Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 eða vistun. Auka þarf möguleika á endurhæfingu og stuðningi utan stofnanna og í heimahúsum. Því er æskilegt að byggja upp endurhæfingarteymi utan sjúkrahúsa til dæmis í tengslum við Trygg- ingastofnun ríkisins og atvinnulífið til að sinna því verkefni. Æskilegt er að heimilislæknar hafi heildaryfir- sýn yfir heilsufarsleg vandamál einstaklinga og fjölskyldna sem þeir annast. Því markmiði að sér- hver eintaklingur hafi aðgang að heimilislækni hefur ekki verið náð enn sem komið er á Islandi. Uppbygging frumheilsugæslu fyrir alla lands- menn er forgangsverkefni. Það er æskilegt markmið að sjúklingum sé þjónað svo nærri heimabyggð sem auðið er. Ekki er þó hægt að veita alla þjónustu í heimabyggð vegna fámennis og mikils kostnaðar. Sérhæfð heilbrigðisþjónusta er eingöngu til staðar á stærri þéttbýlisstöðum. Umtalsverð ferðalög sjúklinga eru því milli landshluta vegna nauðsynlegrar þjónustu. Ef sjúklingur þarf tímabundið á sér- hæfðri þjónustu að halda sem ekki er fáanleg nærri heimabyggð er eðlilegt að hann flytjist nær heimabyggð í afturbata. Mikilvægt er að flutning- ur sjúklinga milli landshluta verði skoðaður og hlutverk sjúkrastofnana skilgreint í því sambandi. Leggja þarf áherslu á góða samvinnu milli sjúkrahúsanna í Reykjavík svo nýta megi sem best vaktaviðbúnað og aðra þjónustu. Efla þarf sam- vinnu sjúkrahúsa á landsbyggðinni við sérgreina- sjúkrahúsin og tryggja auðveldan flutning milli sjúkrahúsa. Með vel skipulagðri læknisþjónustu ætti að vera hægt að auka hagkvæmni og skil- virkni aðgerðaþjónustu á sjúkrahúsum. Rétt er að athuga rekstarhagkvæmni sjúkrahót- els í Reykjavík. Sjúkrahótel getur nýst þeim sem eru í afturbata eða þurfa að njóta sérhæfðrar þjónustu tímabundið en þurfa í raun ekki að liggja á sjúkrahúsi. Gildir þar einu hvort þeir eru utan af landi eða úr Reykjavík. Athuga þarf kosti fjarlækninga og reglubund- inna ferða sérfræðilækna til fámennra staða. Með bættum möguleikum til sjúkdómsgreiningar, til dæmis með beitingu fjarlækninga, geta ábending- ar fyrir aðgerð og annarri meðferð legið fyrir áður en sjúklingur er fluttur til framhaldsmeðferðar. Kanna þarf hagkvæmni hinna ýmsu möguleika á sjúkraflutningum og hvort frekari uppbygging sjúkraflugþjónustu með þyrlum og flugvélum með vaktviðbúnaði allan sólarhringinn sé hag- kvæm. Fyrirsjáanlegt er að breyting verður á húsnæð- isþörf í heilbrigðisþjónustunni. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði áætlanir um húsnæð- isþörf, endurnýjun og notkun þess húsnæðis sem þegar er til staðar. Vegna fækkunar sjúkrarúma og styttri legutíma á sjúkrahúsunum þarf að skipuleggja og auka þjónustu við ferlisjúklinga. Nefndin telur að með slíkri áherslubreytingu megi stuðla að aukinni hagkvæmni. Nauðsynlegt er að fram fari athugun á kostnaði við mismunandi þjónustuaðferðir lækna þar sem takmarkaðar upplýsingar eru til um hvernig fjár- magn sem varið er til læknisþjónustu nýtist best. Læknar bera samkvæmt lögum ábyrgð á sjúk- dómsgreiningu og meðferð þeirra sjúklinga sem til þeirra leita. Mörk milli læknisfræðilegrar með- ferðar og starfa annarra heilbrigðisstétta eru oft óljós. Mikilvægt er að ábyrgðarsvið séu vel skil- greind. Nefndin hvetur stjórnvöld til að gera lög og reglugerðir skýrari hvað þetta varðar. Vísindarannsóknir í læknisfræði og kennsla heilbrigðisstétta eru hornsteinar góðrar þjónustu við sjúklinga í framtíðinni og þessir þættir mega ekki gleymast í umræðu um forgangsröðun. Auk þess að tryggja góða þjónustu við sjúklinga geta vísindarannsóknir og útbreiðsla læknisfræðilegr- ar þekkingar stuðlað að markvissum vinnubrögð- um og þar með hagkvæmni.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.