Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 24
24
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35
Sýna skal þeim hópum samstöðu sem eru í
viðkvæmri stöðu vegna æsku, sjúkdóms eða
fötlunar og geta ekki sjálfir leitað réttar síns
eða varið hann.
Virða skal ákvarðanir um heilbrigðis-
þjónustu og takmörk hennar en til þess að
það geti orðið þarf vilja og samstöðu þjóðar-
innar.
3. Skilvirkni heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðis-
þjónustan skal vera markviss, árangursrík
og eins hagkvæm og nokkur kostur er.
Áhersluatriði heilbrigðisþjónustunnar
eru eftirfarandi:
* Meiri þörf fyrir heilbrigðisþjónustu geng-
ur fyrir minni þörf.
* Við veikindi og slys skipta þarfir sem
tengjast lífsgæðum jafn miklu máli og
þarfir sem tengjast heilsu.
* Ef flokkur sjúkdóma eða slysa fær for-
gang þá gildir sá forgangur um alla þætti
heilbrigðisþjónustunnar.
* Koma þarf sérstaklega til móts við þarfir
fólks með minnkað sjálfræði og það fólk á
að njóta sérstakrar verndar.
* Nota á öll tækifæri til að hvetja og kenna
fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu.
* Þjónusta sem veitt er á kostnað samfé-
lagsins skal byggjast á bestu þekkingu.
* Heilbrigðisþjónusta sem bundin er í lög-
um þarf að hafa öruggan fjárhagsgrund-
völl.
Nánari útfærsla þessara siðalögmála birtist í
eftirfarandi leiðbeiningum um forgangsröðun
innan heilbrigðisþjónustunnar:
IA. Meðferð lífshættulegra bráðasjúk-
dónia og slysa. Meðferð sjúkdóma og
slysa sem munu leiða til dauða fyrir
aldur fram eða varanlegra fatlana ef
þeir eru ekki meðhöndlaðir.
IB. Meðferð alvarlegra langvinnra sjúk-
dóma. Líknarmeðferð. Meðferð fólks
með minnkað sjálfræði.
2. Forvarnir, endurhæfing og hæfing með
staðfestum árangri.
3. Meðferð minna alvarlegra bráðra og
langvinnra sjúkdóma þar sem meðferð
skilar árangri.
4. Þjónusta vegna annars en sjúkdóma og
slysa, til dæmis tæknifrjóvgun og með-
ferð til að stækka fólk sem er eða verð-
ur líklega lágvaxið.
5. Meðferð sem ekki er byggð á bestu
þekkingu skal ekki njóta forgangs.
Fyrsti hópurinn er tvískiptur. Ástæðan er sú að
við bráða lífshættulega sjúkdóma þarf að fást án
tafar. Mælt er með því að meðferð við sárum
verkjum, öndunarerfiðleikum, þorsta og öðrum
alvarlegum þjáningum sjúklinga með langvinna
sjúkdóma fái svipaðan forgang og bráðatilvik.
5. Þjónusta byggð á þekkingu
A. Mat á lækningatækni og gerð klínískra leið-
beininga. Leggja ber áherslu á læknisfræði sem
byggist á niðurstöðum vísindalegra rannsókna og
á vinnslu klínískra leiðbeininga. Notkun klínískra
leiðbeininga við að ákveða meðferð einstakra
sjúklinga getur minnkað breytileika, bætt með-
ferð og stuðlað að betri nýtingu fjármagns. Skipu-
leggja þarf vinnu við mat á lækningatækni og gerð
klínískra leiðbeininga. Einnig þarf að vera til
staðar fjármagn til að kosta þá vinnu.
Lagt er til að Læknafélag Islands hafi forgöngu
um að læknar sameinist um inat á lækningatækni
og gerð klínískra leiðbeininga. Eftirfarandi atriði
verði höfð til hliðsjónar:
a. Klínískar leiðbeiningar skulu stuðla að
lausn vandamála í daglegum störfum, eink-
um þar sem fengist er við algenga sjúkdóma
eða dýr meðferðarform.
b. Leiðbeiningar skulu grundvallast á bestu
þekkingu.
c. Að gerð leiðbeininga skulu koma fulltrúar
þeirra aðila sem annast sjúklinginn og gerð
þeirra skal vera undir stjórn þeirra lækna,
sem bera ábyrgð á meðhöndlun sjúklinga
með þau vandamál sem til úrlausnar eru.
d. Við gerð leiðbeininganna skal ætíð leitað
virkustu/hagkvæmustu lausna.
e. Mikilvægt er að kynna klínískar leiðbeining-
ar vel meðal lækna.
Lagt er til að:
1. Læknafélag íslands stofni sérstakt fagráð
sem vera skal læknum og samtökum lækna
sem vinna að gerð klínískra leiðbeininga til
ráðgjafar um hvernig að vinnunni skuli stað-
ið. Ráðið verði einnig formlegur samstarfs-
aðili þeirra samtaka sem vinna að mati á
lækningatækni og gerð klínískra leiðbein-
inga erlendis.
2. Sérgreinafélög sem viðkomandi leiðbein-
ingar snerta þurfi að samþykkja slíkar leið-
beiningar áður en þær verði staðfestar. Slík-
ar leiðbeiningar skulu notaðar til viðmiðun-
ar en binda ekki hendur einstakra lækna.
3. Settur verði á stofn sérstakur sjóður á veg-
um Læknafélags íslands sem í renni fjár-
munir frá opinberum aðilum og þeim einka-