á milli
þarfa sem tengjast heilsu og þarfa sem tengjast
lífsgæðum.
í undantekningartilvikum verður að setja þarfir
einstaklingsins skör lægra en þarfir þjóðfélagsins
svo sem þegar reynt er að hefta útbreiðslu hættu-
legra farsótta.
2. Siðferðileg lögmál forgangsröðunar
Mikilvægt er að forgangsröðun innan heilbrigð-
isþjónustunnar sé réttlát og sanngjörn. Til þess að
það sé mögulegt þarf að ná samstöðu um hvaða
siðferðilegu viðmið eða lögmál eigi að vera
grundvöllur heilbrigðisþjónustunnar. Lögmálin
þurfa að vera í samræmi við viðurkenndar hug-
myndir um siðferðileg verðmæti þar sem þeim er
ætlað að standa vörð um þau verðmæti (9). Jafn-
framt þurfa viðmiðin að vera skýr og aðgengileg.
En þau þurfa líka að vera sanngjörn til að unnt sé
að ná sátt um heilbrigðisþjónustuna jafnvel þó
erfiðir tímar fari í hönd.
Hér á eftir verða talin upp þau siðferðilegu
grundvallarlögmál sem ætla má að sátt geti
náðst um:
1. Mannhelgi (virðing fyrir manniegri
reisn).
* Allir menn erujafnir og hafa sama rétt
til verndar lífs og viðhalds heilbrigðis.
2. Þörf og samstaða.
* Þeir sem eru í brýnustu þörfinni fyrir
heilbrigðisþjónustu skulu ganga fyrir.
* Sýna skal þeim hópum samstöðu sem
eru í viðkvæmri stöðu vegna æsku,
sjúkdóms eða fötlunar og geta ekki
sjálfir leitað réttar síns eða varið hann.
* Virða skal ákvarðanir um heilbrigðis-
þjónustuna og takmörk hennar en til
þess að það geti orðið þarf vilja og
samstöðu þjóðarinnar.
3. Skilvirkni heilbrigðisþjónustu.
* Heilbrigðisþjónustan skal vera mark-
viss, árangursrík og eins hagkvæm og
nokkur kostur er.
Rökstuðningur. Þessi lögmál eru öll mikilvæg
en árekstrar geta orðið á milli þeirra. Gera verður
ráð fyrir að þau lögmál sem standa vörð um mikil-
vægustu siðferðilegu verðmætin verði að ganga
fyrir hinum. Hér að ofan hafa þau verið sett upp í
röð eftir mikilvægi þeirra.
Ákvæðið um að allir menn séu jafnir er undir-
staða Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna og stjórnarskráa flestra vestrænna landa.
Þetta lögmál á að tryggja öllum mönnum sömu
virðingu og sömu réttindi án tillits til félagslegrar
stöðu, kynferðis, stéttar, efnahags, trúar, færni,
aldurs, þjóðernisuppruna eða annars. Með því er